Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Árni Sæberg skrifar 27. nóvember 2024 10:32 Jón gefur lítið fyrir fullyrðingar Ásmundar Einars. Vísir/Vilhelm Jón Gunnarsson, fulltrúi ráðherra í matvælaráðuneytinu, segir fullyrðingar barna- og menntamálaráðherra, um að Bjarni Benediktsson hafi staðið fjármögnun ráðgjafar-og greiningarmiðstöð barna fyrir þrifum, vera til marks um taugaveiklun Framsóknarmanna. „Enn og aftur standast fullyrðingar framsóknarmanna enga skoðun. Alþingi hefur nýverið afgreitt fjárlög sem allir þingmenn Framsóknar samþykktu. Það er Alþingi sem hefur fjárveitingavaldið en ekki fjármálaráðherra. Skilningsleysi Ásmundar eða kannski frekar tilraunir til blekkingar breyta engu þar um,“ segir Jón í færslu á Facebook. Sagði Sigurð Inga ætla að bjarga greiningarmiðstöðinni Tilefnið er frétt Stöðvar 2 í gærkvöldi, þar sem Ásmundur Einar Daðason, barna- og menntamálaráðherra, sagði skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins hafa komið í veg fyrir að ráðgjafar-og greiningarmiðstöð barna hafi fengið nægt fjármagn til að sinna þjónustu sinni að fullu. Núverandi fjármálaráðherra ætli að taka á málinu. Birtingarmynd ábyrgðarleysis Framsóknarmanna Jón segir þó ekki nýlundu að núverandi fjármálaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, sé tilbúinn að sólunda fé án heimilda frá Alþingi og því megi leiða líkum að því að hér sé enn ein birtingarmynd ábyrgðarleysis Framsóknarmanna á ferðinni. „Við þekkjum vel dæmin um hvernig núverandi fjármálaráðherra hunsaði vilja þingsins gagnvart samgönguáætlun á 7 ára ferli sínum sem ráðherra samgöngumála. Þar var sólundað með fé og forgangsraðað verkefnum án þess að sækja heimildir fyrir því til Alþingis. Það er skýringin á miklum seinkunum á öðrum forgangsverkefnum víða um land. Ég segi við Ásmund og aðra framsóknarmenn í taugveiklun þeirra, róa sig og líttu þér nær.“ Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Börn og uppeldi Tengdar fréttir Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Ráðgjafar-og greiningarstöð vantar allt tvö hundruð og fimmtíu milljónir í fjárveitingar til að geta staðið undir lögbundinni þjónustu að sögn forstjóra. Tilvísanir hafi aukist um 60 prósent síðustu ár á meðan hafi fjárveitingar verið skornar niður á fjárlögum. Verði ekki breyting þurfi stofnunin að skera niður þjónustu. 25. nóvember 2024 12:18 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Boða til blaðamannafundar Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Sjá meira
„Enn og aftur standast fullyrðingar framsóknarmanna enga skoðun. Alþingi hefur nýverið afgreitt fjárlög sem allir þingmenn Framsóknar samþykktu. Það er Alþingi sem hefur fjárveitingavaldið en ekki fjármálaráðherra. Skilningsleysi Ásmundar eða kannski frekar tilraunir til blekkingar breyta engu þar um,“ segir Jón í færslu á Facebook. Sagði Sigurð Inga ætla að bjarga greiningarmiðstöðinni Tilefnið er frétt Stöðvar 2 í gærkvöldi, þar sem Ásmundur Einar Daðason, barna- og menntamálaráðherra, sagði skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins hafa komið í veg fyrir að ráðgjafar-og greiningarmiðstöð barna hafi fengið nægt fjármagn til að sinna þjónustu sinni að fullu. Núverandi fjármálaráðherra ætli að taka á málinu. Birtingarmynd ábyrgðarleysis Framsóknarmanna Jón segir þó ekki nýlundu að núverandi fjármálaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, sé tilbúinn að sólunda fé án heimilda frá Alþingi og því megi leiða líkum að því að hér sé enn ein birtingarmynd ábyrgðarleysis Framsóknarmanna á ferðinni. „Við þekkjum vel dæmin um hvernig núverandi fjármálaráðherra hunsaði vilja þingsins gagnvart samgönguáætlun á 7 ára ferli sínum sem ráðherra samgöngumála. Þar var sólundað með fé og forgangsraðað verkefnum án þess að sækja heimildir fyrir því til Alþingis. Það er skýringin á miklum seinkunum á öðrum forgangsverkefnum víða um land. Ég segi við Ásmund og aðra framsóknarmenn í taugveiklun þeirra, róa sig og líttu þér nær.“
Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Börn og uppeldi Tengdar fréttir Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Ráðgjafar-og greiningarstöð vantar allt tvö hundruð og fimmtíu milljónir í fjárveitingar til að geta staðið undir lögbundinni þjónustu að sögn forstjóra. Tilvísanir hafi aukist um 60 prósent síðustu ár á meðan hafi fjárveitingar verið skornar niður á fjárlögum. Verði ekki breyting þurfi stofnunin að skera niður þjónustu. 25. nóvember 2024 12:18 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Boða til blaðamannafundar Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Sjá meira
Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Ráðgjafar-og greiningarstöð vantar allt tvö hundruð og fimmtíu milljónir í fjárveitingar til að geta staðið undir lögbundinni þjónustu að sögn forstjóra. Tilvísanir hafi aukist um 60 prósent síðustu ár á meðan hafi fjárveitingar verið skornar niður á fjárlögum. Verði ekki breyting þurfi stofnunin að skera niður þjónustu. 25. nóvember 2024 12:18