Munum áfram „velkjast um í heimi fjögurra prósenta raunvaxta“

Þótt ný þjóðhagsspá Seðlabankans geri ráð fyrir að verðbólgan verði farin að nálgast markmið um mitt næsta ár þá ætlar peningastefnunefndin ekki að láta mun betri horfur „slá ryki í augun á sér, að sögn hagfræðinga Arion banka, en einhver bið verður á því að aðhaldsstigið fari minnkandi. Útlit er fyrir töluverðar vaxtalækkanir á næstunni ef verðbólgan þróast í takt við væntingar en peningastefnunefndin mun hins vegar eftir sem áður vera varkár.
Tengdar fréttir

Vaxtalækkunin í takt við væntingar en þrálát verðbólga kallar áfram á „varkárni“
Ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans um að lækka vexti um 50 punkta er í samræmi við spár flestra greinenda og markaðsaðila en í yfirlýsingu nefndarinnar, sem er fremur hlutlaus, er undirstrikað að þrálát verðbólga og verðbólguvæntingar yfir markmiði kalli áfram á „varkárni.“ Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Seðlabankans er útlit fyrir engan hagvöxt í ár og þá mun verðbólgan ganga hraðar niður á næsta ári en áður var talið.