Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar 22. nóvember 2024 11:47 Sem ráðherra nýsköpunar hef ég lagt sérstaka áherslu á að styðja við nýsköpun í heilbrigðisþjónustu. Ég, eins og raunar langflestir starfsmenn heilbrigðiskerfisins sem ég hef rætt við, er sannfærð um nauðsyn þess að ryðja braut nýrra strauma, hugsunar og aðferða í heilbrigðiskerfinu. Í heilbrigðiskerfinu starfar fólk sem setur velferð okkar í fyrsta sæti. Í þeim hópi leynast víða miklir frumkvöðlar með góðar og mikilvægar hugmyndir. Við þurfum að nýta nýjar lausnir til að létta á álagi og styðja betur við starfsumhverfi heilbrigðisstarfsfólks um leið og bætum þjónustu við sjúklinga, styttum biðlista og aukum hagkvæmni og skilvirkni kerfisins. Nýsköpun og nýting gervigreindar eru forsenda þess að okkur takist að nýta betur sameiginlega fjármuni sem renna til heilbrigðiskerfisins og um leið tryggja að sú mikla þekking og hæfileikar sem læknar, hjúkrunarfræðingar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn búa yfir, sé ekki sóað í skriffinnsku vegna gamaldags kerfis. Spennitreyja skriffinsku Ég hef litið á það sem skyldu mína að berjast fyrir því að heilbrigðisstarfsfólk verði leyst úr spennitreyju skriffinnsku sem um leið tryggir sjúklingum betri, öruggari og skjótari þjónustu. En kerfið leggur því miður stein í götu frumkvöðla og heilbrigðisstarfsmanna sem þróa nýjar lausnir – lausnir sem munu spara ómælda fjármuni og gjörbreyta starfsumhverfi heilbrigðisstarfsfólks til hins betra, draga úr álagi og gera þeim kleift að verja meiri tíma í að sinna sjúklingum. Við megum ekki vera hrædd við að nýta okkur tækni og hugvit við að mæta þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir sem samfélag. Ég hef átt fjölmörg samtöl við lækna og frumkvöðla á síðustu árum um nýsköpun. Áhuginn og þekkingin er svo sannarlega fyrir hendi. En oft er kerfið áhugalaust. Gagnrýnin beinist ekki síst að landlæknisembættinu og því hversu seint og flókið ferlið getur verið koma nýjum tæknilausnum í gegnum nálarauga kerfisins. Þeir sem starfa innan heilbrigðisgeirans hafa lýst því hvernig þróun og innleiðing tæknilausna, svo sem rafrænna sjúkraskráa eða annarra stafrænna lausna, taki óhóflega langan tíma vegna tregðu kerfisins. Þetta hefur haft þau áhrif að nýjungar sem geta bætt þjónustu við sjúklinga og einfaldað vinnu heilbrigðisstarfsfólks eru settar á bið, jafnvel svo árum skiptir. Ég vakti athygli á þessu í grein á Vísi fyrir nokkrum dögum m.a. í ljósi frétta af ágreiningi og málaferlum Landlæknis gegn nýsköpunarfyrirtækjum. Ekki í fyrsta skipti. Með hliðsjón af því að Samfylkingin teflir landlækni fram sem ráðherraefni í heilbrigðisráðuneytinu var illa undan því vikist að draga það fram í dagsljósið hve litla samleið landlæknir og nýsköpun hafa átt á síðustu árum. Í greininni benti ég á dæmi um hvernig kerfið hefur hreinlega beitt sér gegn nýsköpunarfyrirtækjum. Það þarf meira til Greinin vakti hörð viðbrögð meðal stuðningsmanna Samfylkingar og kerfisins. Það kom ekki á óvart. Gagnrýnin mín og ábendingar standa óhögguð. Aldrei var ég að mælast gegn því að nýsköpunarfyrirtækjum og nýjum lausnum séu settar skýrar leiðbeiningar, né að nýsköpun sé innleidd í blindni. En ég hef skilning á, að þeim svíði undan skrifum sem vilja verja Samfylkinguna og óbreytt ástand og vilji afvegaleiða umræðuna frá því sem ég var raunverulega að benda á og skiptir sköpum. Það skiptir okkur öll miklu að landlæknir ýti undir skapandi hugsun allra sem starfa innan heilbrigðiskerfisins alveg með sama hætti og heilbrigðisráðherra tryggi að framsæknar hugmyndir og nýjar lausnir fái að blómstra. Í stað þess að reisa hindranir gagnvart frumkvöðlum eiga yfirvöld heilbrigðismála að leggjast á árarnar með hugvitinu. Lausnin er ekki svo einföld að heimilislæknir á mann dugi til. Við vitum öll að það þarf meira til. Það er allt undir nú þegar þjóðin eldist og lífsstílssjúkdómar fara vaxandi að við getum tekið umræðu um lýðheilsu og heilsueflingu. Við eigum að efla og hjálpa einstaklingum að taka ábyrgð á sinni eigin heilsu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur í verki sýnt hve mikla áherslu hann leggur á nýsköpun á öllum sviðum samfélagsins – ekki síst í heilbrigðiskerfinu. Ég er og verð alltaf í liði með fólki og hugvitinu. Samfylkingin er í einhverju allt öðru liði. Höfundur er ráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Heilbrigðismál Nýsköpun Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Sem ráðherra nýsköpunar hef ég lagt sérstaka áherslu á að styðja við nýsköpun í heilbrigðisþjónustu. Ég, eins og raunar langflestir starfsmenn heilbrigðiskerfisins sem ég hef rætt við, er sannfærð um nauðsyn þess að ryðja braut nýrra strauma, hugsunar og aðferða í heilbrigðiskerfinu. Í heilbrigðiskerfinu starfar fólk sem setur velferð okkar í fyrsta sæti. Í þeim hópi leynast víða miklir frumkvöðlar með góðar og mikilvægar hugmyndir. Við þurfum að nýta nýjar lausnir til að létta á álagi og styðja betur við starfsumhverfi heilbrigðisstarfsfólks um leið og bætum þjónustu við sjúklinga, styttum biðlista og aukum hagkvæmni og skilvirkni kerfisins. Nýsköpun og nýting gervigreindar eru forsenda þess að okkur takist að nýta betur sameiginlega fjármuni sem renna til heilbrigðiskerfisins og um leið tryggja að sú mikla þekking og hæfileikar sem læknar, hjúkrunarfræðingar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn búa yfir, sé ekki sóað í skriffinnsku vegna gamaldags kerfis. Spennitreyja skriffinsku Ég hef litið á það sem skyldu mína að berjast fyrir því að heilbrigðisstarfsfólk verði leyst úr spennitreyju skriffinnsku sem um leið tryggir sjúklingum betri, öruggari og skjótari þjónustu. En kerfið leggur því miður stein í götu frumkvöðla og heilbrigðisstarfsmanna sem þróa nýjar lausnir – lausnir sem munu spara ómælda fjármuni og gjörbreyta starfsumhverfi heilbrigðisstarfsfólks til hins betra, draga úr álagi og gera þeim kleift að verja meiri tíma í að sinna sjúklingum. Við megum ekki vera hrædd við að nýta okkur tækni og hugvit við að mæta þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir sem samfélag. Ég hef átt fjölmörg samtöl við lækna og frumkvöðla á síðustu árum um nýsköpun. Áhuginn og þekkingin er svo sannarlega fyrir hendi. En oft er kerfið áhugalaust. Gagnrýnin beinist ekki síst að landlæknisembættinu og því hversu seint og flókið ferlið getur verið koma nýjum tæknilausnum í gegnum nálarauga kerfisins. Þeir sem starfa innan heilbrigðisgeirans hafa lýst því hvernig þróun og innleiðing tæknilausna, svo sem rafrænna sjúkraskráa eða annarra stafrænna lausna, taki óhóflega langan tíma vegna tregðu kerfisins. Þetta hefur haft þau áhrif að nýjungar sem geta bætt þjónustu við sjúklinga og einfaldað vinnu heilbrigðisstarfsfólks eru settar á bið, jafnvel svo árum skiptir. Ég vakti athygli á þessu í grein á Vísi fyrir nokkrum dögum m.a. í ljósi frétta af ágreiningi og málaferlum Landlæknis gegn nýsköpunarfyrirtækjum. Ekki í fyrsta skipti. Með hliðsjón af því að Samfylkingin teflir landlækni fram sem ráðherraefni í heilbrigðisráðuneytinu var illa undan því vikist að draga það fram í dagsljósið hve litla samleið landlæknir og nýsköpun hafa átt á síðustu árum. Í greininni benti ég á dæmi um hvernig kerfið hefur hreinlega beitt sér gegn nýsköpunarfyrirtækjum. Það þarf meira til Greinin vakti hörð viðbrögð meðal stuðningsmanna Samfylkingar og kerfisins. Það kom ekki á óvart. Gagnrýnin mín og ábendingar standa óhögguð. Aldrei var ég að mælast gegn því að nýsköpunarfyrirtækjum og nýjum lausnum séu settar skýrar leiðbeiningar, né að nýsköpun sé innleidd í blindni. En ég hef skilning á, að þeim svíði undan skrifum sem vilja verja Samfylkinguna og óbreytt ástand og vilji afvegaleiða umræðuna frá því sem ég var raunverulega að benda á og skiptir sköpum. Það skiptir okkur öll miklu að landlæknir ýti undir skapandi hugsun allra sem starfa innan heilbrigðiskerfisins alveg með sama hætti og heilbrigðisráðherra tryggi að framsæknar hugmyndir og nýjar lausnir fái að blómstra. Í stað þess að reisa hindranir gagnvart frumkvöðlum eiga yfirvöld heilbrigðismála að leggjast á árarnar með hugvitinu. Lausnin er ekki svo einföld að heimilislæknir á mann dugi til. Við vitum öll að það þarf meira til. Það er allt undir nú þegar þjóðin eldist og lífsstílssjúkdómar fara vaxandi að við getum tekið umræðu um lýðheilsu og heilsueflingu. Við eigum að efla og hjálpa einstaklingum að taka ábyrgð á sinni eigin heilsu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur í verki sýnt hve mikla áherslu hann leggur á nýsköpun á öllum sviðum samfélagsins – ekki síst í heilbrigðiskerfinu. Ég er og verð alltaf í liði með fólki og hugvitinu. Samfylkingin er í einhverju allt öðru liði. Höfundur er ráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun