Símtölum í hjálparlínuna fjölgaði mikið eftir dóm Conors McGregor Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. nóvember 2024 08:40 Conor McGregor mætti fyrir dómstólinn með konu sinni Dee Devlin en mikill fjöldi fjölmiðlamanna beið eftir honum. Getty/David Fitzgerald Fórnarlömb kynferðisbrota á Írlandi hafa komið fram í miklum mæli eftir að kona hafði betur í dómsmáli gegn einum frægasta íþróttamanni Íra. Bardagakappinn Conor McGregor var á dögunum dæmdur fyrir nauðgun í einkamáli sem var höfðað gegn honum vegna kynferðisbrots sem Írinn framdi árið 2018. McGregor þarf að greina fórnarlambinu 250 þúsund pund eða rúmlega 36 milljónir íslenskra króna í skaðabætur. Breska ríkisútvarpið segir frá því að símtölum í hjálparlínu fórnarlamba kynferðisbrota hafi fjölgað mjög mikið eftir að dómurinn féll. Dómstóll í Dublin komst að því að McGregor hafi brotið á Nikitu Hand í hótelherbergi hennar í desember fyrir sex árum síðan. „Sama hversu hræddur þú ert við að stíga fram og segja frá því hvað gerðist, þá hefur þú rödd,“ sagði Nikita eftir að dómur var kveðinn. Barátta hennar fyrir réttlæti hefur aukið trú fórnarlamba á að það borgi sig að segja frá eða leita sér aðstoðar. Í framhaldinu hafa verslunarkeðjur gefið það út að þær ætli að hætta að selja vörur sem eru tengdar McGregor eins og sem dæmi vörur írska viskíframleiðandans Proper No. Twelve. Rachel Morrogh er yfirmaður hjá neyðarlínunni og hún segir frá miklum viðbrögðum við dómnum. „Á fyrstu sex klukkutímunum eftir að dómurinn féll á föstudaginn þá ruku símtölin upp um 150 prósent,“ sagði Morrogh. Hún ræðir mikilvægi þess að skömmin sé hjá gerendum en ekki fórnarlömbunum og þessi dómur hafi hjálpað við gefa fórnarlömbum sjálfstraust til að koma fram. Rape helpline calls almost doubled after McGregor case https://t.co/ZXezC5NR5C— BBC News (UK) (@BBCNews) November 26, 2024 MMA Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Lífsferill íþróttamannsins: Mattheusarguðspjallið og brennimerkt börn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Keppt í skemmtigarði á næstu Ólympíuleikum „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Besta kvenna og umspil NBA Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Sjá meira
Bardagakappinn Conor McGregor var á dögunum dæmdur fyrir nauðgun í einkamáli sem var höfðað gegn honum vegna kynferðisbrots sem Írinn framdi árið 2018. McGregor þarf að greina fórnarlambinu 250 þúsund pund eða rúmlega 36 milljónir íslenskra króna í skaðabætur. Breska ríkisútvarpið segir frá því að símtölum í hjálparlínu fórnarlamba kynferðisbrota hafi fjölgað mjög mikið eftir að dómurinn féll. Dómstóll í Dublin komst að því að McGregor hafi brotið á Nikitu Hand í hótelherbergi hennar í desember fyrir sex árum síðan. „Sama hversu hræddur þú ert við að stíga fram og segja frá því hvað gerðist, þá hefur þú rödd,“ sagði Nikita eftir að dómur var kveðinn. Barátta hennar fyrir réttlæti hefur aukið trú fórnarlamba á að það borgi sig að segja frá eða leita sér aðstoðar. Í framhaldinu hafa verslunarkeðjur gefið það út að þær ætli að hætta að selja vörur sem eru tengdar McGregor eins og sem dæmi vörur írska viskíframleiðandans Proper No. Twelve. Rachel Morrogh er yfirmaður hjá neyðarlínunni og hún segir frá miklum viðbrögðum við dómnum. „Á fyrstu sex klukkutímunum eftir að dómurinn féll á föstudaginn þá ruku símtölin upp um 150 prósent,“ sagði Morrogh. Hún ræðir mikilvægi þess að skömmin sé hjá gerendum en ekki fórnarlömbunum og þessi dómur hafi hjálpað við gefa fórnarlömbum sjálfstraust til að koma fram. Rape helpline calls almost doubled after McGregor case https://t.co/ZXezC5NR5C— BBC News (UK) (@BBCNews) November 26, 2024
MMA Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Lífsferill íþróttamannsins: Mattheusarguðspjallið og brennimerkt börn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Keppt í skemmtigarði á næstu Ólympíuleikum „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Besta kvenna og umspil NBA Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Sjá meira