Parið greindi frá komu drengsins í sameiginlegri færslu á Instagram. Ísak og Karítas byrjuðu byrjuðu að stinga saman nefjum á síðasta ári og er óhætt að segja að lífið leiki við þau.
„Elsku litli prinsinn okkar kom í heiminn í bráðakeisara 16.11. Við erum yfir okkur ástfangin og öllum heilsast vel,“ skrifar parið og deilir myndum af frumburðinum.