Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar 28. nóvember 2024 20:47 Ferðaþjónusta er atvinnugrein sem byggir sína sókn að miklu leyti á náttúruauðlindum, það er ekkert nýtt og ljóst að greinin er einn stærsti hagsmunaaðili þess að staðið sé vörð um náttúru landsins. Því hefur ferðaþjónustan alltaf staðið fyrir. Samtök ferðaþjónustunnar héldu í samstarfi við Ferðamálastofu, Umhverfisstofnun, Vatnajökulsþjóðgarð og þjóðgarðinn á Þingvöllum ráðstefnu í haust undir yfirskriftinni „álagsstýring á fjölsóttum ferðamannastöðum“. Þar kom ýmislegt skynsamlegt fram varðandi álagsstýringu í ferðaþjónustu og hefði verið til bóta ef þeir frambjóðendur sem nú koma fram með hugmyndir um frekari álögur á greinina hefðu mætt. Enda komu þar saman erlendir sérfræðingar frá Bandaríkjunum, Skotlandi og Nýja Sjálandi, sem og innlendir sérfræðingar, stjórnsýslan, akademían og atvinnugreinin sjálf. Það sem upp úr stóð þann dag var samhljómur um að fjölmargar leiðir eru til álagsstýringar og margar hverjar fela síður en svo í sér almenna gjaldtöku eða fjöldatakmarkanir. Álagsstýring getur verið mjög fjölbreytt Álagsstýring getur meðal annars verið uppbygging innviða, flæðisstýring á áfangastöðum, aukin upplýsingagjöf, styrking landvörslu, fjölgun landvarða, aukinn fjöldi skilta á áfangastöðum, bókunarkerfi þar sem fjöldi ferðamanna er til dæmis takmarkaður yfir ákveðna tíma dags, markviss markaðssetning á áfangastöðum fyrir komu ferðamanna til landsins sem og eftir með því að auglýsa áfangastaði utan háannar og á köldum svæðum sérstaklega. Ljóst er að taka verður tillit til sérstöðu hvers áfangastaðar eigi tilsett markmið álagsstýringar um sjálfbærni að nást enda eru þeir almennt ólíkir, eftirspurn eftir þeim misjöfn og áskoranir fjölbreyttar. Þá verður að árétta að hinar ýmsu opinberu stofnanir, líkt og Umhverfisstofnun, þjóðgarðurinn á Þingvöllum og Vatnajökulsþjóðgarður hafa nú þegar lagalega heimild til að ákveða sérstök gjöld fyrir aðgang að viðkomandi stöðum í þeirra umsjá. Og sumar þessara stofnana eru nú þegar byrjaðar að rukka svokölluð gestagjöld, til viðbótar við svæðisgjöld og önnur þjónustu- og samningsgjöld, sem ætlað að standa straum af kostnaði við innviðauppbyggingu á þeim áfangastöðum sem eiga í hlut, svo sem við viðhald og aðra þjónustu. Slíkt gjald skilar því tekjum raunverulega til áfangastaðarins sjálfs og nær sömuleiðis því markmiði um að það séu þeir gestir sem njóta sem borga. Skattheimta er ekki álagsstýring Hugmynd um að bæta við almennri gjaldtöku á ferðamenn fyrir aðgang að tíu fjölsóttustu áfangastöðum landsins með einhvers konar aðgangskorti, líkt og lögð hefur verið fram af Samfylkingunni, ofan á þau gjöld sem nú þegar eru til staðar er ekki álagsstýring fyrir tiltekna áfangastaði heldur aðeins hrein og bein tekjuöflun fyrir ríkissjóð. Rétt skal vera rétt. Slíkri gjaldtöku hefur ferðaþjónustan aldrei kallað eftir og mun aldrei kalla eftir. Vert er sömuleiðis að koma því á framfæri að tíu fjölsóttustu áfangastaðir landsins eru ekki allir í eigu ríkisins. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pétur Óskarsson Ferðamennska á Íslandi Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Skattar og tollar Mest lesið Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar Skoðun Auðlind þjóðarinnar Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar Skoðun Leiðrétt veiðigjöld Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Táknmálstúlkun Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem skrifar Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Metum lífið að verðleikum og stöðvum fordóma Þröstur Ólafsson skrifar Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson skrifar Skoðun Sjáðu Gaza Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson skrifar Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er okkar rektor Tinna Laufey Ásgeirsdóttir,Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Segja stjórnendur RÚV af sér vegna falsfréttanna? Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Barn síns tíma? Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Óþolandi ástand Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Merkið stendur þó maðurinn falli Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta og jöfnuður Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Menntastofnun eða spilavíti? Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Keppnismaðurinn Magnús Karl Magnússon Bjarni Elvar Pjétursson skrifar Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Úkraína og stóra myndin í alþjóðasamskiptum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Ferðaþjónusta er atvinnugrein sem byggir sína sókn að miklu leyti á náttúruauðlindum, það er ekkert nýtt og ljóst að greinin er einn stærsti hagsmunaaðili þess að staðið sé vörð um náttúru landsins. Því hefur ferðaþjónustan alltaf staðið fyrir. Samtök ferðaþjónustunnar héldu í samstarfi við Ferðamálastofu, Umhverfisstofnun, Vatnajökulsþjóðgarð og þjóðgarðinn á Þingvöllum ráðstefnu í haust undir yfirskriftinni „álagsstýring á fjölsóttum ferðamannastöðum“. Þar kom ýmislegt skynsamlegt fram varðandi álagsstýringu í ferðaþjónustu og hefði verið til bóta ef þeir frambjóðendur sem nú koma fram með hugmyndir um frekari álögur á greinina hefðu mætt. Enda komu þar saman erlendir sérfræðingar frá Bandaríkjunum, Skotlandi og Nýja Sjálandi, sem og innlendir sérfræðingar, stjórnsýslan, akademían og atvinnugreinin sjálf. Það sem upp úr stóð þann dag var samhljómur um að fjölmargar leiðir eru til álagsstýringar og margar hverjar fela síður en svo í sér almenna gjaldtöku eða fjöldatakmarkanir. Álagsstýring getur verið mjög fjölbreytt Álagsstýring getur meðal annars verið uppbygging innviða, flæðisstýring á áfangastöðum, aukin upplýsingagjöf, styrking landvörslu, fjölgun landvarða, aukinn fjöldi skilta á áfangastöðum, bókunarkerfi þar sem fjöldi ferðamanna er til dæmis takmarkaður yfir ákveðna tíma dags, markviss markaðssetning á áfangastöðum fyrir komu ferðamanna til landsins sem og eftir með því að auglýsa áfangastaði utan háannar og á köldum svæðum sérstaklega. Ljóst er að taka verður tillit til sérstöðu hvers áfangastaðar eigi tilsett markmið álagsstýringar um sjálfbærni að nást enda eru þeir almennt ólíkir, eftirspurn eftir þeim misjöfn og áskoranir fjölbreyttar. Þá verður að árétta að hinar ýmsu opinberu stofnanir, líkt og Umhverfisstofnun, þjóðgarðurinn á Þingvöllum og Vatnajökulsþjóðgarður hafa nú þegar lagalega heimild til að ákveða sérstök gjöld fyrir aðgang að viðkomandi stöðum í þeirra umsjá. Og sumar þessara stofnana eru nú þegar byrjaðar að rukka svokölluð gestagjöld, til viðbótar við svæðisgjöld og önnur þjónustu- og samningsgjöld, sem ætlað að standa straum af kostnaði við innviðauppbyggingu á þeim áfangastöðum sem eiga í hlut, svo sem við viðhald og aðra þjónustu. Slíkt gjald skilar því tekjum raunverulega til áfangastaðarins sjálfs og nær sömuleiðis því markmiði um að það séu þeir gestir sem njóta sem borga. Skattheimta er ekki álagsstýring Hugmynd um að bæta við almennri gjaldtöku á ferðamenn fyrir aðgang að tíu fjölsóttustu áfangastöðum landsins með einhvers konar aðgangskorti, líkt og lögð hefur verið fram af Samfylkingunni, ofan á þau gjöld sem nú þegar eru til staðar er ekki álagsstýring fyrir tiltekna áfangastaði heldur aðeins hrein og bein tekjuöflun fyrir ríkissjóð. Rétt skal vera rétt. Slíkri gjaldtöku hefur ferðaþjónustan aldrei kallað eftir og mun aldrei kalla eftir. Vert er sömuleiðis að koma því á framfæri að tíu fjölsóttustu áfangastaðir landsins eru ekki allir í eigu ríkisins. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar
Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar
Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun