Stöndum saman um velferð því örorka fer ekki í manngreinarálit María Pétursdóttir skrifar 27. nóvember 2024 09:20 Ég fékk bréf frá Tryggingastofnun á dögunum. Bréf sem margir örorkulífeyrisþegar þekkja. Bréf sem segir að heimilisuppbótin mín falli niður á þeim forsendum að það búi ungmenni yfir 18 ára aldri á heimili mínu. Ungmennið mitt var raunar búið að sækja um skólastyrk sem á að vera möguleiki til tuttugu og fimm ára aldurs ef námsmaðurinn býr heima en sú umsókn þurfti að fara í gegnum Sýslumann og sýslumaður tekur sér nokkra mánuði til að fara yfir málið. Í millitíðinni megum við mæðginin éta það sem úti frýs og verða af tæpum 90 þúsund krónum. Og núna verðum við af tæpum 70 þúsund krónum til viðbótar sem er heimilisuppbótin. Það munar um 150-60 þúsund krónur þegar maður rekur húsnæði og heldur uppi ungmenni í námi. En núna klóra ég mér í hausnum vanmáttug í tilraun til að finna út úr því hvernig ég eigi að lifa af 245 þúsund krónunum sem ég fæ frá TR um mánaðamótin. Hvernig á fólk að fara að því að lifa af svona upphæðum þegar húsaleiga og afborganir af húsnæði er orðið hærra en framfærslan sjálf. Þegar matarinnkaupin eru orðin hærri en helmingur ráðstöfunarupphæðarinnar. Þetta er dæmi sem gengur ekki upp. Það segir sig sjálft að fötluð manneskja með þessa innkomu sem þyrfti kannski nauðsynlega að sinna heilsu sinni með því að stunda líkamsrækt, fara til sálfræðings, í sjúkraþjálfun eða leita til læknis þarf eflaust að neita sér um bæði þjálfun og læknisaðstoð vegna kostnaðar. Þá höfum við örorkulífeyrisþegar einnig verið svipt lyfjastyrk svo við sem þurfum að taka mikið af nauðsynlegum lyfjum þurfum jafnvel stundum að vera án þeirra ef við höfum ekki ráð á að leysa þau út. Þessi staða meðal öryrkja er sannreynda í könnunum Vörðu undanfarin ár ásamt þeirri staðreynd að þriðjungur örorkulífeyrisþegar býr við sárafátækt. Þrátt fyrir okkar sárafátækt finnst yfirvöldum mjög mikilvægt að við séum með greiðsluvitund. Að við séum meðvituðu um hvað við kostum samfélagið. Hvers vegna skyldi það vera og hvað skyldi það gera fyrir sjálfsmynd okkar með tímanum. Við verðum sennilega sífellt stoltari af því að vera óvinnufær á framfæri hins opinbera. Eða hvað? Eða eru greiðsluvitundarkerfin kannski bara mannskemmandi? Nú nýlega var samþykkt á alþingi kerfisbreyting á örorkulifeyriskerfinu. Við vitum ekki fyllilega til hvers þessi kerfisbreyting mun leiða í raun en það er með hreinum ólíkindum að þingmenn hafi samþykkt frumvarp um örorku sem ekki var almennilega útfært. Enginn veit ennþá hvernig örorka verður metin í framtíðinni. Við vitum það hins vegar að eina forsendan fyrir því að lagt var af stað í þá vegferð var til að spara í velferðarkerfinu. Fækka öryrkjum. Það væri auðvitað frábært ef hægt væri að fækka öryrkjum með því að útrýma sjúkdómum en því miður er það ekki áherslan hér. Það hefur raunar þegar tekist að fækka öryrkjum með þessari kerfisbreytingu en við vitum samt að það táknar bara tilfærsa fólks á milli kerfa. Fólk sem hefði kannski fengið örorku áður, þarf að vera í endurhæfingu árum saman og er svo kastað út á guð og gaddinn með synjun, þrátt fyrir það að endurhæfing hafi að fullu verið reynd. Það endar á fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna sem er lægsta framfærsla sem hægt er að hafa á Íslandi. Sósíalistaflokkurinn styður ekki þessa aðferðarfræði yfirvalda að hola velferðarkerfið svona að innan og kippa fótunum undan veiku fólki. Við vitum nefnilega að velferð er borgar sig til lengri tíma litið. Ef yfirvöld hugsa vel um fólk þá hugsar fólk vel um hvort annað. Og ef fólk hefur tækifæri til að sinna sér, verður heilsan betri og þörf fyrir inngrip lækna seinna ólíklegri. Sama sagan er að segja um framfærsluna sjálfa. Við viljum að velferðarráðuneytið setji fram viðmið um lágmarksframfærslu sem er uppfærð títt og reglulega. Greiðslur til fatlaðs fólks fari aldrei undir slík viðmið. Við viljum hækka persónuafsláttinn svo ekki sé tekinn skattur af smá aurum og við viljum einfalt og gott kerfi þar sem skerðingar heyra sögunni til. Skattkerfið okkar er er tekjujöfnunartæki en á ekki að vera notað til að margskatta fátækt fólk. Við þurfum að skapa eðlilegt jafnvægi á milli tekna og útgjalda í stað þess að safna upp innviðaskuldum hér og þar í velferðarkerfinu okkar. Við höfum mun meiri tækifæri til að skapa tekjur í ríkissjóð heldur en stjórnvöld hafa haldið fram og við eigum ekki að leggja það á fatlað fólk að vera fólkið með breiðu bökin. Við erum vissulega sterk og við erum stór hópur svo með samstöðunni eigum við að hafna því að vera skammtað lúsalaunum og sköttuð í drasl. Við erum allskonar fólk sem höfum í flestum tilfellum unnið megnið af okkar starfsaldri og greitt skatta til þessa samfélags. Samfélaginu ber að standa við þau loforð að við séum velferðarsamfélag sem haldi úti öryggisneti þegar við hrösum. Það geta allir hrasað. Það geta allir veikst. Það geta allir orðið fyrir örorku. Sósíalistar kjósa velferð og jöfnuð enda sannur vinstri valkostur að kjósa Sósíalistaflokkinn.Stöndum saman um velferðarsamfélag og kærleikshagkerfi. Kjósum XJ Höfundur skipar 2. sæti Sósíalistaflokks Íslands í RVK norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Ég fékk bréf frá Tryggingastofnun á dögunum. Bréf sem margir örorkulífeyrisþegar þekkja. Bréf sem segir að heimilisuppbótin mín falli niður á þeim forsendum að það búi ungmenni yfir 18 ára aldri á heimili mínu. Ungmennið mitt var raunar búið að sækja um skólastyrk sem á að vera möguleiki til tuttugu og fimm ára aldurs ef námsmaðurinn býr heima en sú umsókn þurfti að fara í gegnum Sýslumann og sýslumaður tekur sér nokkra mánuði til að fara yfir málið. Í millitíðinni megum við mæðginin éta það sem úti frýs og verða af tæpum 90 þúsund krónum. Og núna verðum við af tæpum 70 þúsund krónum til viðbótar sem er heimilisuppbótin. Það munar um 150-60 þúsund krónur þegar maður rekur húsnæði og heldur uppi ungmenni í námi. En núna klóra ég mér í hausnum vanmáttug í tilraun til að finna út úr því hvernig ég eigi að lifa af 245 þúsund krónunum sem ég fæ frá TR um mánaðamótin. Hvernig á fólk að fara að því að lifa af svona upphæðum þegar húsaleiga og afborganir af húsnæði er orðið hærra en framfærslan sjálf. Þegar matarinnkaupin eru orðin hærri en helmingur ráðstöfunarupphæðarinnar. Þetta er dæmi sem gengur ekki upp. Það segir sig sjálft að fötluð manneskja með þessa innkomu sem þyrfti kannski nauðsynlega að sinna heilsu sinni með því að stunda líkamsrækt, fara til sálfræðings, í sjúkraþjálfun eða leita til læknis þarf eflaust að neita sér um bæði þjálfun og læknisaðstoð vegna kostnaðar. Þá höfum við örorkulífeyrisþegar einnig verið svipt lyfjastyrk svo við sem þurfum að taka mikið af nauðsynlegum lyfjum þurfum jafnvel stundum að vera án þeirra ef við höfum ekki ráð á að leysa þau út. Þessi staða meðal öryrkja er sannreynda í könnunum Vörðu undanfarin ár ásamt þeirri staðreynd að þriðjungur örorkulífeyrisþegar býr við sárafátækt. Þrátt fyrir okkar sárafátækt finnst yfirvöldum mjög mikilvægt að við séum með greiðsluvitund. Að við séum meðvituðu um hvað við kostum samfélagið. Hvers vegna skyldi það vera og hvað skyldi það gera fyrir sjálfsmynd okkar með tímanum. Við verðum sennilega sífellt stoltari af því að vera óvinnufær á framfæri hins opinbera. Eða hvað? Eða eru greiðsluvitundarkerfin kannski bara mannskemmandi? Nú nýlega var samþykkt á alþingi kerfisbreyting á örorkulifeyriskerfinu. Við vitum ekki fyllilega til hvers þessi kerfisbreyting mun leiða í raun en það er með hreinum ólíkindum að þingmenn hafi samþykkt frumvarp um örorku sem ekki var almennilega útfært. Enginn veit ennþá hvernig örorka verður metin í framtíðinni. Við vitum það hins vegar að eina forsendan fyrir því að lagt var af stað í þá vegferð var til að spara í velferðarkerfinu. Fækka öryrkjum. Það væri auðvitað frábært ef hægt væri að fækka öryrkjum með því að útrýma sjúkdómum en því miður er það ekki áherslan hér. Það hefur raunar þegar tekist að fækka öryrkjum með þessari kerfisbreytingu en við vitum samt að það táknar bara tilfærsa fólks á milli kerfa. Fólk sem hefði kannski fengið örorku áður, þarf að vera í endurhæfingu árum saman og er svo kastað út á guð og gaddinn með synjun, þrátt fyrir það að endurhæfing hafi að fullu verið reynd. Það endar á fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna sem er lægsta framfærsla sem hægt er að hafa á Íslandi. Sósíalistaflokkurinn styður ekki þessa aðferðarfræði yfirvalda að hola velferðarkerfið svona að innan og kippa fótunum undan veiku fólki. Við vitum nefnilega að velferð er borgar sig til lengri tíma litið. Ef yfirvöld hugsa vel um fólk þá hugsar fólk vel um hvort annað. Og ef fólk hefur tækifæri til að sinna sér, verður heilsan betri og þörf fyrir inngrip lækna seinna ólíklegri. Sama sagan er að segja um framfærsluna sjálfa. Við viljum að velferðarráðuneytið setji fram viðmið um lágmarksframfærslu sem er uppfærð títt og reglulega. Greiðslur til fatlaðs fólks fari aldrei undir slík viðmið. Við viljum hækka persónuafsláttinn svo ekki sé tekinn skattur af smá aurum og við viljum einfalt og gott kerfi þar sem skerðingar heyra sögunni til. Skattkerfið okkar er er tekjujöfnunartæki en á ekki að vera notað til að margskatta fátækt fólk. Við þurfum að skapa eðlilegt jafnvægi á milli tekna og útgjalda í stað þess að safna upp innviðaskuldum hér og þar í velferðarkerfinu okkar. Við höfum mun meiri tækifæri til að skapa tekjur í ríkissjóð heldur en stjórnvöld hafa haldið fram og við eigum ekki að leggja það á fatlað fólk að vera fólkið með breiðu bökin. Við erum vissulega sterk og við erum stór hópur svo með samstöðunni eigum við að hafna því að vera skammtað lúsalaunum og sköttuð í drasl. Við erum allskonar fólk sem höfum í flestum tilfellum unnið megnið af okkar starfsaldri og greitt skatta til þessa samfélags. Samfélaginu ber að standa við þau loforð að við séum velferðarsamfélag sem haldi úti öryggisneti þegar við hrösum. Það geta allir hrasað. Það geta allir veikst. Það geta allir orðið fyrir örorku. Sósíalistar kjósa velferð og jöfnuð enda sannur vinstri valkostur að kjósa Sósíalistaflokkinn.Stöndum saman um velferðarsamfélag og kærleikshagkerfi. Kjósum XJ Höfundur skipar 2. sæti Sósíalistaflokks Íslands í RVK norður.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun