Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Jón Þór Stefánsson skrifar 29. nóvember 2024 09:01 Þjófar stálu verðmætum úr tveimur verslunum Elko, í Lindum og Skeifunni. Vísir/Vilhelm Sakborningur í Elko-málinu svokallaða er grunaður um fjölda annarra afbrota, þar eru átta þjófnaðarbrot og sex umferðarlagabrot. Hann er einnig grunaður um heimilisofbeldi og hlaut dóm fyrir ýmis brot í haust. Elko-málið varðar þjófnað í tveimur verslunum raftækjarisans Elko, í Lindum og Skeifunni, sem voru framin að kvöldi 22. september og aðfaranótt 23. sama mánaðar. Maðurinn er grunaður um að fremja verknaðinn ásamt fleirum. Greint var frá því að virði þýfisins hlaupi á tugmilljónum króna, en þeir höfðu síma, dýr tæki og reiðufé með sér á brott. Í fyrstu voru sjö Rúmenar, bæði karlar og konur, handteknir vegna málsins. Þar af voru þrír handteknir eftir að hafa innritað sig í flug á Keflavíkurflugvelli. Aðrir tveir voru handteknir með þýfi á leið í Norrænu. Í kjölfar þess að málið kom upp lýsti lögreglan eftir tveimur mönnum. Skömmu eftir að tilkynning lögreglu þess efnis birtist sagðist hún hafa fengið upplýsingar um hverjir þeir væru. Tók eftir því daginn eftir að einhver hefði brotist inn Í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá 4. október síðastliðnum er haft eftir vitni sem var að vinna við framkvæmdir í húsnæði Elko í Lindum að þegar hann hafi farið úr vinnu klukkan fjögur síðdegis 22. september hafi allt verið í lagi. Þegar hann kom daginn eftir hafi verið búið að brjóta timburhlera á glugga húsnæðisins. Hann sagði að búið væri að opna peningaskáp sem var inni í versluninni. Þá væri lögreglan með nafnlausa ábendingu um að einn maður, sá sem er grunaður um fjöldann allan af afbrotum, tengdist málinu. Hann hafi verið handtekinn samdægurs, 23. september og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Grunaður um heimilisofbeldi Auk Elko-málsins væri hann undir rökstuddum grun í sextán öðrum málum. Þá liggur fyrir ákvörðun Útlendingastofnunnar um brottvísun og þriggja ára endurkomubann mannsins til Íslands. Honum var birt sú ákvörðun nokkrum dögum eftir handtökuna. Maðurinn er grunaður um heimilisofbeldi. Hann er talinn hafa ráðist með ofbeldi gegn dóttur sinni og barnsmóður. Meint brot hans telst varða 218. grein b. almennra hegningarlaga. Það er að segja að hann er grunaður um að hafa á endurtekið eða á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð barnsins og barnsmóðurinnar. Margra milljóna þýfi í öðrum málum Maðurinn er grunaður um fjölda þjófnaðarbrota. Að Elko-málinu undanskildu er umfangsmesta málið þjófnaður á ýmsum munum í Nova á Selfossi. Þar er maðurinn grunaður um að stela níu farsímum og hátalara, hvers virði var samanlagt 1,739 milljónir króna. Hann er einnig grunaður um sjö önnur þjófnaðarbrot í verslunum Elko, Krónunnar, Lyfju, Bónus og ÁTVR sem voru framin frá maí og til ágústmánuðar á þessu ári. Samanlagt verðmæti þýfis þeirra mála mun vera um það bil 340 þúsund krónur. Einnig er maðurinn grunaður um fjölda umferðarlagabrota sem varða til að mynda of hraðan akstur, akstur undir áhrifum og akstur án ökuréttinda. Þar að auki má minnast á að í september hlaut maðurinn fimm mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára fyrir ýmis brot, þar á meðal fjölda þjófnaðarbrota sem samanlagt vörðuðu þýfi sem hleypur á tæpri einni og hálfri milljón króna. Þjófnaður í Elko Dómsmál Lögreglumál Kópavogur Reykjavík Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Elko-málið varðar þjófnað í tveimur verslunum raftækjarisans Elko, í Lindum og Skeifunni, sem voru framin að kvöldi 22. september og aðfaranótt 23. sama mánaðar. Maðurinn er grunaður um að fremja verknaðinn ásamt fleirum. Greint var frá því að virði þýfisins hlaupi á tugmilljónum króna, en þeir höfðu síma, dýr tæki og reiðufé með sér á brott. Í fyrstu voru sjö Rúmenar, bæði karlar og konur, handteknir vegna málsins. Þar af voru þrír handteknir eftir að hafa innritað sig í flug á Keflavíkurflugvelli. Aðrir tveir voru handteknir með þýfi á leið í Norrænu. Í kjölfar þess að málið kom upp lýsti lögreglan eftir tveimur mönnum. Skömmu eftir að tilkynning lögreglu þess efnis birtist sagðist hún hafa fengið upplýsingar um hverjir þeir væru. Tók eftir því daginn eftir að einhver hefði brotist inn Í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá 4. október síðastliðnum er haft eftir vitni sem var að vinna við framkvæmdir í húsnæði Elko í Lindum að þegar hann hafi farið úr vinnu klukkan fjögur síðdegis 22. september hafi allt verið í lagi. Þegar hann kom daginn eftir hafi verið búið að brjóta timburhlera á glugga húsnæðisins. Hann sagði að búið væri að opna peningaskáp sem var inni í versluninni. Þá væri lögreglan með nafnlausa ábendingu um að einn maður, sá sem er grunaður um fjöldann allan af afbrotum, tengdist málinu. Hann hafi verið handtekinn samdægurs, 23. september og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Grunaður um heimilisofbeldi Auk Elko-málsins væri hann undir rökstuddum grun í sextán öðrum málum. Þá liggur fyrir ákvörðun Útlendingastofnunnar um brottvísun og þriggja ára endurkomubann mannsins til Íslands. Honum var birt sú ákvörðun nokkrum dögum eftir handtökuna. Maðurinn er grunaður um heimilisofbeldi. Hann er talinn hafa ráðist með ofbeldi gegn dóttur sinni og barnsmóður. Meint brot hans telst varða 218. grein b. almennra hegningarlaga. Það er að segja að hann er grunaður um að hafa á endurtekið eða á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð barnsins og barnsmóðurinnar. Margra milljóna þýfi í öðrum málum Maðurinn er grunaður um fjölda þjófnaðarbrota. Að Elko-málinu undanskildu er umfangsmesta málið þjófnaður á ýmsum munum í Nova á Selfossi. Þar er maðurinn grunaður um að stela níu farsímum og hátalara, hvers virði var samanlagt 1,739 milljónir króna. Hann er einnig grunaður um sjö önnur þjófnaðarbrot í verslunum Elko, Krónunnar, Lyfju, Bónus og ÁTVR sem voru framin frá maí og til ágústmánuðar á þessu ári. Samanlagt verðmæti þýfis þeirra mála mun vera um það bil 340 þúsund krónur. Einnig er maðurinn grunaður um fjölda umferðarlagabrota sem varða til að mynda of hraðan akstur, akstur undir áhrifum og akstur án ökuréttinda. Þar að auki má minnast á að í september hlaut maðurinn fimm mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára fyrir ýmis brot, þar á meðal fjölda þjófnaðarbrota sem samanlagt vörðuðu þýfi sem hleypur á tæpri einni og hálfri milljón króna.
Þjófnaður í Elko Dómsmál Lögreglumál Kópavogur Reykjavík Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira