Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Sindri Sverrisson skrifar 22. nóvember 2024 08:30 Leikmenn KV hafa spjarað sig afar vel á fyrstu leiktíð liðsins í 1. deildinni. KV Í efstu tveimur deildum karla í körfubolta er mikill fjöldi erlendra leikmanna. Eitt lið sker sig þó úr en það er KV, venslalið KR í Vesturbænum, sem eingöngu er skipað Íslendingum og hefur staðið sig afar vel á sinni fyrstu leiktíð í 1. deildinni. „Við erum allir strákar úr Vesturbænum sem tókum okkur saman og stofnuðum körfuboltalið. Það gekk bara ógeðslega vel, myndaðist mikil stemning í kringum okkur og við komumst upp í 1. deildina,“ segir Veigar Már Helgason sem gengur í flest störf hjá KV því hann er leikmaður, formaður, markaðsstjóri og gjaldkeri félagsins. Eftir sigur gegn Þór á Akureyri um síðustu helgi, og sigur gegn Skallagrími í Vesturbænum í gærkvöld í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, hefur KV nú unnið fimm af fyrstu átta leikjum sínum, gegn liðum sem öll eru með áberandi, erlenda atvinnumenn í sínum röðum. Hjá KV eru það íslensku strákarnir sem fá að láta ljós sitt skína. „Það er það sem hreif mig til að koma og taka þátt í þessu verkefni,“ segir reynsluboltinn og Keflvíkingurinn Falur Harðarson, sem tók við þjálfun KV í haust. Hér að neðan má sjá viðtalið við þá Veigar úr Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöld, sem tekið var fyrir leikinn við Skallagrím: „Þetta er að hluta gert fyrir strákana sem eru kannski ekki bestir í heimi en vilja vera partur af skemmtilegu verkefni,“ segir Veigar og bendir á mikilvægi liða á borð við KV til að stemma stigu við brottfalli úr íþróttum. „Það er fullt af ungum strákum hérna sem hafa verið við dyrnar að meistaraflokknum, eða spilað einhver tímabil í efstu og næstefstu deild. Svo erum við með þrjá stráka á venslasamning úr KR. Þetta er frábært tækifæri til að gefa ungum, ferskum strákum tækifæri til að spila,“ segir Falur. „Þetta er ekkert Miðflokkurinn“ Ýmsir hafa kallað eftir strangari reglum um fjölda erlendra leikmanna, til að fjölga tækifærum ungra, íslenskra leikmanna, og Falur er þar á meðal. Erlendir leikmenn eru þó velkomnir eins og aðrir í Vesturbæinn: „Þetta er ekkert Miðflokkurinn,“ grínast Veigar. „Við Vesturbæingar erum bara nógu góðir til að geta verið í þessari deild og erum byrjaðir að sýna það,“ bætir hann við. „Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að það ætti að vera lágmark á því hve margir heimamenn mættu vera inni á vellinum í einu. Svo veltur það bara á vilja félaganna í landinu nákvæmlega hve margir,“ segir Falur og hefur greinilega sterka skoðun á málinu. „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Í dag er engin regla og hægt að vera með fimm erlenda leikmenn inni á vellinum í einu. Mér finnst það ekki eiga að vera svoleiðis. Það er bara mín skoðun. Við þurfum að finna vettvang fyrir unga leikmenn, bæði karlmenn og konur, til að spila, og þetta verður að vera gaman. Það nennir enginn að sitja á rassinum í 3-4 ár, og spila ekki neitt,“ segir Falur. KV-ingar eru meðvitaðir um mikilvægi þess að hafa gaman af því sem þeir eru að gera og eru líflegri á samfélagsmiðlum en mörg úrvalsdeildarfélög. Á dögunum kynntu þeir samfélagsmiðlastjörnu til leiks, Gumma Emil, sem var með KV í sigrinum gegn Skallagrími í gær. View this post on Instagram A post shared by Körfuboltadeild Knattspyrnufélags Vesturbæjar (@kv_karfa) „Þetta er ógeðslega gaman og bara geggjuð stemning með okkur,“ segir Veigar. Þjálfarinn Falur gætir þess hins vegar að gamanið sé á réttum forsendum: „Eins og ég hef oft sagt þegar ég er að þjálfa, þá ætlum við að hafa gaman af að spila góðan körfubolta. Við ætlum ekki að hafa „ha ha“-gaman, heldur af því að spila saman góðan körfubolta og gera vel. Það þarf alltaf einhvern til að stýra mannskepnunni og ég var fenginn í það. Ég er ekki að segja að ég sé einhver snillingur en þetta væri öðruvísi ef þeir væru bara sjálfir.“ Körfubolti KV Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Sjá meira
„Við erum allir strákar úr Vesturbænum sem tókum okkur saman og stofnuðum körfuboltalið. Það gekk bara ógeðslega vel, myndaðist mikil stemning í kringum okkur og við komumst upp í 1. deildina,“ segir Veigar Már Helgason sem gengur í flest störf hjá KV því hann er leikmaður, formaður, markaðsstjóri og gjaldkeri félagsins. Eftir sigur gegn Þór á Akureyri um síðustu helgi, og sigur gegn Skallagrími í Vesturbænum í gærkvöld í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, hefur KV nú unnið fimm af fyrstu átta leikjum sínum, gegn liðum sem öll eru með áberandi, erlenda atvinnumenn í sínum röðum. Hjá KV eru það íslensku strákarnir sem fá að láta ljós sitt skína. „Það er það sem hreif mig til að koma og taka þátt í þessu verkefni,“ segir reynsluboltinn og Keflvíkingurinn Falur Harðarson, sem tók við þjálfun KV í haust. Hér að neðan má sjá viðtalið við þá Veigar úr Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöld, sem tekið var fyrir leikinn við Skallagrím: „Þetta er að hluta gert fyrir strákana sem eru kannski ekki bestir í heimi en vilja vera partur af skemmtilegu verkefni,“ segir Veigar og bendir á mikilvægi liða á borð við KV til að stemma stigu við brottfalli úr íþróttum. „Það er fullt af ungum strákum hérna sem hafa verið við dyrnar að meistaraflokknum, eða spilað einhver tímabil í efstu og næstefstu deild. Svo erum við með þrjá stráka á venslasamning úr KR. Þetta er frábært tækifæri til að gefa ungum, ferskum strákum tækifæri til að spila,“ segir Falur. „Þetta er ekkert Miðflokkurinn“ Ýmsir hafa kallað eftir strangari reglum um fjölda erlendra leikmanna, til að fjölga tækifærum ungra, íslenskra leikmanna, og Falur er þar á meðal. Erlendir leikmenn eru þó velkomnir eins og aðrir í Vesturbæinn: „Þetta er ekkert Miðflokkurinn,“ grínast Veigar. „Við Vesturbæingar erum bara nógu góðir til að geta verið í þessari deild og erum byrjaðir að sýna það,“ bætir hann við. „Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að það ætti að vera lágmark á því hve margir heimamenn mættu vera inni á vellinum í einu. Svo veltur það bara á vilja félaganna í landinu nákvæmlega hve margir,“ segir Falur og hefur greinilega sterka skoðun á málinu. „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Í dag er engin regla og hægt að vera með fimm erlenda leikmenn inni á vellinum í einu. Mér finnst það ekki eiga að vera svoleiðis. Það er bara mín skoðun. Við þurfum að finna vettvang fyrir unga leikmenn, bæði karlmenn og konur, til að spila, og þetta verður að vera gaman. Það nennir enginn að sitja á rassinum í 3-4 ár, og spila ekki neitt,“ segir Falur. KV-ingar eru meðvitaðir um mikilvægi þess að hafa gaman af því sem þeir eru að gera og eru líflegri á samfélagsmiðlum en mörg úrvalsdeildarfélög. Á dögunum kynntu þeir samfélagsmiðlastjörnu til leiks, Gumma Emil, sem var með KV í sigrinum gegn Skallagrími í gær. View this post on Instagram A post shared by Körfuboltadeild Knattspyrnufélags Vesturbæjar (@kv_karfa) „Þetta er ógeðslega gaman og bara geggjuð stemning með okkur,“ segir Veigar. Þjálfarinn Falur gætir þess hins vegar að gamanið sé á réttum forsendum: „Eins og ég hef oft sagt þegar ég er að þjálfa, þá ætlum við að hafa gaman af að spila góðan körfubolta. Við ætlum ekki að hafa „ha ha“-gaman, heldur af því að spila saman góðan körfubolta og gera vel. Það þarf alltaf einhvern til að stýra mannskepnunni og ég var fenginn í það. Ég er ekki að segja að ég sé einhver snillingur en þetta væri öðruvísi ef þeir væru bara sjálfir.“
Körfubolti KV Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti