Þrúgandi góðmennska Kári Allansson skrifar 27. nóvember 2024 10:10 Hægri menn eru vondir því þeir lofa ekki öllu fögru fyrir kosningar. Vinstri menn eru góðir því þeir eru alltaf með þarfir borgaranna í huga, sérstaklega þeirra sem þurfa mest á leiðsögn góðmenna að halda. Best er að kjósa góðmennin því annars gætu borgararnir farið sér að voða. Góðmennin kunna best að fara með peninga og því ættu borgararnir að afhenda góða fólkinu sem mest af peningunum sínum. Aðeins þannig verður peningunum útdeilt með réttlátum hætti. Góðmennin eru líka svo klár. Þau kunna að búa til félagslega réttlát kerfi fyrir öll svið lífsins. Kerfi sem hvetja borgarana til að skipuleggja líf sín með réttum hætti. Bara ef allir gætu séð þetta. Þá yrði lífið gott. Allir væru jafnir og þörf fyrir skoðanafrelsi útrýmt því allir væru sjálfkrafa sammála hinu góða. Þeir sem trúa á skoðanafrelsi hafa aðeins þann tilgang að hata hið góða. Því má ekki umbera vondar skoðanir, hvað þá opinbera tjáningu á þeim. Þeir sem eru vondir streitast á móti kerfum góða fólksins. Vonda fólkið er eigingjarnt og vill eiga sína peninga sjálft og skipuleggja líf sitt sjálft. Vonda fólkið er líka heimskt. Það sér ekki snilldina í velferðarkerfi góða fólksins til dæmis í þeirri forgangsröðun að kaupa vopn til að nota í Úkraínu. Vonda fólkið segir að ekki sé til nóg af peningum til að eyða í hælisleitendur sem þó hafa lagt á sig hættulega flugferð til Íslands. Vonda fólkið er svo nískt að það myndi ekki einu sinni vilja flytja út íslenska orku um naflastreng til Evrópusové…sambandsins. Vonda fólkið skilur ekki að þaðan spretta öll réttindi og gæði sem Íslendingar eru í sjálfvirkri eilífðaráskrift að. Góða fólkið vill að allir séu svo jafnir, að útrýma megi landamærum og þjóðmenningu, allir séu sprautaðir með sömu góðu lyfjunum og allir þurfi að borga fyrir mengun þótt þeir mengi nánast ekkert sjálfir. Annars yrði ójöfnuður svo mikill að góða fólkið myndi missa stjórn á samfélaginu, en það væri líshættulegt, sérstaklega fyrir aumingja. Eitt það versta sem vonda fólkið trúir, er að til sé hlutlægur sannleikur, eins og til dæmis að kynin séu tvö. Vonda fólkið gengur svo langt í illsku sinni að halda slíkri kynjatvíhyggju að börnum og setur þau þannig í sjálfsvígshættu. Þessari innrætingu verður að berjast gegn, enda er öllu góðu fólki ljóst að heimur sem samanstæði aðeins af körlum og konum væri vondur og ójafn heimur. Sérstaklega væri óréttlátt ef íslensk börn myndu læra meira um kristna trú en önnur trúarbrögð því það myndi valda alvarlegum ójöfnuði og svínakjötsáti. Góða fólkið varar því alla góða Íslendinga við því að kjósa hinn hatursfulla Lýðræðisflokk - flokk vonda fólksins. Alþingi er skipað góðu fólki. Ekki breyta því. Hinn illi höfundur er í fyrsta sæti Lýðræðisflokksins í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Skoðun Skoðun Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Sjá meira
Hægri menn eru vondir því þeir lofa ekki öllu fögru fyrir kosningar. Vinstri menn eru góðir því þeir eru alltaf með þarfir borgaranna í huga, sérstaklega þeirra sem þurfa mest á leiðsögn góðmenna að halda. Best er að kjósa góðmennin því annars gætu borgararnir farið sér að voða. Góðmennin kunna best að fara með peninga og því ættu borgararnir að afhenda góða fólkinu sem mest af peningunum sínum. Aðeins þannig verður peningunum útdeilt með réttlátum hætti. Góðmennin eru líka svo klár. Þau kunna að búa til félagslega réttlát kerfi fyrir öll svið lífsins. Kerfi sem hvetja borgarana til að skipuleggja líf sín með réttum hætti. Bara ef allir gætu séð þetta. Þá yrði lífið gott. Allir væru jafnir og þörf fyrir skoðanafrelsi útrýmt því allir væru sjálfkrafa sammála hinu góða. Þeir sem trúa á skoðanafrelsi hafa aðeins þann tilgang að hata hið góða. Því má ekki umbera vondar skoðanir, hvað þá opinbera tjáningu á þeim. Þeir sem eru vondir streitast á móti kerfum góða fólksins. Vonda fólkið er eigingjarnt og vill eiga sína peninga sjálft og skipuleggja líf sitt sjálft. Vonda fólkið er líka heimskt. Það sér ekki snilldina í velferðarkerfi góða fólksins til dæmis í þeirri forgangsröðun að kaupa vopn til að nota í Úkraínu. Vonda fólkið segir að ekki sé til nóg af peningum til að eyða í hælisleitendur sem þó hafa lagt á sig hættulega flugferð til Íslands. Vonda fólkið er svo nískt að það myndi ekki einu sinni vilja flytja út íslenska orku um naflastreng til Evrópusové…sambandsins. Vonda fólkið skilur ekki að þaðan spretta öll réttindi og gæði sem Íslendingar eru í sjálfvirkri eilífðaráskrift að. Góða fólkið vill að allir séu svo jafnir, að útrýma megi landamærum og þjóðmenningu, allir séu sprautaðir með sömu góðu lyfjunum og allir þurfi að borga fyrir mengun þótt þeir mengi nánast ekkert sjálfir. Annars yrði ójöfnuður svo mikill að góða fólkið myndi missa stjórn á samfélaginu, en það væri líshættulegt, sérstaklega fyrir aumingja. Eitt það versta sem vonda fólkið trúir, er að til sé hlutlægur sannleikur, eins og til dæmis að kynin séu tvö. Vonda fólkið gengur svo langt í illsku sinni að halda slíkri kynjatvíhyggju að börnum og setur þau þannig í sjálfsvígshættu. Þessari innrætingu verður að berjast gegn, enda er öllu góðu fólki ljóst að heimur sem samanstæði aðeins af körlum og konum væri vondur og ójafn heimur. Sérstaklega væri óréttlátt ef íslensk börn myndu læra meira um kristna trú en önnur trúarbrögð því það myndi valda alvarlegum ójöfnuði og svínakjötsáti. Góða fólkið varar því alla góða Íslendinga við því að kjósa hinn hatursfulla Lýðræðisflokk - flokk vonda fólksins. Alþingi er skipað góðu fólki. Ekki breyta því. Hinn illi höfundur er í fyrsta sæti Lýðræðisflokksins í Reykjavík suður.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun