Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar 25. nóvember 2024 16:40 Nýlega varð 9 bókstafa orðskrípi óvænt fleiri-hundruð-og-fimmtíu-milljón króna virði. Ákveðið stórfyrirtæki vildi eignast orðið fyrir slikk en fékk ekki. Fram að þessu hafði enginn sýnt þessu „óíslenska orði” neinn áhuga, hvað þá að reyna að stela því. En nú var komin upp sú staða að stórfyrirtækið var löngu byrjað að nota orðið sem firmaheiti – og það gæti tapað hundruðum milljóna, og andlitinu líka, ef þeim tækist ekki að eignast það. Málavextir, persónur og leikendur Víkur nú sögunni til reykfyllts bakherbergis þar sem embættismenn þriggja ráðneyta, menningar, viðskipta og ferðaþjónustu (MVF) réðu ráðum sínum. Á borðinu var stjórnvaldskæra LEX og Kynnisferða gegn firmaskrá sem hafði synjað nafnabreytingu Ferðaskrifstofu Kynnisferða yfir í Ferðaskrifstofu Icelandia þar sem firmaheitið Icelandia ehf var þegar skráð. Nú skyldi freistast til að ná firmaheitinu yfir til Kynnisferða með því að vopnavæða stjórnsýsluna. Jón Ármann Steinsson Firmaskrá hafði metið orðið Icelandia sem orðskrípi og uppfinningu þess sem skráði það sem firmaheiti, sem er ég. Orðið Icelandia er hvergi til í orðabókum heimsmálanna og taldist því „sértækt” heiti í meðförum firmaskrár en ekki almennt heiti, hvað þá íslenskt. Til að gera langa sögu stutta þá úrskurðaði ráðuneyti MVF í júní sl að orðið Icelandia væri almennt íslenskt orð. Ráðuneyti menningar ber ábyrgð á vernd og varðveislu íslenskrar tungu samkvæmt lögum. Fagmennska er tryggð með aðkomu málvísindasamfélagsins, Árnastofnunar og íslenskrar málnefndar en ekki hér. Þessar stofnanir voru ekki spurðar og verða það varla héðan af. MVF heimilaði nafnabreytinguna með stjórnvaldsúrskurði gegn andmælum firmaskrár sem vísaði í áratuga lagaþróun. Ein aðalforsenda MVF var að allir íslendingar töluðu ensku, og því skildu allir íslendingar að Icelandia væri tilvísun í Ísland. MVF úrskurðaði að fyrst Icelandia væri almennt íslenskt orð þá var firmaskrá óheimilt að synja Ferðaskrifstofu Kynnisferða ehf um nafnabreytinguna. Málvísindasamfélagið kom augljóslega ekki að ákvörðun MVF enda hefðu málvísindamenn aldrei tekið þátt í svona skrípaleik. Þeir sem tóku ákvörðunina voru allt lögfræðingar sem þóttust vita sínu viti um íslenskt mál og þeirra er skömmin. Skyldu þeir hafa spurt Lilju Alfreðsdóttur álits? Hmm… Afrit af stjórnvaldsúrskurðinnum fæst frá [email protected] undir málsnúmeri MVF23040038 Bullandi spilling - eða eðlileg stjórnsýsla? Orðið Icelandia var tekið inn í tungumálið sem samheiti Íslands til þess redda Kynnisferðum fyrir horn. Hver annar hefði getað fengið orð eins og Icelandia skilgreint sem íslenskt? Þetta er ótrúlega ábyrgðarlaus stjórnsýsla ef rétt reynist. Að þetta hafi gerst án aðkomu málvísindasamfélagsins staðfestir að hér sé um málamyndgjörning sé að ræða sem er enn verra. Ég tel víst að enginn málvísindastofnun fá tilkynningu frá MVF um nýtt samheiti lýðveldisins Íslands. Eftir stendur að Icelandia er orðið að almennu íslensku orði þrátt fyrr tilraunir firmaskrár til að vernda íslenskuna fyrir skaða sem þessum. En góðu fréttirnar eru að úrskurður MVF þýðir að við eigum öll lagalegan rétt á að nota orðið Icelandia sem hluta af firmanafni ef okkur sýnist svo. En ég leyfi mér að vara áhugasama við; þetta orð Icelandia er ekki auðvelt í notkun, hvað þá sem samheiti Íslands í öllum þeim orðmyndum sem við eigum að venjast í því samhengi. Ég sem hef unnið með það í yfir 30 ár hef ekki ennþá getað kyngreint orðið Icelandia svo vel sé – er það kvk, kk eða hvk? Þá eru það beygingamyndir ICELANDIA í eintölu og fleirtölu ófyrirsjáanlegar, bæði með og án greinis. Ekki má gleyma afleiddum orðum eins og íslenskur, íslendingur og íslenska? Dunning-Kruger áhrifin Í sálar- og félagsfræðum er hugtak „Dunning-Kruger” sem á við um einstaklinga sem vita passlega takmarkað um eitthvað tiltekið málefni - sem verður til þess að þeir ímynda sér að þeir séu sérfræðingar um málefnið. Þegar lögvísindi og málvísindi mætast undir Dunning-Kruger áhrifum er voðinn vís. Þannig varð orðskrípi eins og Icelandia að íslensku, - með bókstafnum c sem er ekki til í íslenska stafrófinu og ia endingu sem er á skjön við almenna málnotkun. Þetta er skólabókardæmi um Dunning-Kruger heilkenni lögfræðinga MVF. Hvernig á að laga skaðann? Fyrst LEX og Kynnisferðum tókst að véla fram úrskurð ráðuneytis MVF um að Icelandia væri „almennt orð” þá öðlaðist ekki bara Kynnisferðir réttinn til firmaheitis með þessu orði heldur allir landsmenn. Afleiðingarnar úrskurðar MVF eru víðtækari en bara þetta eina orð því fordæmið varðar öll orðskrípi til stendur að skrá sem firmanafn. Stjórnvaldsákvörðunin hefur orsakað gróðrarstíu af vandamálum sem lögfræðingar MVF sáu ekki fyrir – hver er skilgreiningin á almennu íslensku orði? Þegar Icelandia var skráð taldist það uppfinning þess sem það skráði, sem er ég. Sú regla er nú dauð. Hjá firmaskrá Skattsins sitja nú enn og aðrir lögfræðingar frammi því að engar reglur halda vatni þegar menn vilja skrá orðskrípi sem firmaheiti. Þeir eru nánast réttlausir.Hvað ef Kynnisferðir ágirnast önnur orðskrípis-firmaheiti fyrir dótturfyrirtæki sín? ... en hér leynast ný tækifæri Tveir landsþekktir bræður bera titil sem vísar í landið okkar, annar í pólitík en hinn í viðskiptum. Þeir eru Jón Benediktsson stjórnarformaður Icelandia og Bjarni Benediktsson, nú forsætisráðherra Icelandia. Báðir bræðurnir eru stoltir Icelandianar (stoltir íslendingar), eiginlega klappstýrur Icelandiu (klappstýrur Íslands) og báðir tala reiprennandi Icelandiönsku (tala íslensku) til að tjá skoðanir sínar fyrir Icelandiönsku þjóðinni. Þessa nýju titla eiga þeir bræður að þakka sínum mönnum í ráðuneyti menningar, viðskipta og ferðaþjónustu Icelandiu (Íslands) og óskar pistlahöfundur þeim innilega til hamingju. Höfundur er eigandi Icelandia ehf, Icelandia Ferða ehf, og By Icelandia hf.. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Höfundar- og hugverkaréttur Mest lesið Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar Skoðun Réttlætismál fyrir eldri borgara Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Skoðun Lækkum álögur á fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar Skoðun Kjósum breytingar – Kjósum Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Þreyttur á vók? Símon Vestarr skrifar Skoðun Áskorun í minnkandi heimi Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Skoðun Einkaframtakinu þarf að fylgja ábyrgð Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin 2 - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri til breytinga með Samfylkingunni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hvernig getur þú stutt þjóðarmorð? Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun Viljum við frjálshyggju? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Af hverju að kjósa Viðreisn - C fyrir frelsi og frið Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Fleiri læk – betra skap Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf undir forystu Sjálfstæðisflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Wybory islandzkie i sprawy polskie Maksymilian Haraldur Frach skrifar Sjá meira
Nýlega varð 9 bókstafa orðskrípi óvænt fleiri-hundruð-og-fimmtíu-milljón króna virði. Ákveðið stórfyrirtæki vildi eignast orðið fyrir slikk en fékk ekki. Fram að þessu hafði enginn sýnt þessu „óíslenska orði” neinn áhuga, hvað þá að reyna að stela því. En nú var komin upp sú staða að stórfyrirtækið var löngu byrjað að nota orðið sem firmaheiti – og það gæti tapað hundruðum milljóna, og andlitinu líka, ef þeim tækist ekki að eignast það. Málavextir, persónur og leikendur Víkur nú sögunni til reykfyllts bakherbergis þar sem embættismenn þriggja ráðneyta, menningar, viðskipta og ferðaþjónustu (MVF) réðu ráðum sínum. Á borðinu var stjórnvaldskæra LEX og Kynnisferða gegn firmaskrá sem hafði synjað nafnabreytingu Ferðaskrifstofu Kynnisferða yfir í Ferðaskrifstofu Icelandia þar sem firmaheitið Icelandia ehf var þegar skráð. Nú skyldi freistast til að ná firmaheitinu yfir til Kynnisferða með því að vopnavæða stjórnsýsluna. Jón Ármann Steinsson Firmaskrá hafði metið orðið Icelandia sem orðskrípi og uppfinningu þess sem skráði það sem firmaheiti, sem er ég. Orðið Icelandia er hvergi til í orðabókum heimsmálanna og taldist því „sértækt” heiti í meðförum firmaskrár en ekki almennt heiti, hvað þá íslenskt. Til að gera langa sögu stutta þá úrskurðaði ráðuneyti MVF í júní sl að orðið Icelandia væri almennt íslenskt orð. Ráðuneyti menningar ber ábyrgð á vernd og varðveislu íslenskrar tungu samkvæmt lögum. Fagmennska er tryggð með aðkomu málvísindasamfélagsins, Árnastofnunar og íslenskrar málnefndar en ekki hér. Þessar stofnanir voru ekki spurðar og verða það varla héðan af. MVF heimilaði nafnabreytinguna með stjórnvaldsúrskurði gegn andmælum firmaskrár sem vísaði í áratuga lagaþróun. Ein aðalforsenda MVF var að allir íslendingar töluðu ensku, og því skildu allir íslendingar að Icelandia væri tilvísun í Ísland. MVF úrskurðaði að fyrst Icelandia væri almennt íslenskt orð þá var firmaskrá óheimilt að synja Ferðaskrifstofu Kynnisferða ehf um nafnabreytinguna. Málvísindasamfélagið kom augljóslega ekki að ákvörðun MVF enda hefðu málvísindamenn aldrei tekið þátt í svona skrípaleik. Þeir sem tóku ákvörðunina voru allt lögfræðingar sem þóttust vita sínu viti um íslenskt mál og þeirra er skömmin. Skyldu þeir hafa spurt Lilju Alfreðsdóttur álits? Hmm… Afrit af stjórnvaldsúrskurðinnum fæst frá [email protected] undir málsnúmeri MVF23040038 Bullandi spilling - eða eðlileg stjórnsýsla? Orðið Icelandia var tekið inn í tungumálið sem samheiti Íslands til þess redda Kynnisferðum fyrir horn. Hver annar hefði getað fengið orð eins og Icelandia skilgreint sem íslenskt? Þetta er ótrúlega ábyrgðarlaus stjórnsýsla ef rétt reynist. Að þetta hafi gerst án aðkomu málvísindasamfélagsins staðfestir að hér sé um málamyndgjörning sé að ræða sem er enn verra. Ég tel víst að enginn málvísindastofnun fá tilkynningu frá MVF um nýtt samheiti lýðveldisins Íslands. Eftir stendur að Icelandia er orðið að almennu íslensku orði þrátt fyrr tilraunir firmaskrár til að vernda íslenskuna fyrir skaða sem þessum. En góðu fréttirnar eru að úrskurður MVF þýðir að við eigum öll lagalegan rétt á að nota orðið Icelandia sem hluta af firmanafni ef okkur sýnist svo. En ég leyfi mér að vara áhugasama við; þetta orð Icelandia er ekki auðvelt í notkun, hvað þá sem samheiti Íslands í öllum þeim orðmyndum sem við eigum að venjast í því samhengi. Ég sem hef unnið með það í yfir 30 ár hef ekki ennþá getað kyngreint orðið Icelandia svo vel sé – er það kvk, kk eða hvk? Þá eru það beygingamyndir ICELANDIA í eintölu og fleirtölu ófyrirsjáanlegar, bæði með og án greinis. Ekki má gleyma afleiddum orðum eins og íslenskur, íslendingur og íslenska? Dunning-Kruger áhrifin Í sálar- og félagsfræðum er hugtak „Dunning-Kruger” sem á við um einstaklinga sem vita passlega takmarkað um eitthvað tiltekið málefni - sem verður til þess að þeir ímynda sér að þeir séu sérfræðingar um málefnið. Þegar lögvísindi og málvísindi mætast undir Dunning-Kruger áhrifum er voðinn vís. Þannig varð orðskrípi eins og Icelandia að íslensku, - með bókstafnum c sem er ekki til í íslenska stafrófinu og ia endingu sem er á skjön við almenna málnotkun. Þetta er skólabókardæmi um Dunning-Kruger heilkenni lögfræðinga MVF. Hvernig á að laga skaðann? Fyrst LEX og Kynnisferðum tókst að véla fram úrskurð ráðuneytis MVF um að Icelandia væri „almennt orð” þá öðlaðist ekki bara Kynnisferðir réttinn til firmaheitis með þessu orði heldur allir landsmenn. Afleiðingarnar úrskurðar MVF eru víðtækari en bara þetta eina orð því fordæmið varðar öll orðskrípi til stendur að skrá sem firmanafn. Stjórnvaldsákvörðunin hefur orsakað gróðrarstíu af vandamálum sem lögfræðingar MVF sáu ekki fyrir – hver er skilgreiningin á almennu íslensku orði? Þegar Icelandia var skráð taldist það uppfinning þess sem það skráði, sem er ég. Sú regla er nú dauð. Hjá firmaskrá Skattsins sitja nú enn og aðrir lögfræðingar frammi því að engar reglur halda vatni þegar menn vilja skrá orðskrípi sem firmaheiti. Þeir eru nánast réttlausir.Hvað ef Kynnisferðir ágirnast önnur orðskrípis-firmaheiti fyrir dótturfyrirtæki sín? ... en hér leynast ný tækifæri Tveir landsþekktir bræður bera titil sem vísar í landið okkar, annar í pólitík en hinn í viðskiptum. Þeir eru Jón Benediktsson stjórnarformaður Icelandia og Bjarni Benediktsson, nú forsætisráðherra Icelandia. Báðir bræðurnir eru stoltir Icelandianar (stoltir íslendingar), eiginlega klappstýrur Icelandiu (klappstýrur Íslands) og báðir tala reiprennandi Icelandiönsku (tala íslensku) til að tjá skoðanir sínar fyrir Icelandiönsku þjóðinni. Þessa nýju titla eiga þeir bræður að þakka sínum mönnum í ráðuneyti menningar, viðskipta og ferðaþjónustu Icelandiu (Íslands) og óskar pistlahöfundur þeim innilega til hamingju. Höfundur er eigandi Icelandia ehf, Icelandia Ferða ehf, og By Icelandia hf..
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun