Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar 21. nóvember 2024 14:01 Landsvirkjun vill vera góður granni. Orkufyrirtæki þjóðarinnar kappkostar að eiga traust og gott samstarf við alla nágranna aflstöðva sinna á ýmsum sviðum og alveg sérstaklega til að draga úr neikvæðum áhrifum starfseminnar. Keppikefli okkar er að skapa aukna velsæld í nærsamfélagi virkjana okkar, sem og á Íslandi öllu. Nýting endurnýjanlegra orkugjafa er grunnþáttur í íslensku atvinnulífi og samfélagi. Græna orkan er forsenda þeirra lífsgæða sem við búum við. Það er mikilvægt að ávinningur af nýtingu sameiginlegu auðlindanna okkar skili sér til samfélagsins alls og að nágrannar orkufyrirtækja hafi ávinning af nábýli við okkur. Ávinningur nærsamfélags Nýting náttúruauðlinda felur í sér inngrip í náttúru landsins, náttúruna sem við Íslendingar tengjum mjög sterkt við og erum hvað stoltust af. Vissulega hefur virkjun orkuauðlinda jákvæð áhrif á efnahag og samfélag en á sama tíma eru réttmætar áhyggjur af neikvæðum áhrifum á náttúru landsins og af ójafnri skiptingu ábatans. Nágrannar virkjana verða fyrir áhrifum vegna þeirra breytinga sem virkjunin felur í sér og þess vegna höfum við hjá Landsvirkjun alltaf að leiðarljósi að nærsamfélag njóti ávinnings af starfsemi okkar. Það gildir allt frá undirbúningi verkefna þar til virkjanir eru komnar rekstur. Þar leggjum við meira af mörkum en flest önnur fyrirtæki. 1 milljarður beint til sveitarfélaga Við greiðum um 1 milljarð á ári í fasteignagjöld til sveitarfélaga þar sem stöðvarhúsin okkar standa. Skýrar reglur gilda um tekjur sveitarfélaga sem eiga að standa straum af rekstri og ákveðinni innviðauppbyggingu og einn tekjuliðurinn er fasteignagjöldin, sem við greiðum að sjálfsögðu samviskusamlega, í samræmi við gildandi lög. Sveitarfélög eru ekki bara grannar okkar heldur koma einnig beint að því að veita leyfi fyrir uppbyggingu á starfsemi okkar. Það er því mjög mikilvægt að leikreglurnar séu skýrar og sanngjarnar. Landsvirkjun getur t.d. ekki tekið þátt í samstarfsverkefnum með sveitarfélögum nema verkefnin tengist beint uppbyggingu nýrra virkjana eða rekstri aflstöðvanna. Annað gæti vakið grunsemdir um hagsmunaárekstur og jafnvel efasemdir um heilindi. Margvíslegur ávinningur Ávinningur nærsamfélagsins af starfsemi okkar er margvíslegur og ekki bara talinn í krónum og aurum. Við höfum frá upphafi lagt samtals 646 km af vegum og grætt upp land sem jafngildir 33.400 fótboltavöllum. Við erum stofnandi og bakhjarl fjögurra samstarfsverkefna um orkuskipti og orkutengda nýsköpun þar sem við leggjum til 80 miljónir árlega á móti landshlutasamtökum sveitarfélaga á viðkomandi svæðum, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu og öðrum hagamunaaðilum. Þessum verkefnum, Eimi, Orkídeu, Bláma og Eygló, hefur vaxið hratt fiskur um hrygg. Við bjóðum upp á vel launuð sérfræðistörf á landsbyggðinni og sumarstöf fyrir ungmenni, auk þess sem starfsemi okkar skapar fjölda afleiddra starfa hjá þjónustuaðilum og viðskiptavinum okkar. Við leitum aldrei langt yfir skammt. Aðstæður eru vissulega misjafnar eftir starfssvæðum, en við náum að kaupa á bilinu 25-65% af vörum og þjónustu til daglegs rekstrar í nærsamfélaginu. Við tökum einnig þátt í fjölbreyttum samstarfsverkefnum með hagaðilum í nærsamfélagi og styrkjum málefni sem hafa jákvæð áhrif á íslenskt samfélag. Sem dæmi má nefna samstarf um bætt og öruggari fjarskipti, brunavarnir, bakkavarnir, rannsóknir og vöktun og við tökum á móti fróðleiksfúsum skólanemum. Við störfum líka með veiðifélögum að verkefnum sem miða að því bæta búsetuskilyrði laxfiska og viðhalda og styrkja náttúrulega stofna í ám á starfssvæðum okkar. Verðum áfram góður granni Hafa þarf í huga að Landsvirkjun er fyrirtæki í eigu allrar þjóðarinnar og því mikilvægt að samfélagsframlag okkar sé hafið yfir vafa, það sé í samræmi við lög og reglur ásamt því sem gæta þarf jafnræðis og gagnsæis. Við munum halda áfram að vera góður granni; skila ávinningi til samfélagsins og taka virkan þátt innan þeirra marka sem okkur eru sett. Við þekkjum það öll að góður granni er gulli betri. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Bjarnadóttir Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Landsvirkjun vill vera góður granni. Orkufyrirtæki þjóðarinnar kappkostar að eiga traust og gott samstarf við alla nágranna aflstöðva sinna á ýmsum sviðum og alveg sérstaklega til að draga úr neikvæðum áhrifum starfseminnar. Keppikefli okkar er að skapa aukna velsæld í nærsamfélagi virkjana okkar, sem og á Íslandi öllu. Nýting endurnýjanlegra orkugjafa er grunnþáttur í íslensku atvinnulífi og samfélagi. Græna orkan er forsenda þeirra lífsgæða sem við búum við. Það er mikilvægt að ávinningur af nýtingu sameiginlegu auðlindanna okkar skili sér til samfélagsins alls og að nágrannar orkufyrirtækja hafi ávinning af nábýli við okkur. Ávinningur nærsamfélags Nýting náttúruauðlinda felur í sér inngrip í náttúru landsins, náttúruna sem við Íslendingar tengjum mjög sterkt við og erum hvað stoltust af. Vissulega hefur virkjun orkuauðlinda jákvæð áhrif á efnahag og samfélag en á sama tíma eru réttmætar áhyggjur af neikvæðum áhrifum á náttúru landsins og af ójafnri skiptingu ábatans. Nágrannar virkjana verða fyrir áhrifum vegna þeirra breytinga sem virkjunin felur í sér og þess vegna höfum við hjá Landsvirkjun alltaf að leiðarljósi að nærsamfélag njóti ávinnings af starfsemi okkar. Það gildir allt frá undirbúningi verkefna þar til virkjanir eru komnar rekstur. Þar leggjum við meira af mörkum en flest önnur fyrirtæki. 1 milljarður beint til sveitarfélaga Við greiðum um 1 milljarð á ári í fasteignagjöld til sveitarfélaga þar sem stöðvarhúsin okkar standa. Skýrar reglur gilda um tekjur sveitarfélaga sem eiga að standa straum af rekstri og ákveðinni innviðauppbyggingu og einn tekjuliðurinn er fasteignagjöldin, sem við greiðum að sjálfsögðu samviskusamlega, í samræmi við gildandi lög. Sveitarfélög eru ekki bara grannar okkar heldur koma einnig beint að því að veita leyfi fyrir uppbyggingu á starfsemi okkar. Það er því mjög mikilvægt að leikreglurnar séu skýrar og sanngjarnar. Landsvirkjun getur t.d. ekki tekið þátt í samstarfsverkefnum með sveitarfélögum nema verkefnin tengist beint uppbyggingu nýrra virkjana eða rekstri aflstöðvanna. Annað gæti vakið grunsemdir um hagsmunaárekstur og jafnvel efasemdir um heilindi. Margvíslegur ávinningur Ávinningur nærsamfélagsins af starfsemi okkar er margvíslegur og ekki bara talinn í krónum og aurum. Við höfum frá upphafi lagt samtals 646 km af vegum og grætt upp land sem jafngildir 33.400 fótboltavöllum. Við erum stofnandi og bakhjarl fjögurra samstarfsverkefna um orkuskipti og orkutengda nýsköpun þar sem við leggjum til 80 miljónir árlega á móti landshlutasamtökum sveitarfélaga á viðkomandi svæðum, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu og öðrum hagamunaaðilum. Þessum verkefnum, Eimi, Orkídeu, Bláma og Eygló, hefur vaxið hratt fiskur um hrygg. Við bjóðum upp á vel launuð sérfræðistörf á landsbyggðinni og sumarstöf fyrir ungmenni, auk þess sem starfsemi okkar skapar fjölda afleiddra starfa hjá þjónustuaðilum og viðskiptavinum okkar. Við leitum aldrei langt yfir skammt. Aðstæður eru vissulega misjafnar eftir starfssvæðum, en við náum að kaupa á bilinu 25-65% af vörum og þjónustu til daglegs rekstrar í nærsamfélaginu. Við tökum einnig þátt í fjölbreyttum samstarfsverkefnum með hagaðilum í nærsamfélagi og styrkjum málefni sem hafa jákvæð áhrif á íslenskt samfélag. Sem dæmi má nefna samstarf um bætt og öruggari fjarskipti, brunavarnir, bakkavarnir, rannsóknir og vöktun og við tökum á móti fróðleiksfúsum skólanemum. Við störfum líka með veiðifélögum að verkefnum sem miða að því bæta búsetuskilyrði laxfiska og viðhalda og styrkja náttúrulega stofna í ám á starfssvæðum okkar. Verðum áfram góður granni Hafa þarf í huga að Landsvirkjun er fyrirtæki í eigu allrar þjóðarinnar og því mikilvægt að samfélagsframlag okkar sé hafið yfir vafa, það sé í samræmi við lög og reglur ásamt því sem gæta þarf jafnræðis og gagnsæis. Við munum halda áfram að vera góður granni; skila ávinningi til samfélagsins og taka virkan þátt innan þeirra marka sem okkur eru sett. Við þekkjum það öll að góður granni er gulli betri. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun