X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar 28. nóvember 2024 11:02 Ísland er ótrúlegt land. Ég valdi það ekki að fæðast hér en hingað kom ég samt. Foreldrar mínir eignuðust mig tíu árum eftir myntbreytinguna, þar sem þurfti að fella af tvö núll af íslensku krónunni í tilraun íslenska ríkisins til þess að forða óðaverðbólgu. Ástandið var þannig að það kostaði meira að framleiða krónu pening en virði krónu peningsins var í hagkerfinu. Vá, stór orð. Myntbreyting - óðaverðbólga - hagkerfi. Röddin í höfðinu á þér sem les upphátt þegar þú ert að lesa í hljóði er byrjuð að dofna, athyglin er að fara eitthvað annað. Skrollum nú Tik Tok, Instagram… Varstu að fá Snapchat? BÍDDU AÐEINS. Ég ætla að mála öðruvísi mynd. Þó svo ég hafi ekki valið það að fæðast hér þá hef ég samt val um það að fara héðan. Meira að segja að fara héðan og koma aldrei aftur. Þú hefur líka það val. En, við sem erum ung og búum hér hljótum að eðlisfari að vera forvitið fólk, þrjósk og búið mikilli seiglu. Það er nefnilega það sem þarf til þess að búa hér. Ég hvet þig til þess að nýta þennan kraft okkar til þess að breyta því sem breyta þarf. Íslenska ríkið er ekki blaðra sem er hægt að blása í endalaust, það þarf að taka loftið úr blöðrunni áður en hún springur enn einu sinni. Fækkum stofnunum því ríkið á ekki að selja áfengi, senda póst eða sjá um happdrætti. Sameinum stofnanir þar sem hægt er, nýtum þekkingagrunninn sem við höfum og hættum að sóa kröftum mannauðsins með því að láta fólk dúsa hornana á milli eins og ormar á gulli með sérþekkingu. Deilum upplýsingum og opnum á gagnagrunna. Aukum gegnsæi. Ertu ennþá hér? Okei okei. Smá í viðbót. Við búum í ótrúlegu landi. Við höfum enga stjórn á því hvenær næst eldgos verða eða jarðskjálftar. En við höfum stjórn á ansi mörgu. Við höfum stjórn á framtíðinni. Gefum bændum val á því hvert þeir selja sína afurð, veitum þeim meira frelsi. Jöfnum tækifæri framhaldsskólanemenda sem búa í dreifðum byggðum. Horfum til þess að jafna tækifæri eftir búsetu þeirra ungra einstaklinga sem vilja stunda strandveiðar. Setjum fram langtíma áætlanir varðandi stuðning til nýsköpunar og frumkvöðlastarfsemi þannig einstaklingar horfi til þess að það sé spennandi framtíð í hugmyndaauðgi þeirra. Förum í innspýtingu í tækniþróun í heilbrigðiskerfinu svo það sé hægt að þjónusta okkur betur í heimabyggð. Setjum meira frelsi inn í fæðingarorlofskerfið og horfum til þess að leyfa fólki að halda tekjum sínum í fæðingarorlofi. Við skulum halda áfram að velja að búa hér. Horfum til framtíðar. Nú máttu skrolla. Höfundur skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Norðausturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Mest lesið Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland er ótrúlegt land. Ég valdi það ekki að fæðast hér en hingað kom ég samt. Foreldrar mínir eignuðust mig tíu árum eftir myntbreytinguna, þar sem þurfti að fella af tvö núll af íslensku krónunni í tilraun íslenska ríkisins til þess að forða óðaverðbólgu. Ástandið var þannig að það kostaði meira að framleiða krónu pening en virði krónu peningsins var í hagkerfinu. Vá, stór orð. Myntbreyting - óðaverðbólga - hagkerfi. Röddin í höfðinu á þér sem les upphátt þegar þú ert að lesa í hljóði er byrjuð að dofna, athyglin er að fara eitthvað annað. Skrollum nú Tik Tok, Instagram… Varstu að fá Snapchat? BÍDDU AÐEINS. Ég ætla að mála öðruvísi mynd. Þó svo ég hafi ekki valið það að fæðast hér þá hef ég samt val um það að fara héðan. Meira að segja að fara héðan og koma aldrei aftur. Þú hefur líka það val. En, við sem erum ung og búum hér hljótum að eðlisfari að vera forvitið fólk, þrjósk og búið mikilli seiglu. Það er nefnilega það sem þarf til þess að búa hér. Ég hvet þig til þess að nýta þennan kraft okkar til þess að breyta því sem breyta þarf. Íslenska ríkið er ekki blaðra sem er hægt að blása í endalaust, það þarf að taka loftið úr blöðrunni áður en hún springur enn einu sinni. Fækkum stofnunum því ríkið á ekki að selja áfengi, senda póst eða sjá um happdrætti. Sameinum stofnanir þar sem hægt er, nýtum þekkingagrunninn sem við höfum og hættum að sóa kröftum mannauðsins með því að láta fólk dúsa hornana á milli eins og ormar á gulli með sérþekkingu. Deilum upplýsingum og opnum á gagnagrunna. Aukum gegnsæi. Ertu ennþá hér? Okei okei. Smá í viðbót. Við búum í ótrúlegu landi. Við höfum enga stjórn á því hvenær næst eldgos verða eða jarðskjálftar. En við höfum stjórn á ansi mörgu. Við höfum stjórn á framtíðinni. Gefum bændum val á því hvert þeir selja sína afurð, veitum þeim meira frelsi. Jöfnum tækifæri framhaldsskólanemenda sem búa í dreifðum byggðum. Horfum til þess að jafna tækifæri eftir búsetu þeirra ungra einstaklinga sem vilja stunda strandveiðar. Setjum fram langtíma áætlanir varðandi stuðning til nýsköpunar og frumkvöðlastarfsemi þannig einstaklingar horfi til þess að það sé spennandi framtíð í hugmyndaauðgi þeirra. Förum í innspýtingu í tækniþróun í heilbrigðiskerfinu svo það sé hægt að þjónusta okkur betur í heimabyggð. Setjum meira frelsi inn í fæðingarorlofskerfið og horfum til þess að leyfa fólki að halda tekjum sínum í fæðingarorlofi. Við skulum halda áfram að velja að búa hér. Horfum til framtíðar. Nú máttu skrolla. Höfundur skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Norðausturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun