Um er að ræða 128 fermetra íbúð í nýlegu fjölbýlishúsi sem var byggt árið 2017. Þess má geta að Álalind var valin gata ársins í Kópavogi árið 2022.
Eignin skiptist í anddyri, alrými með samliggjandi stofu, borðstofu og eldhúsi, þrjú svefnherbergi og baðherbergi. Úr alrými er útgengt á rúmlega 22 fermetra suðursvalir.
Svartur og hvítur er ráðandi á heimili hjónanna sem er innréttað á mínimalískan máta.
Nánári upplýsingar á fasteignavef Vísis.





Þriggja daga draumur
Tara Sif og Elfar Elí héldu eftirminnilega draumkennt brúðkaup á Ítalíu þann 11. ágúst í fyrra. Brúðkaupið fór fram í smábænum Castel Gandolfo og stóð yfir í þrjá daga.
Hjónin trúlofaði sig í ársbyrjun 2022. Elfar bauð Töru í óvænt þyrluflug sem endaði með bónorði á toppi Kistufells á Esjunni við sólsetrið, gerist varla rómantískara. Fimm mánuðum síðar giftu þau sig í Las Vegas þar sem þau voru stödd með vinafólki.