Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar 22. nóvember 2024 16:17 Núna þegar veturinn er genginn í garð, sumar og haustannir að baki, kosningar og aðventa framundan, leitar margt á hugann. Í orðræðu daganna hafa meðal annars komið fram hugmyndir um að þeir sem starfa sjálfstætt, sjá sér og sínum farborða og vinna samfélagi sínu, landi og þjóð gagn án þess að vera launþegar, ættu að greiða meiri gjöld, meiri skatt en nú er. Svo er þessum pælingum velt fram og aftur, menn leitast við að útskýra sig frá eða að hugmyndinni en korninu hefur verið sáð. Því fræi að rétt sé að hafa horn í síðu þeirra sem ekki fá greitt fyrir vinnu sínu frá ríki, bæ, fyrirtæki eða stofnun sem launþegar samkvæmt samningi heldur starfa sjálfstætt. Það heggur í líðan fólks að kasta því í það, jafnvel af þeim sem bjóða sig fram til trúnaðarstarfa, að þú sért ekki að skila þínu. Að þín staða sé á einhvern hátt sviksöm og nú skuli ganga að þér, þú skulir gjalda meira, já meira. Í sveitum landsins og byggðakjörnum smærri og stærri er verulegu hluti fólks sjálfsætt starfandi. Sjálfstætt fólk sem viðheldur byggð um landið, sinnir því og skapar verðmæti á margvíslegan hátt. Í raun má segja að allir íslenskir bændur séu sjálfsætt starfandi, ýmist á eigin kennitölu eða með eigin rekstrarfélög. Þannig er það líka á landsbyggðinni með alla þá fjölmörgu verktaka og þjónustuaðila sem vinna verkin í sveitum landsins og þorpum. Sigga verktaka sem kemur og keyrir skít, dreifir þar með lífrænum áburði á íslenska jörð öllum til hagsbóta, Möggu bókhaldara, Grím snjómokstursmann, Bjössa á dekkjaverkstæðinu í næsta þorpi, Gvend sauðfjárbónda og Svönu kúabónda, bara svona til dæmis. Hvar værum við íslensk þjóð ef kraftur, framtak og frelsi einstaklingsins væri heft til verka, framtaks og verðmætasköpunar? Það sést glöggt í sveitum landsins og á landsbyggðinni allri að, frelsi sjálfstæðra einstaklinga og fjölskyldna er það sem skilar bestu lífsgæðunum, framförum og farsæld. Höfnum þeim sem hafa horn í síðu sjálfstæðs fólks, veljum þá sem vilja virða sjálfsákvörðunarrétt okkar, vinna gegn hamlandi regluverki, eins hóflega skatta og mögulegt er og vilja byggja velferð, framfarir og lífsgæði okkar á blómstrandi og fjölbreyttu atvinnulífi. Þá sem vilja skapa heilbrigt og hvetjandi umhverfi svo kraftar, hugvit og vilji sjálfstæðra einstaklinga um land allt fái notið sín og nýtist samfélaginu okkar til góðs. Hvert atkvæði greitt Sjálfstæðisflokknum nýtist þér og mér. Höfundur er sálfræðingur og skipar 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Suðurkjördæmi Skattar og tollar Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Sjúklingum er mismunað – Eftir hverju eru þau að bíða? Vilborg Gunnarsdóttir Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson Skoðun Þingmönnum ber að verja stjórnarskrána, ekki misvirða hana Arnar Þór Jónsson Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir Skoðun Af hverju ætti að verja okkur ef við endurgjöldum ekki greiðann? Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Skoðun Þingmönnum ber að verja stjórnarskrána, ekki misvirða hana Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Söguþráðurinn raknar Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Af hverju ætti að verja okkur ef við endurgjöldum ekki greiðann? Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Sjúklingum er mismunað – Eftir hverju eru þau að bíða? Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Erum við betri en ungmenni í að skilja þeirra eigin veruleika? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Réttlátari og skilvirkari úrlausnir fyrir réttarvörslukerfið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Samfélagsþjónusta á röngum forsendum Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Öryggi á Íslandi í breyttri heimsmynd Sigríður Björk Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Stækkum Skógarlund! Elsa María Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað eru strandveiðar? Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Veiðileyfagjaldið til þjóðarinnar - loksins Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Blikur á lofti í starfsemi Söngskóla Sigurðar Demetz Hallveig Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum Hildur Árnadóttir,Pétur Þ. Óskarsson skrifar Sjá meira
Núna þegar veturinn er genginn í garð, sumar og haustannir að baki, kosningar og aðventa framundan, leitar margt á hugann. Í orðræðu daganna hafa meðal annars komið fram hugmyndir um að þeir sem starfa sjálfstætt, sjá sér og sínum farborða og vinna samfélagi sínu, landi og þjóð gagn án þess að vera launþegar, ættu að greiða meiri gjöld, meiri skatt en nú er. Svo er þessum pælingum velt fram og aftur, menn leitast við að útskýra sig frá eða að hugmyndinni en korninu hefur verið sáð. Því fræi að rétt sé að hafa horn í síðu þeirra sem ekki fá greitt fyrir vinnu sínu frá ríki, bæ, fyrirtæki eða stofnun sem launþegar samkvæmt samningi heldur starfa sjálfstætt. Það heggur í líðan fólks að kasta því í það, jafnvel af þeim sem bjóða sig fram til trúnaðarstarfa, að þú sért ekki að skila þínu. Að þín staða sé á einhvern hátt sviksöm og nú skuli ganga að þér, þú skulir gjalda meira, já meira. Í sveitum landsins og byggðakjörnum smærri og stærri er verulegu hluti fólks sjálfsætt starfandi. Sjálfstætt fólk sem viðheldur byggð um landið, sinnir því og skapar verðmæti á margvíslegan hátt. Í raun má segja að allir íslenskir bændur séu sjálfsætt starfandi, ýmist á eigin kennitölu eða með eigin rekstrarfélög. Þannig er það líka á landsbyggðinni með alla þá fjölmörgu verktaka og þjónustuaðila sem vinna verkin í sveitum landsins og þorpum. Sigga verktaka sem kemur og keyrir skít, dreifir þar með lífrænum áburði á íslenska jörð öllum til hagsbóta, Möggu bókhaldara, Grím snjómokstursmann, Bjössa á dekkjaverkstæðinu í næsta þorpi, Gvend sauðfjárbónda og Svönu kúabónda, bara svona til dæmis. Hvar værum við íslensk þjóð ef kraftur, framtak og frelsi einstaklingsins væri heft til verka, framtaks og verðmætasköpunar? Það sést glöggt í sveitum landsins og á landsbyggðinni allri að, frelsi sjálfstæðra einstaklinga og fjölskyldna er það sem skilar bestu lífsgæðunum, framförum og farsæld. Höfnum þeim sem hafa horn í síðu sjálfstæðs fólks, veljum þá sem vilja virða sjálfsákvörðunarrétt okkar, vinna gegn hamlandi regluverki, eins hóflega skatta og mögulegt er og vilja byggja velferð, framfarir og lífsgæði okkar á blómstrandi og fjölbreyttu atvinnulífi. Þá sem vilja skapa heilbrigt og hvetjandi umhverfi svo kraftar, hugvit og vilji sjálfstæðra einstaklinga um land allt fái notið sín og nýtist samfélaginu okkar til góðs. Hvert atkvæði greitt Sjálfstæðisflokknum nýtist þér og mér. Höfundur er sálfræðingur og skipar 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson Skoðun
Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti að verja okkur ef við endurgjöldum ekki greiðann? Sigurður Loftur Thorlacius skrifar
Skoðun Réttlátari og skilvirkari úrlausnir fyrir réttarvörslukerfið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum Hildur Árnadóttir,Pétur Þ. Óskarsson skrifar
Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson Skoðun
Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun