Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar 28. nóvember 2024 17:12 Komið er að lok kosningabaráttu sem hefur í senn verið áhugaverð og skemmtileg. Til hennar var boðað með skömmum fyrirvara sem varð til þess að flestum flokkum gafst ekki tími til að efna til prófkjara. Niðurstaðan var því sú að stillt var upp á lista og verð ég að segja að mjög vel hafi tekist til víðast hvar. Í sætum ofarlega á listum núna situr efnilegt og frambærilegt fólk sem líklega hefði ekki gefið kost á sér ef það hefði þurft að taka þátt í prófkjöri og sennilega margir líka sem ekki hefðu náð árangri með þeirri aðferð. Má þar minna á að núverandi starfandi forsætisráðherra kom einmitt inn á þing eftir uppstillingu. Í prófkjörum eru það oftast þeir sem starfað hafa lengst í viðkomandi flokki sem vegnar best það er ef viðkomandi sýnir áhuga á að gefa kost á sér áfram. Nánast óþekkt er að slíkir flokkshestar séu felldir í prófkjörum. Þá tel ég líklegt að einhverjir þeirra sem nú er líklegt að nái inn á þing hefðu aldrei náð því ef þeim hefði ekki verið stillt upp á lista. Í kjölfar forsetakosninganna í vor var talað um að fólk hafi kostið taktískt. Menn töldu að koma ætti í veg fyrir kjör fyrrverandi forsætisráðherra með því að kjósa þann sem líklegastur væri að fella hana. Sjálf var ég mjög ánægð með niðurstöðu kosninganna og er þeirrar skoðunar að forsetinn okkar hefði náð kjöri á eigin verðleikum en það er annað mál. Nú er aftur farið að tala um taktískar kosningar. Við sjáum í skoðanakönnunum að einhverjir flokkar eiga enga möguleika á að ná inn á þing. Þar falla dauð mörg atkvæði og eðlilegt að stuðningsmenn hafi af því áhyggjur. Þá hafa myndast tveir turnar flokka sem verið hafa í stjórnaraðstöðu. Og þar sem líklegt er að annar hvor þeirra verði skilgreindur sem sigurvegari kosninganna og fái þar með umboð til að mynda stjórn, skiptir máli hvor þeirra endar stærstur. Þar gæti skipt sköpum atkvæði þeirra sem velja að kjósa taktískt svo þeirra atkvæði nýtist. Spennan er nánast að verða óbærileg ekki síst varðandi það hvort veðrið verði í aðalhlutverki á kjördag eða ekki. Hvernig sem fer, styttist í sögulegar kosningar að lokinni sérlega skemmtilegrar kosningabaráttu. Höfundur er áhugamaður um almenna velferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Sjá meira
Komið er að lok kosningabaráttu sem hefur í senn verið áhugaverð og skemmtileg. Til hennar var boðað með skömmum fyrirvara sem varð til þess að flestum flokkum gafst ekki tími til að efna til prófkjara. Niðurstaðan var því sú að stillt var upp á lista og verð ég að segja að mjög vel hafi tekist til víðast hvar. Í sætum ofarlega á listum núna situr efnilegt og frambærilegt fólk sem líklega hefði ekki gefið kost á sér ef það hefði þurft að taka þátt í prófkjöri og sennilega margir líka sem ekki hefðu náð árangri með þeirri aðferð. Má þar minna á að núverandi starfandi forsætisráðherra kom einmitt inn á þing eftir uppstillingu. Í prófkjörum eru það oftast þeir sem starfað hafa lengst í viðkomandi flokki sem vegnar best það er ef viðkomandi sýnir áhuga á að gefa kost á sér áfram. Nánast óþekkt er að slíkir flokkshestar séu felldir í prófkjörum. Þá tel ég líklegt að einhverjir þeirra sem nú er líklegt að nái inn á þing hefðu aldrei náð því ef þeim hefði ekki verið stillt upp á lista. Í kjölfar forsetakosninganna í vor var talað um að fólk hafi kostið taktískt. Menn töldu að koma ætti í veg fyrir kjör fyrrverandi forsætisráðherra með því að kjósa þann sem líklegastur væri að fella hana. Sjálf var ég mjög ánægð með niðurstöðu kosninganna og er þeirrar skoðunar að forsetinn okkar hefði náð kjöri á eigin verðleikum en það er annað mál. Nú er aftur farið að tala um taktískar kosningar. Við sjáum í skoðanakönnunum að einhverjir flokkar eiga enga möguleika á að ná inn á þing. Þar falla dauð mörg atkvæði og eðlilegt að stuðningsmenn hafi af því áhyggjur. Þá hafa myndast tveir turnar flokka sem verið hafa í stjórnaraðstöðu. Og þar sem líklegt er að annar hvor þeirra verði skilgreindur sem sigurvegari kosninganna og fái þar með umboð til að mynda stjórn, skiptir máli hvor þeirra endar stærstur. Þar gæti skipt sköpum atkvæði þeirra sem velja að kjósa taktískt svo þeirra atkvæði nýtist. Spennan er nánast að verða óbærileg ekki síst varðandi það hvort veðrið verði í aðalhlutverki á kjördag eða ekki. Hvernig sem fer, styttist í sögulegar kosningar að lokinni sérlega skemmtilegrar kosningabaráttu. Höfundur er áhugamaður um almenna velferð.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar