X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar 28. nóvember 2024 11:02 Ísland er ótrúlegt land. Ég valdi það ekki að fæðast hér en hingað kom ég samt. Foreldrar mínir eignuðust mig tíu árum eftir myntbreytinguna, þar sem þurfti að fella af tvö núll af íslensku krónunni í tilraun íslenska ríkisins til þess að forða óðaverðbólgu. Ástandið var þannig að það kostaði meira að framleiða krónu pening en virði krónu peningsins var í hagkerfinu. Vá, stór orð. Myntbreyting - óðaverðbólga - hagkerfi. Röddin í höfðinu á þér sem les upphátt þegar þú ert að lesa í hljóði er byrjuð að dofna, athyglin er að fara eitthvað annað. Skrollum nú Tik Tok, Instagram… Varstu að fá Snapchat? BÍDDU AÐEINS. Ég ætla að mála öðruvísi mynd. Þó svo ég hafi ekki valið það að fæðast hér þá hef ég samt val um það að fara héðan. Meira að segja að fara héðan og koma aldrei aftur. Þú hefur líka það val. En, við sem erum ung og búum hér hljótum að eðlisfari að vera forvitið fólk, þrjósk og búið mikilli seiglu. Það er nefnilega það sem þarf til þess að búa hér. Ég hvet þig til þess að nýta þennan kraft okkar til þess að breyta því sem breyta þarf. Íslenska ríkið er ekki blaðra sem er hægt að blása í endalaust, það þarf að taka loftið úr blöðrunni áður en hún springur enn einu sinni. Fækkum stofnunum því ríkið á ekki að selja áfengi, senda póst eða sjá um happdrætti. Sameinum stofnanir þar sem hægt er, nýtum þekkingagrunninn sem við höfum og hættum að sóa kröftum mannauðsins með því að láta fólk dúsa hornana á milli eins og ormar á gulli með sérþekkingu. Deilum upplýsingum og opnum á gagnagrunna. Aukum gegnsæi. Ertu ennþá hér? Okei okei. Smá í viðbót. Við búum í ótrúlegu landi. Við höfum enga stjórn á því hvenær næst eldgos verða eða jarðskjálftar. En við höfum stjórn á ansi mörgu. Við höfum stjórn á framtíðinni. Gefum bændum val á því hvert þeir selja sína afurð, veitum þeim meira frelsi. Jöfnum tækifæri framhaldsskólanemenda sem búa í dreifðum byggðum. Horfum til þess að jafna tækifæri eftir búsetu þeirra ungra einstaklinga sem vilja stunda strandveiðar. Setjum fram langtíma áætlanir varðandi stuðning til nýsköpunar og frumkvöðlastarfsemi þannig einstaklingar horfi til þess að það sé spennandi framtíð í hugmyndaauðgi þeirra. Förum í innspýtingu í tækniþróun í heilbrigðiskerfinu svo það sé hægt að þjónusta okkur betur í heimabyggð. Setjum meira frelsi inn í fæðingarorlofskerfið og horfum til þess að leyfa fólki að halda tekjum sínum í fæðingarorlofi. Við skulum halda áfram að velja að búa hér. Horfum til framtíðar. Nú máttu skrolla. Höfundur skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Norðausturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Ísland er ótrúlegt land. Ég valdi það ekki að fæðast hér en hingað kom ég samt. Foreldrar mínir eignuðust mig tíu árum eftir myntbreytinguna, þar sem þurfti að fella af tvö núll af íslensku krónunni í tilraun íslenska ríkisins til þess að forða óðaverðbólgu. Ástandið var þannig að það kostaði meira að framleiða krónu pening en virði krónu peningsins var í hagkerfinu. Vá, stór orð. Myntbreyting - óðaverðbólga - hagkerfi. Röddin í höfðinu á þér sem les upphátt þegar þú ert að lesa í hljóði er byrjuð að dofna, athyglin er að fara eitthvað annað. Skrollum nú Tik Tok, Instagram… Varstu að fá Snapchat? BÍDDU AÐEINS. Ég ætla að mála öðruvísi mynd. Þó svo ég hafi ekki valið það að fæðast hér þá hef ég samt val um það að fara héðan. Meira að segja að fara héðan og koma aldrei aftur. Þú hefur líka það val. En, við sem erum ung og búum hér hljótum að eðlisfari að vera forvitið fólk, þrjósk og búið mikilli seiglu. Það er nefnilega það sem þarf til þess að búa hér. Ég hvet þig til þess að nýta þennan kraft okkar til þess að breyta því sem breyta þarf. Íslenska ríkið er ekki blaðra sem er hægt að blása í endalaust, það þarf að taka loftið úr blöðrunni áður en hún springur enn einu sinni. Fækkum stofnunum því ríkið á ekki að selja áfengi, senda póst eða sjá um happdrætti. Sameinum stofnanir þar sem hægt er, nýtum þekkingagrunninn sem við höfum og hættum að sóa kröftum mannauðsins með því að láta fólk dúsa hornana á milli eins og ormar á gulli með sérþekkingu. Deilum upplýsingum og opnum á gagnagrunna. Aukum gegnsæi. Ertu ennþá hér? Okei okei. Smá í viðbót. Við búum í ótrúlegu landi. Við höfum enga stjórn á því hvenær næst eldgos verða eða jarðskjálftar. En við höfum stjórn á ansi mörgu. Við höfum stjórn á framtíðinni. Gefum bændum val á því hvert þeir selja sína afurð, veitum þeim meira frelsi. Jöfnum tækifæri framhaldsskólanemenda sem búa í dreifðum byggðum. Horfum til þess að jafna tækifæri eftir búsetu þeirra ungra einstaklinga sem vilja stunda strandveiðar. Setjum fram langtíma áætlanir varðandi stuðning til nýsköpunar og frumkvöðlastarfsemi þannig einstaklingar horfi til þess að það sé spennandi framtíð í hugmyndaauðgi þeirra. Förum í innspýtingu í tækniþróun í heilbrigðiskerfinu svo það sé hægt að þjónusta okkur betur í heimabyggð. Setjum meira frelsi inn í fæðingarorlofskerfið og horfum til þess að leyfa fólki að halda tekjum sínum í fæðingarorlofi. Við skulum halda áfram að velja að búa hér. Horfum til framtíðar. Nú máttu skrolla. Höfundur skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Norðausturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun