Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson skrifar 27. nóvember 2024 08:10 Ísland hefur verið þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga stjórnmálamenn í áranna rás, þvert á stjórnmálaflokka, sem unnið hafa þrekvirki fyrir íslenska tungu, bókmenntir og íslensk menningarmál á breiðum grunni. Ég vil ekki halla á neinn þeirra þótt ég nefni og hampi nú sérstaklega hinum brennandi áhuga Lilju Daggar Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra á okkar íslenska sagnaarfi. Eldhugi hennar hefur fengið ráðamenn annarra þjóða til að taka við sér, nú síðast til að styðja við þýska þýðingu sagnanna sem er í undirbúningi – verkefni sem stuðlar að aukinni virðingu fyrir menningararfi okkar á alþjóðavettvangi. Hún hefur einnig dregið Dani að samningaborðinu til að taka aftur upp viðræður um framtíðarfyrirkomulag á varðveislu íslensku handritanna í Árnasafni. Þá hefur Lilja Dögg beitt sér fyrir sem greiðustum rafrænum aðgangi að textum sagnanna um leið og hún hefur verið í fararbroddi máltækniáætlunar Íslands og greitt götu okkar inn á gólf leiðandi tölvurisa á því sviði. Ómetanlegur stuðningur Lilju Daggar við kvikmyndagerð hefur skilað fjölda stórverkefna til landsins sem styðja við þá innlendu kvikmyndagerð sem eykur nú hróður okkar víða um heim. Árangur Lilju Daggar byggist ekki síst á sýn hennar á mikilvægi samvinnu menningar og viðskipta – sem birtist í þeim breytingum sem hún beitti sér fyrir á skipan þessara málaflokka undir sínu ráðuneyti. Þótt íslenski fornsagnaarfurinn haldi uppi stöðugri landkynningu í háskólum úti um allan heim – í krafti þess að við höfum haldið úti öflugri íslenskukennslu fyrir erlenda stúdenta allt frá því að sérstakri deild á því sviði var komið á fót við Háskóla Íslands upp úr miðri síðustu öld – er mikilvægt að geta fylgt þeirri þekkingu og hlýhug eftir með sífelldri kynningu og miðlun á verkum þess listafólks og menningarforkólfa sem nú eru á dögum. Í kjölfarið skapast áhugi á að kaupa íslenskar útflutningsvörur og leggja leið sína til Íslands. Þannig verður sú sjálfsmynd og andlega auðlegð sem byggist á menningunni að fornu og nýju að þeim drifkrafti sem knýr efnahagslíf okkar fámennu eyþjóðar áfram. Þessi skýra heildarsýn Lilju Daggar og vilji til að leggja allt í sölurnar til að lyfta íslensku máli og menningu upp og bera á höndum sér til framtíðar gerir það að verkum að við verðum að fá að njóta krafta hennar áfram á Alþingi, landi, þjóð og tungu til heilla. Höfundur er sálfræðingur og tónlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Stéttin sem Sjálfstæðisflokkurinn kaus að yfirgefa Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Viljum við það besta fyrir börnin okkar? Hilmar Þór Sigurjónsson Skoðun Kona Anna Kristjana Helgadóttir Skoðun Enginn er betri en þú – enginn er snjallari en þú Árni Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn byrði á landsbyggðarfólk Ingibjörg Ísaksen Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Vilja Bandaríkin bæta samskipti sín við Rússland og um leið styrkja stöðu sína gagnvart Kína? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bókun 35, 38 og tækifæri fyrir ungt fólk í Brussel Gunnar H. Garðarsson Skoðun Dúabíllinn og kraftur sköpunar Einar Mikael Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Kona Anna Kristjana Helgadóttir skrifar Skoðun Bókun 35, 38 og tækifæri fyrir ungt fólk í Brussel Gunnar H. Garðarsson skrifar Skoðun Orð skulu standa Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Dúabíllinn og kraftur sköpunar Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Enginn er betri en þú – enginn er snjallari en þú Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Viljum við það besta fyrir börnin okkar? Hilmar Þór Sigurjónsson skrifar Skoðun Stéttin sem Sjálfstæðisflokkurinn kaus að yfirgefa Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Tilfinningar í hrærigraut og engin orð til, né leyfilegt að segja það sem er... Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Samræmd próf gegn stéttaskiptingu Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Vilja Bandaríkin bæta samskipti sín við Rússland og um leið styrkja stöðu sína gagnvart Kína? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Sameinandi afl í skotgröfunum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ósanngjörn byrði á landsbyggðarfólk Ingibjörg Ísaksen skrifar Skoðun VR og eldra fólk Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Sjá meira
Ísland hefur verið þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga stjórnmálamenn í áranna rás, þvert á stjórnmálaflokka, sem unnið hafa þrekvirki fyrir íslenska tungu, bókmenntir og íslensk menningarmál á breiðum grunni. Ég vil ekki halla á neinn þeirra þótt ég nefni og hampi nú sérstaklega hinum brennandi áhuga Lilju Daggar Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra á okkar íslenska sagnaarfi. Eldhugi hennar hefur fengið ráðamenn annarra þjóða til að taka við sér, nú síðast til að styðja við þýska þýðingu sagnanna sem er í undirbúningi – verkefni sem stuðlar að aukinni virðingu fyrir menningararfi okkar á alþjóðavettvangi. Hún hefur einnig dregið Dani að samningaborðinu til að taka aftur upp viðræður um framtíðarfyrirkomulag á varðveislu íslensku handritanna í Árnasafni. Þá hefur Lilja Dögg beitt sér fyrir sem greiðustum rafrænum aðgangi að textum sagnanna um leið og hún hefur verið í fararbroddi máltækniáætlunar Íslands og greitt götu okkar inn á gólf leiðandi tölvurisa á því sviði. Ómetanlegur stuðningur Lilju Daggar við kvikmyndagerð hefur skilað fjölda stórverkefna til landsins sem styðja við þá innlendu kvikmyndagerð sem eykur nú hróður okkar víða um heim. Árangur Lilju Daggar byggist ekki síst á sýn hennar á mikilvægi samvinnu menningar og viðskipta – sem birtist í þeim breytingum sem hún beitti sér fyrir á skipan þessara málaflokka undir sínu ráðuneyti. Þótt íslenski fornsagnaarfurinn haldi uppi stöðugri landkynningu í háskólum úti um allan heim – í krafti þess að við höfum haldið úti öflugri íslenskukennslu fyrir erlenda stúdenta allt frá því að sérstakri deild á því sviði var komið á fót við Háskóla Íslands upp úr miðri síðustu öld – er mikilvægt að geta fylgt þeirri þekkingu og hlýhug eftir með sífelldri kynningu og miðlun á verkum þess listafólks og menningarforkólfa sem nú eru á dögum. Í kjölfarið skapast áhugi á að kaupa íslenskar útflutningsvörur og leggja leið sína til Íslands. Þannig verður sú sjálfsmynd og andlega auðlegð sem byggist á menningunni að fornu og nýju að þeim drifkrafti sem knýr efnahagslíf okkar fámennu eyþjóðar áfram. Þessi skýra heildarsýn Lilju Daggar og vilji til að leggja allt í sölurnar til að lyfta íslensku máli og menningu upp og bera á höndum sér til framtíðar gerir það að verkum að við verðum að fá að njóta krafta hennar áfram á Alþingi, landi, þjóð og tungu til heilla. Höfundur er sálfræðingur og tónlistarmaður.
Vilja Bandaríkin bæta samskipti sín við Rússland og um leið styrkja stöðu sína gagnvart Kína? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Skoðun Tilfinningar í hrærigraut og engin orð til, né leyfilegt að segja það sem er... Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Vilja Bandaríkin bæta samskipti sín við Rússland og um leið styrkja stöðu sína gagnvart Kína? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Vilja Bandaríkin bæta samskipti sín við Rússland og um leið styrkja stöðu sína gagnvart Kína? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun