Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar 22. nóvember 2024 16:45 Það er ómetanlegt að eiga leiðtoga í ríkisstjórn Íslands sem skilur mikilvægi ferðaþjónustunnar fyrir íslenskt samfélag sem og efnahag. Ferðamálastefna og aðgerðaáætlun til ársins 2030, sem byggir á víðtækri samvinnu við hagaðila, er einstakt dæmi um það hvernig opinber stefnumótun getur stuðlað að raunverulegum árangri og framþróun atvinnugreinar. Með því að hafa hlustað á sérfræðinga, fyrirtæki í greininni og samfélagið, hefur Lilja Alfreðsdóttir ferðamálaráðherra og hennar teymi skapað sameiginlega sýn sem miðar að því að efla og styrkja ferðaþjónustuna enn frekar bæði sem áframhaldandi burðarás í efnahag landsins, aukin lífsgæði fyrir heimamenn og sem mikilvægan þátt í sjálfbærri þróun greinarinnar. Ferðaþjónustan hefur alla burði að vera heilsárs atvinnugrein - um allt land! Á fundi á Egilsstöðum fyrr á árinu, þar sem ráðherra fór yfir hvernig ferðaþjónustan kom sterk inn sem mikilvæg gjaldeyrisskapandi atvinnugrein fljótlega eftir bankahrunið, kviknaði glampi í augum viðstaddra. Ástríða Lilju smitaði út frá sér og hvatti fólk til að skapa nýjar upplifanir, með þá trú að ferðaþjónustan geti orðið heilsárs atvinnugrein um allt land, allt árið um kring. Það sem gerir hana að einstökum ráðherra fyrir ferðaþjónustuna er sá skilningur sem hún hefur á þjóðhagslegu mikilvægi ferðaþjónustunnar, vilji til að vinna með hagaðilum og staðfesta að ná árangri. Nú síðast með að hrinda í framkvæmd brýnum aðgerðum í ferðamálastefnunni og þá sérstaklega 200 milljóna kr. fjárframlagi til neytendamarkaðssetningar og auknum stuðningi við áfangastaðastofurnar um allt land. Það skiptir gríðarlegu máli. Drifkraftur nýsköpunar og uppbyggingar á landsbyggðinni Ferðaþjónustan hefur stuðlað að mikilli nýsköpun og fjölbreytni í atvinnulífi um allt land sem bæði ferðamenn og heimafólk njóta góðs af. Á landsbyggðinni hafa brothættar byggðir öðlast nýtt líf með tilkomu ferðaþjónustunnar og því sem henni fylgir. Áskorunin er sem fyrr að gera greinina að heilsárs atvinnugrein víða á landsbyggðinni. Ég hef sjálf hef reynslu af árstíðarsveiflum í ferðaþjónustu en ég starfaði og bjó á Egilsstöðum í þrjú ár þar sem ég var framkvæmdastjóri Vök Baths og svo rekur sambýlismaður minn Hótel Breiðdalsvík fyrir austan. Fyrirtæki austan við Jökulsárlón og annars staðar á landinu þurfa mörg hver að loka hluta ársins vegna skorts á ferðamönnum og viðskiptum. Hjá Vök Baths fórum við úr þremur starfsmönnum á vakt á veturna upp í um ellefu á einu bretti, sem sýnir sveiflurnar sem greinin þarf að takast á við. Aðkoma stjórnvalda nauðsynleg til að stuðla að samkeppnishæfni og verðmætasköpun Staðreyndin er sú að ferðaþjónustan skilar meira en 155 milljörðum króna á ári í í skatta til samfélagsins. Það er ekki nóg að einn ráðherra skilji mikilvægi ferðaþjónustunnar. Stjórnmálamenn þurfa að átta sig á því að nauðsynlegt er að gæta að samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar og fjárfesta í uppbyggingu hennar. Hver króna sem ríkissjóður ver í ferðaþjónustu, eins og til dæmis til markaðssetningar, skilar sér margfalt til baka í formi gjaldeyris og skatttekna. Við verðum að vera með sambærilegt rekstrarumhverfi og í samkeppnislöndum og sjá til þess að það sé viðvarandi markaðssetning á Íslandi sem áfangastað til að laða að þá gesti sem við viljum að heimsæki okkur allt árið um kring. Við sem störfum í ferðaþjónustu erum þakklát fyrir þessa framtíðarsýn og hvetjum stjórnvöld til að framfylgja ferðamála stefnunni og aðgerðaáætlun hennar. Með því að veita nauðsynlegt fjármagn og stuðning getum við tryggt að ferðaþjónustan blómstri allt árið um kring, um allt land. Þessi grein er skrifuð með þakklæti til Lilju fyrir hennar framsýni og metnað í þágu ferðaþjónustunnar. Höfundur er með mikla ástríðu fyrir íslenskri ferðaþjónustu og hefur starfað í greininni um árabil. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Framsóknarflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Það er ómetanlegt að eiga leiðtoga í ríkisstjórn Íslands sem skilur mikilvægi ferðaþjónustunnar fyrir íslenskt samfélag sem og efnahag. Ferðamálastefna og aðgerðaáætlun til ársins 2030, sem byggir á víðtækri samvinnu við hagaðila, er einstakt dæmi um það hvernig opinber stefnumótun getur stuðlað að raunverulegum árangri og framþróun atvinnugreinar. Með því að hafa hlustað á sérfræðinga, fyrirtæki í greininni og samfélagið, hefur Lilja Alfreðsdóttir ferðamálaráðherra og hennar teymi skapað sameiginlega sýn sem miðar að því að efla og styrkja ferðaþjónustuna enn frekar bæði sem áframhaldandi burðarás í efnahag landsins, aukin lífsgæði fyrir heimamenn og sem mikilvægan þátt í sjálfbærri þróun greinarinnar. Ferðaþjónustan hefur alla burði að vera heilsárs atvinnugrein - um allt land! Á fundi á Egilsstöðum fyrr á árinu, þar sem ráðherra fór yfir hvernig ferðaþjónustan kom sterk inn sem mikilvæg gjaldeyrisskapandi atvinnugrein fljótlega eftir bankahrunið, kviknaði glampi í augum viðstaddra. Ástríða Lilju smitaði út frá sér og hvatti fólk til að skapa nýjar upplifanir, með þá trú að ferðaþjónustan geti orðið heilsárs atvinnugrein um allt land, allt árið um kring. Það sem gerir hana að einstökum ráðherra fyrir ferðaþjónustuna er sá skilningur sem hún hefur á þjóðhagslegu mikilvægi ferðaþjónustunnar, vilji til að vinna með hagaðilum og staðfesta að ná árangri. Nú síðast með að hrinda í framkvæmd brýnum aðgerðum í ferðamálastefnunni og þá sérstaklega 200 milljóna kr. fjárframlagi til neytendamarkaðssetningar og auknum stuðningi við áfangastaðastofurnar um allt land. Það skiptir gríðarlegu máli. Drifkraftur nýsköpunar og uppbyggingar á landsbyggðinni Ferðaþjónustan hefur stuðlað að mikilli nýsköpun og fjölbreytni í atvinnulífi um allt land sem bæði ferðamenn og heimafólk njóta góðs af. Á landsbyggðinni hafa brothættar byggðir öðlast nýtt líf með tilkomu ferðaþjónustunnar og því sem henni fylgir. Áskorunin er sem fyrr að gera greinina að heilsárs atvinnugrein víða á landsbyggðinni. Ég hef sjálf hef reynslu af árstíðarsveiflum í ferðaþjónustu en ég starfaði og bjó á Egilsstöðum í þrjú ár þar sem ég var framkvæmdastjóri Vök Baths og svo rekur sambýlismaður minn Hótel Breiðdalsvík fyrir austan. Fyrirtæki austan við Jökulsárlón og annars staðar á landinu þurfa mörg hver að loka hluta ársins vegna skorts á ferðamönnum og viðskiptum. Hjá Vök Baths fórum við úr þremur starfsmönnum á vakt á veturna upp í um ellefu á einu bretti, sem sýnir sveiflurnar sem greinin þarf að takast á við. Aðkoma stjórnvalda nauðsynleg til að stuðla að samkeppnishæfni og verðmætasköpun Staðreyndin er sú að ferðaþjónustan skilar meira en 155 milljörðum króna á ári í í skatta til samfélagsins. Það er ekki nóg að einn ráðherra skilji mikilvægi ferðaþjónustunnar. Stjórnmálamenn þurfa að átta sig á því að nauðsynlegt er að gæta að samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar og fjárfesta í uppbyggingu hennar. Hver króna sem ríkissjóður ver í ferðaþjónustu, eins og til dæmis til markaðssetningar, skilar sér margfalt til baka í formi gjaldeyris og skatttekna. Við verðum að vera með sambærilegt rekstrarumhverfi og í samkeppnislöndum og sjá til þess að það sé viðvarandi markaðssetning á Íslandi sem áfangastað til að laða að þá gesti sem við viljum að heimsæki okkur allt árið um kring. Við sem störfum í ferðaþjónustu erum þakklát fyrir þessa framtíðarsýn og hvetjum stjórnvöld til að framfylgja ferðamála stefnunni og aðgerðaáætlun hennar. Með því að veita nauðsynlegt fjármagn og stuðning getum við tryggt að ferðaþjónustan blómstri allt árið um kring, um allt land. Þessi grein er skrifuð með þakklæti til Lilju fyrir hennar framsýni og metnað í þágu ferðaþjónustunnar. Höfundur er með mikla ástríðu fyrir íslenskri ferðaþjónustu og hefur starfað í greininni um árabil.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun