Um er að ræða 163 fermetra sjarmerandi einbýlishús sem var byggt árið 2008. Fyrir framan húsið er falleg tjörn með gullfiskum og vatnaliljum.
„Þá er fallega sveitasetrið okkar komið á markað þar sem við ætlum að fara aðeins nær vinum og grunnskólanum. Ef þið þekkið fólk sem elskar að eiga gullfiska, gróðurhús með plómum, aspas, jarðarberjum og fleira, og eldstæði til að henda í gott partý, bjart og fallegt hús ásamt fullbúnu tjaldsvæði að þá er þetta tíminn til að láta þau vita,“ skrifar Davíð og deilir fasteigninni á Facebook.
Eignin stendur er á rúmlega 1,1 hektara lóð með tveimur gróðurhúsum. Flæðið í húsinu er gott og skipulagið nútímalegt. Eldhús, stofa og borðstofa renna saman í eitt þar sem aukin lofthæð og franskir gluggar hleypa mikilli birtu inn í rýmið. Útgengt er úr stofunni í fallegan garð með sólpalli og heitum potti.
Samtals eru fjögur svefnherbergi og eitt baðherbergi.
Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis.




