Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar 25. nóvember 2024 06:02 Síðustu daga hefur verið býsna kalt á Íslandi. Fólk vaknaði og þurfti að skafa af bílnum og hafði væntanlega miðstöðina á fullu á leiðinni í vinnu eða skóla í baráttunni við kuldann. Þetta er auðvitað ekkert nýtt og það er kannski óraunhæft að ætlast til þess að næsta ríkisstjórn nái fullri stjórn á veðrinu. Við í Viðreisn ætlum okkur hins vegar að ná stjórn á fjölmörgu öðru og þannig tryggja að ungt fólk sjái hag sinn í að búa á Íslandi. Á síðasta ári fluttu nefnilega 3.025 íslenskir ríkisborgarar, 18 til 35 ára gamlir, frá landi. Ég efast um að það hafi verið eingöngu vegna veðurs. Það er allt svo dýrt hérna Langvarandi verðbólga og hátt vaxtastig eru ein helsta ástæðan fyrir því að ungt fólk flytur frá landi. Ef þú getur ekki keypt þér eða leigt íbúð í heimalandinu leitarðu eðlilega á önnur mið. Fæstir vilja búa í foreldrahúsum fram á fimmtugsaldur, og margir eiga einfaldlega ekki kost á að búa hjá foreldrum sínum. Við í Viðreisn leggjum höfuðáherslu á að lækka vexti og minnka verðbólgu. Hér þurfa stjórnvöld að axla ábyrgð og ná jafnvægi í ríkisfjármálunum. Það gengur ekki lengur að reka ríkissjóð á yfirdrætti og greiða milljarða á milljarða ofan í vexti af skuldum ríkisins. Gert er ráð fyrir nærri 60 milljarða króna halla á fjárlögum næsta árs. Þetta eru 60 milljarðar króna sem ríkið ætlar að eyða en á ekki. Í verðbólguumræðunni síðustu ár hefur reglulega verið hvatt til færri ferða til Tenerife. Ímyndið ykkur hvað þið gætuð farið oft til Tene fyrir 60 milljarða. Við í Viðreisn ætlum ekki bara að rétta af ríkisreksturinn til að ná böndum á vexti og verðbólgu. Við munum einnig losa ríkisjarðir fyrir húsnæðisuppbyggingu, en þannig má byggja um 3.000 nýjar íbúðir. En við þurfum líka að breyta mörgu öðru. Ég ætla samt ekki að láta freistast til að fara í smáatriðum yfir það sem við viljum breyta og bæta varðandi geðheilbrigðismál, biðlista barna, aðgengi að menntun, Menntasjóð námsmanna, fæðingarorlof og margt fleira. Annars næðir þú ekki að klára að lesa greinina fyrr en eftir kosningar. Lífvænlegt Ísland Sjálfri langar mig ekki að flytja úr landi, jafnvel þótt mér hafi verið ískalt í morgun. Ég vil þvert á móti leggja mitt af mörkum til þess að gera fólki kleift að búa áfram á Íslandi. Einmitt það viljum við í Viðreisn gera. Við munum standa vörð um hagsmuni ungs fólks (á öllum aldri) svo fólk geti unnið hér og stundað nám, keypt sér eða leigt húsnæði á eðlilegu verði, eignast börn og sótt þá þjónustu sem það þarf. Setjum X við C í kjörkassanum 30. nóvember, já eða fyrr ef þið viljið kjósa utan kjörfundar. Höfundur er barnasálfræðingur og varaþingmaður Viðreisnar og situr í 4. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar Skoðun Réttlætismál fyrir eldri borgara Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Skoðun Lækkum álögur á fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar Skoðun Kjósum breytingar – Kjósum Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Þreyttur á vók? Símon Vestarr skrifar Skoðun Áskorun í minnkandi heimi Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Sjá meira
Síðustu daga hefur verið býsna kalt á Íslandi. Fólk vaknaði og þurfti að skafa af bílnum og hafði væntanlega miðstöðina á fullu á leiðinni í vinnu eða skóla í baráttunni við kuldann. Þetta er auðvitað ekkert nýtt og það er kannski óraunhæft að ætlast til þess að næsta ríkisstjórn nái fullri stjórn á veðrinu. Við í Viðreisn ætlum okkur hins vegar að ná stjórn á fjölmörgu öðru og þannig tryggja að ungt fólk sjái hag sinn í að búa á Íslandi. Á síðasta ári fluttu nefnilega 3.025 íslenskir ríkisborgarar, 18 til 35 ára gamlir, frá landi. Ég efast um að það hafi verið eingöngu vegna veðurs. Það er allt svo dýrt hérna Langvarandi verðbólga og hátt vaxtastig eru ein helsta ástæðan fyrir því að ungt fólk flytur frá landi. Ef þú getur ekki keypt þér eða leigt íbúð í heimalandinu leitarðu eðlilega á önnur mið. Fæstir vilja búa í foreldrahúsum fram á fimmtugsaldur, og margir eiga einfaldlega ekki kost á að búa hjá foreldrum sínum. Við í Viðreisn leggjum höfuðáherslu á að lækka vexti og minnka verðbólgu. Hér þurfa stjórnvöld að axla ábyrgð og ná jafnvægi í ríkisfjármálunum. Það gengur ekki lengur að reka ríkissjóð á yfirdrætti og greiða milljarða á milljarða ofan í vexti af skuldum ríkisins. Gert er ráð fyrir nærri 60 milljarða króna halla á fjárlögum næsta árs. Þetta eru 60 milljarðar króna sem ríkið ætlar að eyða en á ekki. Í verðbólguumræðunni síðustu ár hefur reglulega verið hvatt til færri ferða til Tenerife. Ímyndið ykkur hvað þið gætuð farið oft til Tene fyrir 60 milljarða. Við í Viðreisn ætlum ekki bara að rétta af ríkisreksturinn til að ná böndum á vexti og verðbólgu. Við munum einnig losa ríkisjarðir fyrir húsnæðisuppbyggingu, en þannig má byggja um 3.000 nýjar íbúðir. En við þurfum líka að breyta mörgu öðru. Ég ætla samt ekki að láta freistast til að fara í smáatriðum yfir það sem við viljum breyta og bæta varðandi geðheilbrigðismál, biðlista barna, aðgengi að menntun, Menntasjóð námsmanna, fæðingarorlof og margt fleira. Annars næðir þú ekki að klára að lesa greinina fyrr en eftir kosningar. Lífvænlegt Ísland Sjálfri langar mig ekki að flytja úr landi, jafnvel þótt mér hafi verið ískalt í morgun. Ég vil þvert á móti leggja mitt af mörkum til þess að gera fólki kleift að búa áfram á Íslandi. Einmitt það viljum við í Viðreisn gera. Við munum standa vörð um hagsmuni ungs fólks (á öllum aldri) svo fólk geti unnið hér og stundað nám, keypt sér eða leigt húsnæði á eðlilegu verði, eignast börn og sótt þá þjónustu sem það þarf. Setjum X við C í kjörkassanum 30. nóvember, já eða fyrr ef þið viljið kjósa utan kjörfundar. Höfundur er barnasálfræðingur og varaþingmaður Viðreisnar og situr í 4. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun