Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2024 08:42 Martin Hermannsson er tveggja barna faðir í dag en hann ætlaði sér alltaf að verða ungur pabbi. Getty/Moritz Eden Íslenski körfuboltamaðurinn Martin Hermansson ræðir ítarlega föðurhlutverkið í nýju viðtali á miðlum þýsku körfuboltadeildarinnar, easyCredit Basketball Bundesliga. Martin svarar þar spurningum um það þegar hann varð faðir aðeins 23 ára gamall. Strákurinn hans er orðinn sex ára og nú orðinn stóri bróðir. „Það erfiðasta var að fara úr því að hugsa bara um sjálfan þig í það að bera ábyrgð á öðru lífi. Að spila körfubolta er ekki lengur aðeins fyrir þig sjálfan heldur einnig til að afla í búið fyrir fjölskyldu þína. Að passa upp á það að þau séu örugg og afslöppuð. Heilt yfir þá verður þú lífshræddari,“ sagði Martin. Hann spilar nú með Alba Berlin í þýsku deildinni eftir að hafa verið í nokkur ár á Spáni. Martin svarar spurningum um fyrstu vikurnar sínar sem faðir. Martin nefnir þá sérstaklega hvað tíminn líður hratt og hvað mikið breytist á hverjum degi. „Þú finnur til svo mikils stolts og það er erfitt að lýsa því. Þú þekkir ekki þessa tilfinningu nema ef að þú ert foreldri. Þau stækka svo hratt og nú er hann orðinn sex ára og byrjaður í skóla,“ sagði Martin. Hann var spurður út í stuðninginn frá fjölskyldu og vinum. „Ég vildi alltaf verða ungur faðir. Faðir minn var 22 ára þegar hann átti mig. Hann var 44 ára þegar hann varð afi. Ég og pabbi minn erum mjög góðir vinir og ég vildi upplifa það sama með mínum syni,“ sagði Martin. „Að geta spilað við hann einn á einn þegar hann verður eldri. Að vera náinn honum og vera góðir vinir. Að vera nálægt honum í aldri en ekki vera 67 ára pabbi sem er ekki svalur lengur,“ sagði Martin. „Við erum mjög heppin með fjölskyldur okkar, bæði mín megin og hennar megin. Þau koma og heimsækja okkur, einu sinni, tvisvar eða þrisvar á hverju ári. Það gerir allt svo miklu auðveldara fyrir okkur,“ sagði Martin. Hann var spurður um það hvaða taktík hann notaði til að vera bæði góður faðir og góður íþróttamaður á sama tíma. Hann segir það hjálpa honum andlega að geta alltaf komið heim til barnanna. „Þó þú eigir slæman leik eða slæman dag þá getur þú alltaf komið heim og aftengt þig og hugsað um eitthvað allt annað. Að hitta persónu sem er alltaf ánægð að sjá þig,“ sagði Martin sem viðurkenndi þó að sex ára sonur hans sé farinn að átta sig betur á hlutunum og láti hann því aðeins heyra það þegar hann stendur sig ekki inn á vellinum. Það má horfa á allt viðtalið með því að smella hér eða brot úr því hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by easyCredit Basketball Bundesliga (@easycreditbbl) Þýski körfuboltinn Mest lesið Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Fleiri fréttir Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Sjá meira
Martin svarar þar spurningum um það þegar hann varð faðir aðeins 23 ára gamall. Strákurinn hans er orðinn sex ára og nú orðinn stóri bróðir. „Það erfiðasta var að fara úr því að hugsa bara um sjálfan þig í það að bera ábyrgð á öðru lífi. Að spila körfubolta er ekki lengur aðeins fyrir þig sjálfan heldur einnig til að afla í búið fyrir fjölskyldu þína. Að passa upp á það að þau séu örugg og afslöppuð. Heilt yfir þá verður þú lífshræddari,“ sagði Martin. Hann spilar nú með Alba Berlin í þýsku deildinni eftir að hafa verið í nokkur ár á Spáni. Martin svarar spurningum um fyrstu vikurnar sínar sem faðir. Martin nefnir þá sérstaklega hvað tíminn líður hratt og hvað mikið breytist á hverjum degi. „Þú finnur til svo mikils stolts og það er erfitt að lýsa því. Þú þekkir ekki þessa tilfinningu nema ef að þú ert foreldri. Þau stækka svo hratt og nú er hann orðinn sex ára og byrjaður í skóla,“ sagði Martin. Hann var spurður út í stuðninginn frá fjölskyldu og vinum. „Ég vildi alltaf verða ungur faðir. Faðir minn var 22 ára þegar hann átti mig. Hann var 44 ára þegar hann varð afi. Ég og pabbi minn erum mjög góðir vinir og ég vildi upplifa það sama með mínum syni,“ sagði Martin. „Að geta spilað við hann einn á einn þegar hann verður eldri. Að vera náinn honum og vera góðir vinir. Að vera nálægt honum í aldri en ekki vera 67 ára pabbi sem er ekki svalur lengur,“ sagði Martin. „Við erum mjög heppin með fjölskyldur okkar, bæði mín megin og hennar megin. Þau koma og heimsækja okkur, einu sinni, tvisvar eða þrisvar á hverju ári. Það gerir allt svo miklu auðveldara fyrir okkur,“ sagði Martin. Hann var spurður um það hvaða taktík hann notaði til að vera bæði góður faðir og góður íþróttamaður á sama tíma. Hann segir það hjálpa honum andlega að geta alltaf komið heim til barnanna. „Þó þú eigir slæman leik eða slæman dag þá getur þú alltaf komið heim og aftengt þig og hugsað um eitthvað allt annað. Að hitta persónu sem er alltaf ánægð að sjá þig,“ sagði Martin sem viðurkenndi þó að sex ára sonur hans sé farinn að átta sig betur á hlutunum og láti hann því aðeins heyra það þegar hann stendur sig ekki inn á vellinum. Það má horfa á allt viðtalið með því að smella hér eða brot úr því hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by easyCredit Basketball Bundesliga (@easycreditbbl)
Þýski körfuboltinn Mest lesið Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Fleiri fréttir Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins