Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Jakob Bjarnar skrifar 27. nóvember 2024 11:35 Elliði segist verða þeirri stundu fegnastur þegar íbúakosningin verður afstaðin. Sú niðurstaða sem þar fæst lýsir hans vilja, þar til hafi hann enga skoðun. vísir/vilhelm/aðsend Mikill hasar er nú í sveitarfélaginu Ölfusi en þar er nú yfirstandandi íbúakosning þar sem kosið er um það hvort Heidelberg Materials fái starfsleyfi í Þorlákshöfn fyrir mölunarverksmiðju sína. Meðal annars hefur verið dreift nafnlausum bæklingum þar sem verkefninu er fundið flest til foráttu. Kosningarnar hófust 25. nóvember og standa þær til 9. desember. „Sveitarfélagið hefur enga afstöðu í þessum málum og hefur ekki lagt vinnu í að kanna sannleiksgildi í nafnlausum bæklingum,“ segir Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfus. Meðal þess sem bent hefur verið á er að Heidelberg sé á bannlistum stórra fyrirtækja og þá vegna brota á mannréttindum og alþjóðalögum sem gætu verið óásættanlegar viðskiptavenjur, náttúruspjöll og svo framvegis. Þar á meðal er Storebrand sem er stærsta eignarstýringafyrirtæki Norðurlanda og á rætur sínar að rekja til norska ríkisolíusjóðsins. Í heimi fagfjárfesta er það þekkt og virt fyrirtæki. Góður granni? Einnig er nefnt að PFA, sem er stærsti lífeyrissjóður Danmerkur sé með Heidelberg á slíkum lista, Danske Bank sem er stærsti banki Danmerkur einnig, sem og KLP sem er stærsti lífeyrissjóður Noregs. Og mörg fyrirtæki önnur mætti nefna. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við þegar litið er til þess að fyrirtækið hafi kynnt sig sem heiðvirt, umhverfisvænt og samfélagsvænt fyrirtæki sem ætlar sér að vera „góður granni“. Spurt er að ef fyrirtæki í nágrannalöndum okkar eru með Heidelberg á bannlista og ráðleggja þar með öðrum að stunda ekki viðskipti við Heidelberg, hvaða ástæður hefur sveitarstjórnin í Ölfusi fyrir því að telja slíkar ráðleggingar ómerkar? Ef fyrirtækið hefur brotið mannréttindi og alþjóðalög í öðrum löndum og íbúar þar hafa kvartað og mótmælt vegna mengunar og umhverfisáhrifa. Hvers vegna ættu íbúar Ölfuss að treysta því að Heidelberg reynist þeim góður granni? Af hverju er verið að bjóða svona fyrirtæki í Ölfus? Elliði segir sinn vilja birtast í niðurstöðu kosninga Snögg leit á vefnum leiðir reyndar í ljós að Heidelberg er á listum með Carlsberg, Coca Cola, Seven Eleven, Costco og fleiri fyrirtækjum. Elliði vill halda hlutleysi sínu gagnvart kosningunum rækilega til haga. „Sjálfur hef ég ekki séð þessa bæklinga en heyrt af þeim og hef svo sem enga skoðun á þeim. Okkar hlutverk hjá sveitarfélaginu er það eitt að gæta að því að kosningar fari fram í samræmi við lög þar að lútandi og vilja bæjarstjórnar.“ Teikning af fyrirhugaðri verksmiðju Heidelberg. Elliði tekur fram að sveitarfélagið hafi enga samninga gert við Heidelberg og til þess komi ekki nema það sá sé vilji íbúa. „Og sá vilji kemur fram í íbúakosningu og verður í kjölfar þess vilji sveitarfélagsins og þar með vilji minn.“ Kæra First Water setur strik í reikninginn Í áðurnefndum bæklingum hefur einnig komið fram kæra First Water en hugmyndin, sú sem kosið er um, er sú að mölunarverksmiðja Heidelberg verði staðsett við hlið landeldis þess fyrirtækis. Ása Berglind Hjálmarsdóttir, sem situr í minnihluta bæjarstjórnar, hefur meðal annars gert þær áhyggjur að umfjöllunarefni. Og segir rannsóknir ekki svara neinu um hvort starfsemi Heidelbergs hafi truflandi áhrif á það. Elliði segir hins vegar, þá hvað varðar afstöðu bæjarstjórnar, að hún hafi eingöngu komið fram í þeirri ákvörðun að vísa málinu til íbúakosninga. „Af sjö bæjarfulltrúum hefur eingöngu einn gefið upp sína afstöðu og sennilegt er að það verði þannig. Hinir sex hafa haldið sig til hlés og einmitt sér að stjórnsýslulegum ferli málsins.“ Segir RÚV búa til strámann og ráðast svo gegn honum Elliði segir þetta sennilega til komið vegna þess að í bæði meiri og minnihluta séu uppi fleiri en ein skoðun og því ekki tækt að ætla að keyra málið áfram á flokkslegum línum. „Illu heilli hefur fólki hinsvegar verið legið á hálsi allslags skoðanir og meira að segja ríkisútvarpið okkar allra lagðist svo lágt að fullyrða að íbúafundur sveitarfélagsins hafi verið haldinn af stjórnmálaafli, sennilega í þeim tilgangi að draga upp pólitískar línur í þessari umræðu. Það er leiður plagsiður að gera fólki upp skoðun og ráðast síðan gegn skoðun þeirra en því miður hefur það verið áberandi í umræðu um þetta mál.“ Elliði neitar hins vegar alfarið að gefa upp neina afstöðu. „Ég segi ekki sannari orð en þau að ég verð fyrst og fremst feginn þegar ákvörðun liggur fyrir og hægt að fara að vinna samkvæmt því.“ Deilur um iðnað í Ölfusi Ölfus Námuvinnsla Tengdar fréttir Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Jón Hjörleifur Stefánsson aðventisti segir hóp aðventista hafa kært leynisamning sem stjórnin gerði við Eden Mining, millilið sem hefur gert samning um efnissölu til Heidelberg. Þetta hljóti að setja yfirstandandi íbúakosningu um hvort Heidelberg fái að reisa verksmiðju í Þorlákshöfn í uppnám. 25. nóvember 2024 16:25 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Kosningarnar hófust 25. nóvember og standa þær til 9. desember. „Sveitarfélagið hefur enga afstöðu í þessum málum og hefur ekki lagt vinnu í að kanna sannleiksgildi í nafnlausum bæklingum,“ segir Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfus. Meðal þess sem bent hefur verið á er að Heidelberg sé á bannlistum stórra fyrirtækja og þá vegna brota á mannréttindum og alþjóðalögum sem gætu verið óásættanlegar viðskiptavenjur, náttúruspjöll og svo framvegis. Þar á meðal er Storebrand sem er stærsta eignarstýringafyrirtæki Norðurlanda og á rætur sínar að rekja til norska ríkisolíusjóðsins. Í heimi fagfjárfesta er það þekkt og virt fyrirtæki. Góður granni? Einnig er nefnt að PFA, sem er stærsti lífeyrissjóður Danmerkur sé með Heidelberg á slíkum lista, Danske Bank sem er stærsti banki Danmerkur einnig, sem og KLP sem er stærsti lífeyrissjóður Noregs. Og mörg fyrirtæki önnur mætti nefna. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við þegar litið er til þess að fyrirtækið hafi kynnt sig sem heiðvirt, umhverfisvænt og samfélagsvænt fyrirtæki sem ætlar sér að vera „góður granni“. Spurt er að ef fyrirtæki í nágrannalöndum okkar eru með Heidelberg á bannlista og ráðleggja þar með öðrum að stunda ekki viðskipti við Heidelberg, hvaða ástæður hefur sveitarstjórnin í Ölfusi fyrir því að telja slíkar ráðleggingar ómerkar? Ef fyrirtækið hefur brotið mannréttindi og alþjóðalög í öðrum löndum og íbúar þar hafa kvartað og mótmælt vegna mengunar og umhverfisáhrifa. Hvers vegna ættu íbúar Ölfuss að treysta því að Heidelberg reynist þeim góður granni? Af hverju er verið að bjóða svona fyrirtæki í Ölfus? Elliði segir sinn vilja birtast í niðurstöðu kosninga Snögg leit á vefnum leiðir reyndar í ljós að Heidelberg er á listum með Carlsberg, Coca Cola, Seven Eleven, Costco og fleiri fyrirtækjum. Elliði vill halda hlutleysi sínu gagnvart kosningunum rækilega til haga. „Sjálfur hef ég ekki séð þessa bæklinga en heyrt af þeim og hef svo sem enga skoðun á þeim. Okkar hlutverk hjá sveitarfélaginu er það eitt að gæta að því að kosningar fari fram í samræmi við lög þar að lútandi og vilja bæjarstjórnar.“ Teikning af fyrirhugaðri verksmiðju Heidelberg. Elliði tekur fram að sveitarfélagið hafi enga samninga gert við Heidelberg og til þess komi ekki nema það sá sé vilji íbúa. „Og sá vilji kemur fram í íbúakosningu og verður í kjölfar þess vilji sveitarfélagsins og þar með vilji minn.“ Kæra First Water setur strik í reikninginn Í áðurnefndum bæklingum hefur einnig komið fram kæra First Water en hugmyndin, sú sem kosið er um, er sú að mölunarverksmiðja Heidelberg verði staðsett við hlið landeldis þess fyrirtækis. Ása Berglind Hjálmarsdóttir, sem situr í minnihluta bæjarstjórnar, hefur meðal annars gert þær áhyggjur að umfjöllunarefni. Og segir rannsóknir ekki svara neinu um hvort starfsemi Heidelbergs hafi truflandi áhrif á það. Elliði segir hins vegar, þá hvað varðar afstöðu bæjarstjórnar, að hún hafi eingöngu komið fram í þeirri ákvörðun að vísa málinu til íbúakosninga. „Af sjö bæjarfulltrúum hefur eingöngu einn gefið upp sína afstöðu og sennilegt er að það verði þannig. Hinir sex hafa haldið sig til hlés og einmitt sér að stjórnsýslulegum ferli málsins.“ Segir RÚV búa til strámann og ráðast svo gegn honum Elliði segir þetta sennilega til komið vegna þess að í bæði meiri og minnihluta séu uppi fleiri en ein skoðun og því ekki tækt að ætla að keyra málið áfram á flokkslegum línum. „Illu heilli hefur fólki hinsvegar verið legið á hálsi allslags skoðanir og meira að segja ríkisútvarpið okkar allra lagðist svo lágt að fullyrða að íbúafundur sveitarfélagsins hafi verið haldinn af stjórnmálaafli, sennilega í þeim tilgangi að draga upp pólitískar línur í þessari umræðu. Það er leiður plagsiður að gera fólki upp skoðun og ráðast síðan gegn skoðun þeirra en því miður hefur það verið áberandi í umræðu um þetta mál.“ Elliði neitar hins vegar alfarið að gefa upp neina afstöðu. „Ég segi ekki sannari orð en þau að ég verð fyrst og fremst feginn þegar ákvörðun liggur fyrir og hægt að fara að vinna samkvæmt því.“
Deilur um iðnað í Ölfusi Ölfus Námuvinnsla Tengdar fréttir Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Jón Hjörleifur Stefánsson aðventisti segir hóp aðventista hafa kært leynisamning sem stjórnin gerði við Eden Mining, millilið sem hefur gert samning um efnissölu til Heidelberg. Þetta hljóti að setja yfirstandandi íbúakosningu um hvort Heidelberg fái að reisa verksmiðju í Þorlákshöfn í uppnám. 25. nóvember 2024 16:25 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Jón Hjörleifur Stefánsson aðventisti segir hóp aðventista hafa kært leynisamning sem stjórnin gerði við Eden Mining, millilið sem hefur gert samning um efnissölu til Heidelberg. Þetta hljóti að setja yfirstandandi íbúakosningu um hvort Heidelberg fái að reisa verksmiðju í Þorlákshöfn í uppnám. 25. nóvember 2024 16:25