Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar 26. nóvember 2024 07:22 Evrópudagur sjúkraliða er í dag en hann er tilefni til að heiðra og viðurkenna mikilvægt framlag sjúkraliða um allan heim. Á þessum degi er kastljósinu beint að ómetanlegu starfi sjúkraliða við að veita umönnun, hjúkrun og stuðning við landsmenn alla. EPN samtök sjúkraliða (The European Council of Practical Nurses) eru evrópsk samtök sem vinna að því að efla faglega þróun sjúkraliða og stuðla að auknu samstarfi milli landa. EPN leggur áherslu á að deila þekkingu, reynslu og bestu starfsvenjum til að styrkja stöðu sjúkraliða og bæta gæði heilbrigðisþjónustu á alþjóðavísu. Stjórnvöld standa frammi fyrir mikilvægum áskorunum í heilbrigðiskerfinu. Fyrst ber að nefna þörfina á að bæta mönnun til að mæta vaxandi eftirspurn eftir heilbrigðisþjónustu, sérstaklega í ljósi öldrunar þjóðarinnar. Aukinn fjöldi eldri borgara kallar á fleiri hæfa sjúkraliða til að tryggja góða umönnun og stuðning. Í aðdraganda alþingiskosninga er mikilvægt að stjórnmálamenn hafi það í huga. Innleiðing nýrrar tækni er hins vegar einnig lykilatriði. Með því að nýta tæknilausnir má auka skilvirkni, bæta upplýsingaflæði og létta á vinnuálagi sjúkraliða. Tækni eins og fjarheilbrigðisþjónusta og sjálfvirkni í verkferlum geta stuðlað að betri þjónustu og auknu öryggi sjúklinga. Heilbrigðisþjónusta er grunnstoð í hverju samfélagi en að líta á heilbrigðisþjónustu sem mannréttindi undirstrikar skyldu stjórnvalda til að tryggja jafnan aðgang að gæðameðferð fyrir alla. Sjúkraliðar gegna lykilhlutverki í þessu samhengi, þar sem þeir veita ómetanlega umönnun og hjúkrun sem hefur bein áhrif á heilsu og vellíðan landsmanna. Það er því brýnt að stjórnvöld taki á þessum áskorunum með markvissum aðgerðum. Með því að fjárfesta í mönnun, menntun og tækni geta þau styrkt heilbrigðiskerfið og tryggt að sjúkraliðar hafi þau úrræði sem þarf til að veita fyrsta flokks þjónustu. Aðeins þannig getum við staðið vörð um heilsu og vellíðan samfélagsins í heild. Á þessum Evrópudegi sjúkraliða vil ég þakka sjúkraliðum vinnuframlagið, ósérhlífni við að sinna þeim veiku ásamt þeirri faglegu samvinnu við aðrar heilbrigðisstéttir. Ég er stolt af því að eiga hlutdeild með sjúkraliðum, þessari öflugu fagstétt, og óska ég þeim innilega til hamingju með EPN daginn. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Mest lesið Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Evrópudagur sjúkraliða er í dag en hann er tilefni til að heiðra og viðurkenna mikilvægt framlag sjúkraliða um allan heim. Á þessum degi er kastljósinu beint að ómetanlegu starfi sjúkraliða við að veita umönnun, hjúkrun og stuðning við landsmenn alla. EPN samtök sjúkraliða (The European Council of Practical Nurses) eru evrópsk samtök sem vinna að því að efla faglega þróun sjúkraliða og stuðla að auknu samstarfi milli landa. EPN leggur áherslu á að deila þekkingu, reynslu og bestu starfsvenjum til að styrkja stöðu sjúkraliða og bæta gæði heilbrigðisþjónustu á alþjóðavísu. Stjórnvöld standa frammi fyrir mikilvægum áskorunum í heilbrigðiskerfinu. Fyrst ber að nefna þörfina á að bæta mönnun til að mæta vaxandi eftirspurn eftir heilbrigðisþjónustu, sérstaklega í ljósi öldrunar þjóðarinnar. Aukinn fjöldi eldri borgara kallar á fleiri hæfa sjúkraliða til að tryggja góða umönnun og stuðning. Í aðdraganda alþingiskosninga er mikilvægt að stjórnmálamenn hafi það í huga. Innleiðing nýrrar tækni er hins vegar einnig lykilatriði. Með því að nýta tæknilausnir má auka skilvirkni, bæta upplýsingaflæði og létta á vinnuálagi sjúkraliða. Tækni eins og fjarheilbrigðisþjónusta og sjálfvirkni í verkferlum geta stuðlað að betri þjónustu og auknu öryggi sjúklinga. Heilbrigðisþjónusta er grunnstoð í hverju samfélagi en að líta á heilbrigðisþjónustu sem mannréttindi undirstrikar skyldu stjórnvalda til að tryggja jafnan aðgang að gæðameðferð fyrir alla. Sjúkraliðar gegna lykilhlutverki í þessu samhengi, þar sem þeir veita ómetanlega umönnun og hjúkrun sem hefur bein áhrif á heilsu og vellíðan landsmanna. Það er því brýnt að stjórnvöld taki á þessum áskorunum með markvissum aðgerðum. Með því að fjárfesta í mönnun, menntun og tækni geta þau styrkt heilbrigðiskerfið og tryggt að sjúkraliðar hafi þau úrræði sem þarf til að veita fyrsta flokks þjónustu. Aðeins þannig getum við staðið vörð um heilsu og vellíðan samfélagsins í heild. Á þessum Evrópudegi sjúkraliða vil ég þakka sjúkraliðum vinnuframlagið, ósérhlífni við að sinna þeim veiku ásamt þeirri faglegu samvinnu við aðrar heilbrigðisstéttir. Ég er stolt af því að eiga hlutdeild með sjúkraliðum, þessari öflugu fagstétt, og óska ég þeim innilega til hamingju með EPN daginn. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun