Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar 28. nóvember 2024 13:03 Friðar- og afvopnunarmál hafa ekki farið hátt í kosningabaráttunni hingað til. Það er þó full ástæða til þess að veita þeim gaum því ófriðarbál loga víða og Ísland er ekki verða ósnortið af þeim átökum. Samtök hernaðarandstæðinga sendu því spurningalista til þeirra framboða sem bjóða fram á landsvísu og fengu svör frá öllum nema Flokk fólksins þó að sumir flokkar hafi ekki svarað öllum spurningum. Vopnakaup og herlaust land? Þar má tína til ýmislegt jákvætt, enginn flokkur vill t.d. stofna íslenskan her og flokkar frá Framsókn til Sósíalista nefna stuðning við mannréttindi og jafnréttismál á alþjóðavettvangi og Vinstri græn umhverfismálin að auki sem mikilvæg tæki til friðar. Flestir flokkar lýsa sig og hlynnta því að Ísland vinni að afvopnun og friðsamlegum samskiptum á vettvangi alþjóðastofnanna en Sjálfstæðisflokkurinn tekur sérstaklega fram að hann telji einhliða afvopnun ekki skynsamlega. Þar standa Píratar hinsvegar upp úr, þeir nefna sérstaklega stuðning sinn við Alþjóðasáttmálann um bann við kjarnorkuvopnum, vilja skýrari ákvæði um kjarnorkuvopnafriðlýsingu Íslands og gagnrýna aukna hernaðaruppbyggingu á Keflavíkurflugvelli. Píratar, Sósíalistar og Vinstri græn eru tilbúin að tala fyrir vopnaflutningabanni og viðskiptaþvingunum gegn Ísrael og Samfylkingin fordæmir framferði Ísraelsríkið einnig harðlega. Athyglisvert er að enginn flokkur kannaðist við það að styðja vopnakaup til erlendra herja. Allir flokkar í fráfarandi ríkisstjórn sögðu að Ísland ætti ekki að leggja til hermenn eða vopn en þó voru þingmenn Pírata ásamt einum þingmanni Vinstri grænna þeir einu sem sátu hjá þegar kom að þeim hluta þingsályktunar um stuðning við Úkraínu sem snýr að vopnakaupum. Á grundvelli þessarar þingsályktunartillögu hefur Ísland nú þegar lofað hundruðum milljóna í vopnakaup til Úkraínska hersins. Ég velti því fyrir mér hvort að hér sé um stefnubreytingu að ræða eða undarlega túlkun á því hvað felist í því að leggja til vopn. Nató á tímum Trumps Þegar kemur að einu helsta baráttumáli Samtaka hernaðarandstæðinga eru bara tveir flokkar sem styðja úrsögn úr Nató. Vinstri græn hafa verið mótfallinn aðild frá upphafi og benda á að Nató er kjarnorkuvopnabandalag sem áskilur sér rétt til að beita þeim að fyrra bragði. Sósíalistar vilja taka málið upp sem fyrst og nefna réttilega á að þjóðin var aldrei spurð um inngöngu. Píratar hafa ekki mótað sér afstöðu og eru opnir fyrir endurskoðun aðildar en vilja líkt og Lýðræðisflokkurinn einungis tilheyra Nató sem varnarbandalagi en ekki árásarbandalagi. Það er að mínu mati óskhyggja að ætla að velja sér hvernig bandalagi við ætlum að tilheyra því að það Nató sem við tilheyrum í dag er vissulega hernaðarbandalag sem hefur tekið þátt í fjölmörgum stríðsaðgerðum utan landamæra sinna. Aðrir flokkar tóku svo eindregna afstöðu með Nató-aðild. Í síðustu spurningu okkar til framboðanna bentum við svo á hina augljósu en vandræðalega staðreynd að Donald Trump mun senn taka við embætti forseta í lang-valdamesta ríki bandalagsins. Hann hefur ekki farið dult með andúð sína á framlagi annarra Nató-þjóða og hefur m.a. grínast með það að siga Rússum á þær þjóðir sem ekki borga sinn skerf. Þó að það gangi ekki eftir ættu stuðningsmenn Nató að spyrja sig hvort að þeir geti treyst bandalagi með Bandaríkjunum alfarið fyrir vörnum landsins eða hvort að þeir séu tilbúnir að standa undir þeim fjáraustri sem leiðtogar beggja vegna Atlantshafsins krefjast í hernaðarmál. Svar Pírata, Sósíalista og Vinstri grænna er blessunarlega nei. Ég vil hvetja friðarsinna og áhugafólk um utanríkismál til þess að skoða svör flokkanna á vefnum fridur.is og gera svo upp við sig hvaða flokk er best treystandi til að standa gegn sívaxandi hervæðingu Evrópu, Norðurlandasamstarfs og Norðurslóða. Höfundur er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guttormur Þorsteinsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Friðar- og afvopnunarmál hafa ekki farið hátt í kosningabaráttunni hingað til. Það er þó full ástæða til þess að veita þeim gaum því ófriðarbál loga víða og Ísland er ekki verða ósnortið af þeim átökum. Samtök hernaðarandstæðinga sendu því spurningalista til þeirra framboða sem bjóða fram á landsvísu og fengu svör frá öllum nema Flokk fólksins þó að sumir flokkar hafi ekki svarað öllum spurningum. Vopnakaup og herlaust land? Þar má tína til ýmislegt jákvætt, enginn flokkur vill t.d. stofna íslenskan her og flokkar frá Framsókn til Sósíalista nefna stuðning við mannréttindi og jafnréttismál á alþjóðavettvangi og Vinstri græn umhverfismálin að auki sem mikilvæg tæki til friðar. Flestir flokkar lýsa sig og hlynnta því að Ísland vinni að afvopnun og friðsamlegum samskiptum á vettvangi alþjóðastofnanna en Sjálfstæðisflokkurinn tekur sérstaklega fram að hann telji einhliða afvopnun ekki skynsamlega. Þar standa Píratar hinsvegar upp úr, þeir nefna sérstaklega stuðning sinn við Alþjóðasáttmálann um bann við kjarnorkuvopnum, vilja skýrari ákvæði um kjarnorkuvopnafriðlýsingu Íslands og gagnrýna aukna hernaðaruppbyggingu á Keflavíkurflugvelli. Píratar, Sósíalistar og Vinstri græn eru tilbúin að tala fyrir vopnaflutningabanni og viðskiptaþvingunum gegn Ísrael og Samfylkingin fordæmir framferði Ísraelsríkið einnig harðlega. Athyglisvert er að enginn flokkur kannaðist við það að styðja vopnakaup til erlendra herja. Allir flokkar í fráfarandi ríkisstjórn sögðu að Ísland ætti ekki að leggja til hermenn eða vopn en þó voru þingmenn Pírata ásamt einum þingmanni Vinstri grænna þeir einu sem sátu hjá þegar kom að þeim hluta þingsályktunar um stuðning við Úkraínu sem snýr að vopnakaupum. Á grundvelli þessarar þingsályktunartillögu hefur Ísland nú þegar lofað hundruðum milljóna í vopnakaup til Úkraínska hersins. Ég velti því fyrir mér hvort að hér sé um stefnubreytingu að ræða eða undarlega túlkun á því hvað felist í því að leggja til vopn. Nató á tímum Trumps Þegar kemur að einu helsta baráttumáli Samtaka hernaðarandstæðinga eru bara tveir flokkar sem styðja úrsögn úr Nató. Vinstri græn hafa verið mótfallinn aðild frá upphafi og benda á að Nató er kjarnorkuvopnabandalag sem áskilur sér rétt til að beita þeim að fyrra bragði. Sósíalistar vilja taka málið upp sem fyrst og nefna réttilega á að þjóðin var aldrei spurð um inngöngu. Píratar hafa ekki mótað sér afstöðu og eru opnir fyrir endurskoðun aðildar en vilja líkt og Lýðræðisflokkurinn einungis tilheyra Nató sem varnarbandalagi en ekki árásarbandalagi. Það er að mínu mati óskhyggja að ætla að velja sér hvernig bandalagi við ætlum að tilheyra því að það Nató sem við tilheyrum í dag er vissulega hernaðarbandalag sem hefur tekið þátt í fjölmörgum stríðsaðgerðum utan landamæra sinna. Aðrir flokkar tóku svo eindregna afstöðu með Nató-aðild. Í síðustu spurningu okkar til framboðanna bentum við svo á hina augljósu en vandræðalega staðreynd að Donald Trump mun senn taka við embætti forseta í lang-valdamesta ríki bandalagsins. Hann hefur ekki farið dult með andúð sína á framlagi annarra Nató-þjóða og hefur m.a. grínast með það að siga Rússum á þær þjóðir sem ekki borga sinn skerf. Þó að það gangi ekki eftir ættu stuðningsmenn Nató að spyrja sig hvort að þeir geti treyst bandalagi með Bandaríkjunum alfarið fyrir vörnum landsins eða hvort að þeir séu tilbúnir að standa undir þeim fjáraustri sem leiðtogar beggja vegna Atlantshafsins krefjast í hernaðarmál. Svar Pírata, Sósíalista og Vinstri grænna er blessunarlega nei. Ég vil hvetja friðarsinna og áhugafólk um utanríkismál til þess að skoða svör flokkanna á vefnum fridur.is og gera svo upp við sig hvaða flokk er best treystandi til að standa gegn sívaxandi hervæðingu Evrópu, Norðurlandasamstarfs og Norðurslóða. Höfundur er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga.
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun