Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Sindri Sverrisson skrifar 21. nóvember 2024 09:02 Jón Dagur Þorsteinsson og félagar í íslenska landsliðinu eiga fyrir höndum hið spennandi verkefni næsta haust að reyna að koma sér inn á HM 2026 í Norður-Ameríku. Getty/Michael Steele Íslenska karlalandsliðið í fótbolta verður í þriðja styrkleikaflokki af fimm þegar dregið verður í riðla fyrir undankeppni HM 2026, sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. Stuðningsmenn íslenska landsliðsins bíða nú eftir tveimur dráttum. Á morgun verður dregið um það hvaða liði Ísland mætir í B/C-umspili Þjóðadeildarinnar í mars. Ísland endaði í 3. sæti síns riðils í B-deildinni og þarf að halda sæti sínu í B-deild með því að vinna eitt þessara liða: Armenía, Búlgaría, Slóvakía og Kósovó. Í umspilinu verður leikið á heima- og útivelli, en heimaleikur Íslands verður erlendis vegna framkvæmda á Laugardalsvelli. Þann 13. desember verður svo dregið í undankeppni HM 2026, sem verður spiluð á næsta ári, frá mars til nóvember. Í undankeppninni verður spilað í tólf 4-5 liða riðlum og kemst sigurlið hvers riðils beint á HM. Liðin tólf sem enda í 2. sæti fara í umspil með fjórum liðum sem unnu sinn riðil í Þjóðadeildinni, og komast fjögur lið á HM í gegnum það umspil. Leika alla undankeppnina næsta haust Það er þegar orðið ljóst að Ísland verður í fjögurra liða riðli í undankeppni HM, en ekki fimm liða, og spilar því samtals aðeins sex leiki í henni, öfugt við til dæmis tíu leiki í undankeppninni sem kom Íslandi á HM 2018. Þar spilar inn í að liðið verður upptekið í Þjóðadeildarumspilinu í mars, og mun Ísland því ekki hefja sína undankeppni fyrir HM fyrr en í september á næsta ári, og ljúka henni í nóvember. Þá ætti blandaði grasvöllurinn á Laugardalsvelli, þar sem framkvæmdir standa yfir, að vera orðinn klár. Búið er að flokka Evrópuþjóðirnar í fimm styrkleikaflokka fyrir dráttinn í undankeppni HM. Ísland mun dragast gegn einu liði úr flokki 1, einu úr flokki 2 og einu úr flokki 4, en ekki fá lið úr neðsta flokknum. Gallinn er að liðið sem Ísland fær úr efsta flokki verður kannski ekki ljóst fyrr en eftir 8-liða úrslit Þjóðadeildarinnar í mars, þegar skýrist hvaða lið verða upptekin í undanúrslitum keppninar í júní. Ljóst er að í flokki 2 koma aðeins sex lið til greina í riðil Íslands, en það eru þau lið sem líkt og Ísland verða upptekin í umspilsleikjum í mars. Styrkleikaflokkar fyrir drátt í undankeppni HM: Flokkur 1: Spánn, Þýskaland, Portúgal, Frakkland, Ítalía, Holland, Danmörk, Króatía, England, Belgía, Sviss, Austurríki. Flokkur 2: Úkraína, Tyrkland, Ungverjaland, Serbía, Grikkland, Slóvakía. (Svíþjóð, Wales, Pólland, Rúmenía, Tékkland og Noregur verða í fimm liða riðlum og koma ekki til greina sem mótherjar Íslands) Flokkur 3: Skotland, Slóvenía, Írland, Albanía, Norður-Makedónía, Georgía, Finnland, Ísland, Norður-Írland, Svartfjallaland, Bosnía, Ísrael. Flokkur 4: Búlgaría, Lúxemborg, Kósovó, Hvíta-Rússlnad, Armenía, Kasakstan, Aserbaísjan, Eistland, Kýpur, Færeyjar, Lettland, Litháen. Flokkur 5 (ekki í riðli með Íslandi): Moldóva, Malta, Andorra, Gíbraltar, Liechtenstein, San Marínó. HM 2026 í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Með skýr skilaboð til Arons og Gylfa: Hættið á meðan þið getið gert það sjálfir Fótbolti „Datt aldrei í hug að Arnar yrði lélegri en Arnar“ Fótbolti Frakkland verður með Íslandi í riðli Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kósovó 1-3 | Aldrei verið á verri stað Fótbolti Fyrsti El Clásico sigurinn skilaði sér: „Við höfðum alltaf trú“ Sport Donni markahæstur meðan Guðmundur skoraði eitt gegn Ágústi Handbolti „Ætla ekki að standa hérna og afsaka neitt“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr leik Íslands og Kósovó Fótbolti Gísli Laxdal snýr heim á Skagann Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Martraðarinnkoma og fall úr B-deild Fótbolti Fleiri fréttir Frakkland verður með Íslandi í riðli Með skýr skilaboð til Arons og Gylfa: Hættið á meðan þið getið gert það sjálfir Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ætla ekki að standa hérna og afsaka neitt“ „Verður að vera þolinmæði og verður að vera bjartsýni“ „Mér fannst það svolítið vanta í dag“ „Horfi enn þá mjög jákvæður á framhaldið“ „Á báðum endum vallarins ekki nógu góðir“ Heimir stýrði til sigurs og Írland heldur sér uppi Einkunnir Íslands: Martraðarinnkoma og fall úr B-deild „Datt aldrei í hug að Arnar yrði lélegri en Arnar“ Umfjöllun: Ísland - Kósovó 1-3 | Aldrei verið á verri stað Sjáðu mörkin úr leik Íslands og Kósovó Sædís með mark og stoðsendingu í opnunarleiknum Alexandra lagði upp í frumrauninni Sex breytingar á byrjunarliðinu Íslenskur fjöldasöngur í Murcia Gummi Ben og Kjartan Henry hituðu upp í Murcia Cecilía varði víti Ronaldo alveg sama um eftirhermu Højlunds Tvær ólíkar íþróttir heima og úti: „Viljum vera aggressívari og taka meiri sénsa“ „Hlökkum til að sjá alla Íslendingana“ Leiðin á HM hefst vel hjá Norðmönnum Svona var blaðamannafundurinn fyrir seinni leikinn gegn Kósovó „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Drengjalandsliðin náðu ekki inn á lokamótin Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Héldu hreinu gegn toppliðinu Svekktur með sitt hlutskipti en gengur í takt með hópnum Sjá meira
Stuðningsmenn íslenska landsliðsins bíða nú eftir tveimur dráttum. Á morgun verður dregið um það hvaða liði Ísland mætir í B/C-umspili Þjóðadeildarinnar í mars. Ísland endaði í 3. sæti síns riðils í B-deildinni og þarf að halda sæti sínu í B-deild með því að vinna eitt þessara liða: Armenía, Búlgaría, Slóvakía og Kósovó. Í umspilinu verður leikið á heima- og útivelli, en heimaleikur Íslands verður erlendis vegna framkvæmda á Laugardalsvelli. Þann 13. desember verður svo dregið í undankeppni HM 2026, sem verður spiluð á næsta ári, frá mars til nóvember. Í undankeppninni verður spilað í tólf 4-5 liða riðlum og kemst sigurlið hvers riðils beint á HM. Liðin tólf sem enda í 2. sæti fara í umspil með fjórum liðum sem unnu sinn riðil í Þjóðadeildinni, og komast fjögur lið á HM í gegnum það umspil. Leika alla undankeppnina næsta haust Það er þegar orðið ljóst að Ísland verður í fjögurra liða riðli í undankeppni HM, en ekki fimm liða, og spilar því samtals aðeins sex leiki í henni, öfugt við til dæmis tíu leiki í undankeppninni sem kom Íslandi á HM 2018. Þar spilar inn í að liðið verður upptekið í Þjóðadeildarumspilinu í mars, og mun Ísland því ekki hefja sína undankeppni fyrir HM fyrr en í september á næsta ári, og ljúka henni í nóvember. Þá ætti blandaði grasvöllurinn á Laugardalsvelli, þar sem framkvæmdir standa yfir, að vera orðinn klár. Búið er að flokka Evrópuþjóðirnar í fimm styrkleikaflokka fyrir dráttinn í undankeppni HM. Ísland mun dragast gegn einu liði úr flokki 1, einu úr flokki 2 og einu úr flokki 4, en ekki fá lið úr neðsta flokknum. Gallinn er að liðið sem Ísland fær úr efsta flokki verður kannski ekki ljóst fyrr en eftir 8-liða úrslit Þjóðadeildarinnar í mars, þegar skýrist hvaða lið verða upptekin í undanúrslitum keppninar í júní. Ljóst er að í flokki 2 koma aðeins sex lið til greina í riðil Íslands, en það eru þau lið sem líkt og Ísland verða upptekin í umspilsleikjum í mars. Styrkleikaflokkar fyrir drátt í undankeppni HM: Flokkur 1: Spánn, Þýskaland, Portúgal, Frakkland, Ítalía, Holland, Danmörk, Króatía, England, Belgía, Sviss, Austurríki. Flokkur 2: Úkraína, Tyrkland, Ungverjaland, Serbía, Grikkland, Slóvakía. (Svíþjóð, Wales, Pólland, Rúmenía, Tékkland og Noregur verða í fimm liða riðlum og koma ekki til greina sem mótherjar Íslands) Flokkur 3: Skotland, Slóvenía, Írland, Albanía, Norður-Makedónía, Georgía, Finnland, Ísland, Norður-Írland, Svartfjallaland, Bosnía, Ísrael. Flokkur 4: Búlgaría, Lúxemborg, Kósovó, Hvíta-Rússlnad, Armenía, Kasakstan, Aserbaísjan, Eistland, Kýpur, Færeyjar, Lettland, Litháen. Flokkur 5 (ekki í riðli með Íslandi): Moldóva, Malta, Andorra, Gíbraltar, Liechtenstein, San Marínó.
HM 2026 í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Með skýr skilaboð til Arons og Gylfa: Hættið á meðan þið getið gert það sjálfir Fótbolti „Datt aldrei í hug að Arnar yrði lélegri en Arnar“ Fótbolti Frakkland verður með Íslandi í riðli Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kósovó 1-3 | Aldrei verið á verri stað Fótbolti Fyrsti El Clásico sigurinn skilaði sér: „Við höfðum alltaf trú“ Sport Donni markahæstur meðan Guðmundur skoraði eitt gegn Ágústi Handbolti „Ætla ekki að standa hérna og afsaka neitt“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr leik Íslands og Kósovó Fótbolti Gísli Laxdal snýr heim á Skagann Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Martraðarinnkoma og fall úr B-deild Fótbolti Fleiri fréttir Frakkland verður með Íslandi í riðli Með skýr skilaboð til Arons og Gylfa: Hættið á meðan þið getið gert það sjálfir Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ætla ekki að standa hérna og afsaka neitt“ „Verður að vera þolinmæði og verður að vera bjartsýni“ „Mér fannst það svolítið vanta í dag“ „Horfi enn þá mjög jákvæður á framhaldið“ „Á báðum endum vallarins ekki nógu góðir“ Heimir stýrði til sigurs og Írland heldur sér uppi Einkunnir Íslands: Martraðarinnkoma og fall úr B-deild „Datt aldrei í hug að Arnar yrði lélegri en Arnar“ Umfjöllun: Ísland - Kósovó 1-3 | Aldrei verið á verri stað Sjáðu mörkin úr leik Íslands og Kósovó Sædís með mark og stoðsendingu í opnunarleiknum Alexandra lagði upp í frumrauninni Sex breytingar á byrjunarliðinu Íslenskur fjöldasöngur í Murcia Gummi Ben og Kjartan Henry hituðu upp í Murcia Cecilía varði víti Ronaldo alveg sama um eftirhermu Højlunds Tvær ólíkar íþróttir heima og úti: „Viljum vera aggressívari og taka meiri sénsa“ „Hlökkum til að sjá alla Íslendingana“ Leiðin á HM hefst vel hjá Norðmönnum Svona var blaðamannafundurinn fyrir seinni leikinn gegn Kósovó „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Drengjalandsliðin náðu ekki inn á lokamótin Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Héldu hreinu gegn toppliðinu Svekktur með sitt hlutskipti en gengur í takt með hópnum Sjá meira