Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar 22. nóvember 2024 18:45 Geðhelbrigði ungra landsmanna hefur verið mikið í umræðunni í þessari kosningabaráttu sem nú er í hámarki og lýkur næstu helgi er Íslendingar ganga að kjörborðinu þann 30. nóvember næstkomandi. Sumir tala um mikilvægi þess að stytta biðlistana til geðlækna, niðurgreiða sálfræðikostnað og auka aðgengið að þjónustunni. Það er ein nálgun. Það sem þessir flokkar láta ósagt er að þessi leið er til þess fallin að Íslendingar haldi áfram að bæta heimsmet sín í lyfjavæðingu barnanna okkar. Það er nánast ekkert talað um að fara í rót vandans. Af hverju eru börnin okkar vansæl? Hvers vegna eru þau svona kvíðin? Hvað veldur þessari depurð? Umdeildar kenningar kenndar sem staðreyndir Í skólum landsins er börnum talin sú trú um að heimurinn sé að farast vegna loftslagsbreytinga. Sumir stjórnmálaflokkar hafa t.d. sagt með beinum orðum að heimurinn sé að farast ef ekki verði gripið til aðgerða strax. Það er sífellt verið að ala á þessum ótta á vettvangi alþjóðastofnanna og stjórnmálamenn hafa svo verið duglegir að lepja þetta upp og dreifa þessum áróðri inní skóla íslenskra barna – barna þjóðar sem er framúrskarandi í nýtingu sjálfbærra orkuauðlinda! Kvenfrelsiskörungar VG, Pírata og Viðreisnar halda svo að almenningi að aðrir flokkar vilji „skerða yfirráðarétt kvenna yfir eigin líkama“ fyrir þær sakir einar að andmæla því að leyfilegt sé að drepa jafnvel fullburða börn í móðurkviði. Þessir flokkar telja það kvenfrelsismál. Á sama tíma vilja stjórnmálamenn þessara flokka ekki svara einfaldri spurningu um hvað „kona“ sé! Þeir dansa í kringum spurninguna eins og köttur í kringum heitan graut! Ef þeir eru tilbúnir að segja ósatt um hvað kona er eða hversu mörg kyn mannfólks eru, hverju öðru eru þeir þá tilbúnir að ljúga að okkur? Svo er börnum sagt að þau geti fæðst í röngum líkama, og að þau „þurfa ekki að ákveða strax hvaða kyn þau séu“? Ég hef á vettvangi samtakanna sem ég hef verið í forsvari fyrir undanfarin ár fengið að heyra frá fjölda foreldra sem hefur þurft að róa andvaka börn sín vegna kvíða tengdum innrætingu umdeildra kenninga þröngs hóps hugmyndafræðinga í barnaskólum. „Núna nýlega sagði sonur minn að kennarinn hafi sagt honum að hann ætti eftir að ákveða hvort hann væri stelpa eða strákur. Hvort sem kennarinn sagði að það væri valkvætt eða ekki, þá hafði hann gengið um með þann kvíða í maganum að hann ætti eftir að ákveða þetta í margar vikur áður en ég áttaði mig á þessu og gat leiðrétt þessi rangindi“. Þetta er aðeins brot úr einni frásögn af mörgum sem hefur borist mér frá foreldrum barna víðsvegar af á landinu. Þetta er ekki aðeins bundið við höfuðborgarsvæðið, því það breytir engu hvort sem við erum að ræða Kópavog, Breiðdalsvík eða Raufarhöfn, þá er þessu haldið að börnum sem um staðreyndir séu að ræða. Birtingarmynd eineltis hefur einnig breyst á síðasta áratug með snjalltækjavæðingu barna. Hérna áður fyrr átti eineltið sér stað innan veggja skólans eða á skólalóð, en þegar börnin lokuðu að sér dyrunum er heim var komið, þá hætti áreitið og þau komin í skjól. Í dag heldur eineltið áfram – stafrænt í símanum og ekki eins auðvelt að komast í skjól eins og áður. Þetta eru bara örfá dæmi um rót vandans sem við erum að glíma við. Spurningin er sú; hvort við ætlum að ræða rót vandans, eða halda áfram að búa til fleiri þjónustuþega á geðheilbrigðissviði? Höfundur er oddviti Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Geðhelbrigði ungra landsmanna hefur verið mikið í umræðunni í þessari kosningabaráttu sem nú er í hámarki og lýkur næstu helgi er Íslendingar ganga að kjörborðinu þann 30. nóvember næstkomandi. Sumir tala um mikilvægi þess að stytta biðlistana til geðlækna, niðurgreiða sálfræðikostnað og auka aðgengið að þjónustunni. Það er ein nálgun. Það sem þessir flokkar láta ósagt er að þessi leið er til þess fallin að Íslendingar haldi áfram að bæta heimsmet sín í lyfjavæðingu barnanna okkar. Það er nánast ekkert talað um að fara í rót vandans. Af hverju eru börnin okkar vansæl? Hvers vegna eru þau svona kvíðin? Hvað veldur þessari depurð? Umdeildar kenningar kenndar sem staðreyndir Í skólum landsins er börnum talin sú trú um að heimurinn sé að farast vegna loftslagsbreytinga. Sumir stjórnmálaflokkar hafa t.d. sagt með beinum orðum að heimurinn sé að farast ef ekki verði gripið til aðgerða strax. Það er sífellt verið að ala á þessum ótta á vettvangi alþjóðastofnanna og stjórnmálamenn hafa svo verið duglegir að lepja þetta upp og dreifa þessum áróðri inní skóla íslenskra barna – barna þjóðar sem er framúrskarandi í nýtingu sjálfbærra orkuauðlinda! Kvenfrelsiskörungar VG, Pírata og Viðreisnar halda svo að almenningi að aðrir flokkar vilji „skerða yfirráðarétt kvenna yfir eigin líkama“ fyrir þær sakir einar að andmæla því að leyfilegt sé að drepa jafnvel fullburða börn í móðurkviði. Þessir flokkar telja það kvenfrelsismál. Á sama tíma vilja stjórnmálamenn þessara flokka ekki svara einfaldri spurningu um hvað „kona“ sé! Þeir dansa í kringum spurninguna eins og köttur í kringum heitan graut! Ef þeir eru tilbúnir að segja ósatt um hvað kona er eða hversu mörg kyn mannfólks eru, hverju öðru eru þeir þá tilbúnir að ljúga að okkur? Svo er börnum sagt að þau geti fæðst í röngum líkama, og að þau „þurfa ekki að ákveða strax hvaða kyn þau séu“? Ég hef á vettvangi samtakanna sem ég hef verið í forsvari fyrir undanfarin ár fengið að heyra frá fjölda foreldra sem hefur þurft að róa andvaka börn sín vegna kvíða tengdum innrætingu umdeildra kenninga þröngs hóps hugmyndafræðinga í barnaskólum. „Núna nýlega sagði sonur minn að kennarinn hafi sagt honum að hann ætti eftir að ákveða hvort hann væri stelpa eða strákur. Hvort sem kennarinn sagði að það væri valkvætt eða ekki, þá hafði hann gengið um með þann kvíða í maganum að hann ætti eftir að ákveða þetta í margar vikur áður en ég áttaði mig á þessu og gat leiðrétt þessi rangindi“. Þetta er aðeins brot úr einni frásögn af mörgum sem hefur borist mér frá foreldrum barna víðsvegar af á landinu. Þetta er ekki aðeins bundið við höfuðborgarsvæðið, því það breytir engu hvort sem við erum að ræða Kópavog, Breiðdalsvík eða Raufarhöfn, þá er þessu haldið að börnum sem um staðreyndir séu að ræða. Birtingarmynd eineltis hefur einnig breyst á síðasta áratug með snjalltækjavæðingu barna. Hérna áður fyrr átti eineltið sér stað innan veggja skólans eða á skólalóð, en þegar börnin lokuðu að sér dyrunum er heim var komið, þá hætti áreitið og þau komin í skjól. Í dag heldur eineltið áfram – stafrænt í símanum og ekki eins auðvelt að komast í skjól eins og áður. Þetta eru bara örfá dæmi um rót vandans sem við erum að glíma við. Spurningin er sú; hvort við ætlum að ræða rót vandans, eða halda áfram að búa til fleiri þjónustuþega á geðheilbrigðissviði? Höfundur er oddviti Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun