SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Samúel Karl Ólason skrifar 26. nóvember 2024 15:38 Tölvuteiknuð mynd sem sýnir hvernig Dragonfly gæti litið út. NASA/Johns Hopkins APL/Steve Gribben Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa samið við SpaceX um að senda kjarnorkuknúið könnunarfar af stað til tunglsins Títan, sem er á braut um Satúrnus, árið 2028. Skjóta á Dragonfly-þyrludrónanum á loft með Falcon Heavy eldflaug SpaceX en ferðin sjálf mun taka sex ár. Dragonfly er kjarnorkuknúinn þyrludróni sem verður á stærð við lítinn bíl og á hann að leita lífrænna sameinda og mögulegra ummerkja lífs á Títan. Upprunalega stóð til að skjóta Dragonfly af stað árið 2026 en nú á að skjóta geimfarinu á loft þann 25. júlí 2028 og er vonast til þess að Dragonfly lendi á Títan árið 2034. Sjá einnig: Kjarnorkuknúin drónaþyrla mun leita að lífrænum sameindum á Títan Títan er stærsta tungl Satúrnusar og næst stærsta tungl sólkerfisins. Það er einnig eina tungl sólkerfisins sem hefur þykkt andrúmsloft. Vegna þessa og vegna þess að þyngdarkrafturinn þar er tiltölulega lítill þykir notkun þyrludróna sérstaklega hentug. Ekki er þó hægt að reiða á sólarorku á Títan, vegna þykktar andrúmsloftsins og þarf dróninn því að vera kjarnorkuknúinn. Títan er einnig eini hnötturinn í sólkerfinu, fyrir utan jörðina, þar sem vitað er til þess að finna megi vökva á yfirborðinu og er talið að finna megið mikið af vatni í fljótandi formi undir yfirborði tunglsins. Kostnaður langt umfram áætlanir Þróun og smíði Drekaflugunnar er á höndum verkfræðinga Johns Hopkins Applied Physics Laboratory (APL) í Bandaríkjunum, sem vinna náið með vísindamönnum NASA. Fleiri fyrirtæki og stofnanir koma einnig að verkefninu og má þar meðal annars nefna Lockheed Martin, Ames Research Center, Jet Propulsion Laboratory, CNES í Frakklandi, DLR í Þýskalandi, JAXA í Japan og fleiri. Í frétt SpaceNews segir að Dragonfly verkefnið hafi staðist endurskoðun í apríl en þá hafi þó komið í ljós að kostnaður við það hafi farið langt fram úr áætlunum. Áætlaður kostnaður fyrir verkefnið var þó kominn í 3,35 milljarða dala. Forsvarsmenn NASA sögðu að rekja mætti hækkunina til að nokkurra ástæðna. Þeirra á meðal eru tafir sem hafa orðið á verkefninu og hækkaði kostnaður við bæði vinnu og aðföng vegna faraldurs Covid. Geimurinn Satúrnus Vísindi Bandaríkin SpaceX Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Sjá meira
Dragonfly er kjarnorkuknúinn þyrludróni sem verður á stærð við lítinn bíl og á hann að leita lífrænna sameinda og mögulegra ummerkja lífs á Títan. Upprunalega stóð til að skjóta Dragonfly af stað árið 2026 en nú á að skjóta geimfarinu á loft þann 25. júlí 2028 og er vonast til þess að Dragonfly lendi á Títan árið 2034. Sjá einnig: Kjarnorkuknúin drónaþyrla mun leita að lífrænum sameindum á Títan Títan er stærsta tungl Satúrnusar og næst stærsta tungl sólkerfisins. Það er einnig eina tungl sólkerfisins sem hefur þykkt andrúmsloft. Vegna þessa og vegna þess að þyngdarkrafturinn þar er tiltölulega lítill þykir notkun þyrludróna sérstaklega hentug. Ekki er þó hægt að reiða á sólarorku á Títan, vegna þykktar andrúmsloftsins og þarf dróninn því að vera kjarnorkuknúinn. Títan er einnig eini hnötturinn í sólkerfinu, fyrir utan jörðina, þar sem vitað er til þess að finna megi vökva á yfirborðinu og er talið að finna megið mikið af vatni í fljótandi formi undir yfirborði tunglsins. Kostnaður langt umfram áætlanir Þróun og smíði Drekaflugunnar er á höndum verkfræðinga Johns Hopkins Applied Physics Laboratory (APL) í Bandaríkjunum, sem vinna náið með vísindamönnum NASA. Fleiri fyrirtæki og stofnanir koma einnig að verkefninu og má þar meðal annars nefna Lockheed Martin, Ames Research Center, Jet Propulsion Laboratory, CNES í Frakklandi, DLR í Þýskalandi, JAXA í Japan og fleiri. Í frétt SpaceNews segir að Dragonfly verkefnið hafi staðist endurskoðun í apríl en þá hafi þó komið í ljós að kostnaður við það hafi farið langt fram úr áætlunum. Áætlaður kostnaður fyrir verkefnið var þó kominn í 3,35 milljarða dala. Forsvarsmenn NASA sögðu að rekja mætti hækkunina til að nokkurra ástæðna. Þeirra á meðal eru tafir sem hafa orðið á verkefninu og hækkaði kostnaður við bæði vinnu og aðföng vegna faraldurs Covid.
Geimurinn Satúrnus Vísindi Bandaríkin SpaceX Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Sjá meira