Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. nóvember 2024 19:40 Christopher Nkunku kemur Chelsea yfir gegn Heidenheim. getty/Alex Grimm Chelsea er enn með fullt hús stiga í Sambandsdeild Evrópu eftir 0-2 útisigur á Heidenheim í kvöld. Fyrir viðureignina höfðu bæði lið unnið fyrstu þrjá leiki sína í keppninni. Eitthvað varð því undan að láta í Heidenheim í kvöld. Staðan í hálfleik var markalaus en Christopher Nkunku kom Chelsea yfir á 51. mínútu. Frakkinn hefur verið sjóðheitur í Sambandsdeildinni og skorað sjö mörk í henni á tímabilinu. Mykhailo Mudryk gulltryggði svo sigur Chelsea þegar hann skoraði annað mark liðsins fjórum mínútum fyrir leikslok. Jadon Sancho lagði upp bæði mörk Chelsea. Lokatölur 0-2, Chelsea í vil. Liðið hefur unnið alla fjóra leiki sína í Sambandsdeildinni með markatölunni 18-3. Sambandsdeild Evrópu
Chelsea er enn með fullt hús stiga í Sambandsdeild Evrópu eftir 0-2 útisigur á Heidenheim í kvöld. Fyrir viðureignina höfðu bæði lið unnið fyrstu þrjá leiki sína í keppninni. Eitthvað varð því undan að láta í Heidenheim í kvöld. Staðan í hálfleik var markalaus en Christopher Nkunku kom Chelsea yfir á 51. mínútu. Frakkinn hefur verið sjóðheitur í Sambandsdeildinni og skorað sjö mörk í henni á tímabilinu. Mykhailo Mudryk gulltryggði svo sigur Chelsea þegar hann skoraði annað mark liðsins fjórum mínútum fyrir leikslok. Jadon Sancho lagði upp bæði mörk Chelsea. Lokatölur 0-2, Chelsea í vil. Liðið hefur unnið alla fjóra leiki sína í Sambandsdeildinni með markatölunni 18-3.