Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Árni Sæberg skrifar 25. nóvember 2024 13:32 Sara Þöll Finnbogadóttir er í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins. LUF Sara Þöll Finnbogadóttir hefur hlotið kjör í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins (e. European Youth Forum — YFJ), fyrst Íslendinga. YFJ eru stærstu regnhlífasamtök alþjóðlegra frjálsra félagasamtaka og landssambanda ungmennafélaga í Evrópu sem vinna að hagsmunum og réttindum ungs fólks. Sara var kjörin á aðalþingi samtakanna í Gent í Belgíu þann 22. nóvember. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að Sara Þöll sé tilvonandi doktorsnemi í stjórnmálafræði og hafi nýverið lokið meistaragráðu frá University of Michigan í Ann Arbor í Bandaríkjunum í kannana- og gagnavísindum, þar sem hún hlaut Fulbright styrk. Áður hafi hún starfað sem aðstoðarmaður við rannsóknir fyrir Íslensku kosningarannsóknina og sem varaforseti og lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands 2020-2022, í umboði Röskvu. Sara sitji í stjórn félags íslenskra stjórnmálafræðinga. „Þetta er stór áfangi fyrir ungt fólk á Íslandi, að geta tekið þátt og haft veruleg áhrif á réttinda- og hagsmunabaráttu ungs fólks í Evrópu og í öllum heiminum. Ég er þakklát aðildarfélögum YFJ fyrir að veita mér umboð og hlakka til að taka sæti í stjórn samtakanna, þar sem ég mun vinna að hagsmunamálum ungs fólks með öðrum stjórnarmeðlimum, sem öll eru í fremstu röð á sínu sviði í Evrópu,“ er haft eftir Söru Þöll. Hefur tileinkað sig hagsmunabaráttu í fjölda ára Hún hafi tileinkað mörg ár af lífi sínu hagsmunabaráttu ungs fólks og þá sérstaklega stúdentabaráttunni á Íslandi fyrir Stúdentaráð Háskóla Íslands og Samband íslenskra framhaldsskólanema. „Í störfum mínum á þessum vettvangi hef ég lagt mesta áherslu á þátttöku ungs fólks í stjórnmálum og stefnumótun, sem og lýðræðislegri þátttöku. Mér þykir einkar mikilvægt að stuðla að alþjóðlegu samstarfi milli ungs fólks og ég hlakka því mikið til að láta til mín taka á alþjóðlegum vettvangi.“ Stolt af öflugum fulltrúa Landssamband ungmennafélaga á Íslandi (LUF), sem Sara hafi verið tilnefnd af, sé eitt af yfir hundrað aðildarfélögum Evrópska ungmennavettvangsins. LUF séu regnhlífarsamtök fyrir félagasamtök ungs fólks á Íslandi og þverpólitískur samstarfs- og samráðsvettvangur. Þá sé LUF málsvari ungs fólks gagnvart íslenskum stjórnvöldum og hinum ýmsu alþjóðastofnunum. Sara hafi gengt embætti alþjóðafulltrúa í stjórn LUF á árunum 2019-2022. „Sara Þöll hefur í hvívetna beitt sér fyrir hagsmuna- og réttindabaráttu ungs fólks. Hún hefur meðal annars fjallað um lýðræðisþátttöku ungs fólks á Íslandi í nýútgefnum Lýðræðisvita og skrifað um skuggakosningar í framhaldsskólum á Íslandi sem fara fram undir merkjum #égkýs. Stjórn LUF er stolt af því að eiga svona öflugan fulltrúa í stjórn YFJ og hlakkar til að fylgjast með störfum hennar í þágu ungs fólks á komandi árum,“ er haft eftir Sylvíu Martinsdóttur, forseta LUF. Félagasamtök Belgía Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að Sara Þöll sé tilvonandi doktorsnemi í stjórnmálafræði og hafi nýverið lokið meistaragráðu frá University of Michigan í Ann Arbor í Bandaríkjunum í kannana- og gagnavísindum, þar sem hún hlaut Fulbright styrk. Áður hafi hún starfað sem aðstoðarmaður við rannsóknir fyrir Íslensku kosningarannsóknina og sem varaforseti og lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands 2020-2022, í umboði Röskvu. Sara sitji í stjórn félags íslenskra stjórnmálafræðinga. „Þetta er stór áfangi fyrir ungt fólk á Íslandi, að geta tekið þátt og haft veruleg áhrif á réttinda- og hagsmunabaráttu ungs fólks í Evrópu og í öllum heiminum. Ég er þakklát aðildarfélögum YFJ fyrir að veita mér umboð og hlakka til að taka sæti í stjórn samtakanna, þar sem ég mun vinna að hagsmunamálum ungs fólks með öðrum stjórnarmeðlimum, sem öll eru í fremstu röð á sínu sviði í Evrópu,“ er haft eftir Söru Þöll. Hefur tileinkað sig hagsmunabaráttu í fjölda ára Hún hafi tileinkað mörg ár af lífi sínu hagsmunabaráttu ungs fólks og þá sérstaklega stúdentabaráttunni á Íslandi fyrir Stúdentaráð Háskóla Íslands og Samband íslenskra framhaldsskólanema. „Í störfum mínum á þessum vettvangi hef ég lagt mesta áherslu á þátttöku ungs fólks í stjórnmálum og stefnumótun, sem og lýðræðislegri þátttöku. Mér þykir einkar mikilvægt að stuðla að alþjóðlegu samstarfi milli ungs fólks og ég hlakka því mikið til að láta til mín taka á alþjóðlegum vettvangi.“ Stolt af öflugum fulltrúa Landssamband ungmennafélaga á Íslandi (LUF), sem Sara hafi verið tilnefnd af, sé eitt af yfir hundrað aðildarfélögum Evrópska ungmennavettvangsins. LUF séu regnhlífarsamtök fyrir félagasamtök ungs fólks á Íslandi og þverpólitískur samstarfs- og samráðsvettvangur. Þá sé LUF málsvari ungs fólks gagnvart íslenskum stjórnvöldum og hinum ýmsu alþjóðastofnunum. Sara hafi gengt embætti alþjóðafulltrúa í stjórn LUF á árunum 2019-2022. „Sara Þöll hefur í hvívetna beitt sér fyrir hagsmuna- og réttindabaráttu ungs fólks. Hún hefur meðal annars fjallað um lýðræðisþátttöku ungs fólks á Íslandi í nýútgefnum Lýðræðisvita og skrifað um skuggakosningar í framhaldsskólum á Íslandi sem fara fram undir merkjum #égkýs. Stjórn LUF er stolt af því að eiga svona öflugan fulltrúa í stjórn YFJ og hlakkar til að fylgjast með störfum hennar í þágu ungs fólks á komandi árum,“ er haft eftir Sylvíu Martinsdóttur, forseta LUF.
Félagasamtök Belgía Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Sjá meira