Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Samúel Karl Ólason skrifar 29. nóvember 2024 13:33 Emmanuel Macron og Mahamat Idriss Deby Itno, forseti Tjad í Frakklandi í október. AP/Aurelien Morissard Ríkisstjórn Tjad tilkynnti í gær að binda ætti enda á varnarsamstarf með Frakklandi og mun það væntanlega fela í sér brotthvarf franskra hermanna þaðan. Tjad er síðasta ríkið á Sahelsvæðinu þar sem Frakkar eru enn með viðveru, eftir að þeim var vísað frá Búrkína Fasó, Malí og Níger í kjölfar valdarána. Þetta var skömmu eftir að utanríkisráðherra Frakklands sótti Tjad heim. Sá fór einnig til Senegal en Bassirou Diomaye Faye, forseti þess ríkis, lýsti því einnig yfir í gær að Frakkar ættu að loka herstöðvum sínum í Senegal. Vera franskra hermanna í landinu færi gegn fullveldi þess. Faye vill samt ekki meina að með því vilji hann slíta tengsl Senegal og Frakklands, eins og fram kemur í frétt France24. Hann var kjörinn til embættis í mars og hét hann því að tryggja fullveldi landsins. Vilja fækka hermönnum á svæðinu Frakkar hafa um árabil verið með hermenn í Tjad, Gabon og Fílabeinsströndinni en undanfarið hefur átt sér stað umræða í Frakklandi um að draga úr umsvifum ríkisins þar. Um þúsund franskir hermenn eru í Tjad, með orrustuþotur og önnur hergögn. 🇹🇩🇫🇷 Le Tchad decide de mettre fin à l'accord de coopération en matière de défense avec la France.Communiqué du Gouvernement 👇 pic.twitter.com/YXeBjv2WZ4— Ambassade du Tchad en France (@Ambatchadparis) November 28, 2024 AFP fréttaveitan hefur eftir heimildarmönnum sínum að ráðamenn í Frakklandi hafi íhugað að fækka hermönnum í Senegal og Gabon úr um 350 í hundrað. Í Tjad hafi staðið til að fækka hermönnum úr um þúsund í þrjú hundrað og á Fílabeinsströndinni úr um sex hundrað í hundrað. Á undanförnum árum hafa herforingjastjórnir í Búrkína Fasó, Malí og Níger vísað frönskum og bandarískum hermönnum á brott og þess í stað bætt samskipti við Rússland og ráðið rússneska málaliða á vegum varnarmálaráðuneytis Rússlands. Öryggisástand þessara ríkja hefur síðan þá versnað töluvert og á það sérstaklega við Malí og Búrkína Fasó. Vígahópum hefur vaxið mjög ásmegin á öllu Sahel-svæðinu og víðar í Afríku. Líta meira til Rússlands Tjad hefur spilað stóra rullu í baráttunni gegn þessum vígahópum, sem bandalagsríki Vesturlanda en að undanförnu hefur ríkið færst nær Rússlandi, eins og fleiri ríki á svæðinu, samkvæmt frétt Reuters. Ríkisstjórn Tjad vísaði bandarískum sérsveitarmönnum úr landi fyrr á þessu ári en viðræður um endurkomu þeirra munu hafa átt sér stað á undanförnum mánuðum. Mahamat Deby Itno, forseti Tjad, tók völd eftir að faðir hans, sem stjórnað hafði landinu í rúma þrjá áratugi, var felldur í átökum við uppreisnarmenn árið 2021. AP fréttaveitan hefur eftir sérfræðingum í málefnum Afríku að ákvörðun hans muni líklega reynast tækifæri fyrir Rússa, Tyrki og ráðamenn í Sameinuðu arabísku furstadæmunum en þessi þrjú ríki hafa verið að auka umsvif sín á Sahelsvæðinu. Tjad Senegal Hryðjuverkastarfsemi Frakkland Hernaður Mest lesið Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent Aukin harka að færast í undirheimana Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Fleiri fréttir Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan Útskrifast á morgun og þarf að læra að tala upp á nýtt Sammála JD Vance um innflytjendastefnu Evrópu Íhuga að sleppa taumnum á NATO lausum Heathrow aftur starfandi eftir brunann Sjá meira
Þetta var skömmu eftir að utanríkisráðherra Frakklands sótti Tjad heim. Sá fór einnig til Senegal en Bassirou Diomaye Faye, forseti þess ríkis, lýsti því einnig yfir í gær að Frakkar ættu að loka herstöðvum sínum í Senegal. Vera franskra hermanna í landinu færi gegn fullveldi þess. Faye vill samt ekki meina að með því vilji hann slíta tengsl Senegal og Frakklands, eins og fram kemur í frétt France24. Hann var kjörinn til embættis í mars og hét hann því að tryggja fullveldi landsins. Vilja fækka hermönnum á svæðinu Frakkar hafa um árabil verið með hermenn í Tjad, Gabon og Fílabeinsströndinni en undanfarið hefur átt sér stað umræða í Frakklandi um að draga úr umsvifum ríkisins þar. Um þúsund franskir hermenn eru í Tjad, með orrustuþotur og önnur hergögn. 🇹🇩🇫🇷 Le Tchad decide de mettre fin à l'accord de coopération en matière de défense avec la France.Communiqué du Gouvernement 👇 pic.twitter.com/YXeBjv2WZ4— Ambassade du Tchad en France (@Ambatchadparis) November 28, 2024 AFP fréttaveitan hefur eftir heimildarmönnum sínum að ráðamenn í Frakklandi hafi íhugað að fækka hermönnum í Senegal og Gabon úr um 350 í hundrað. Í Tjad hafi staðið til að fækka hermönnum úr um þúsund í þrjú hundrað og á Fílabeinsströndinni úr um sex hundrað í hundrað. Á undanförnum árum hafa herforingjastjórnir í Búrkína Fasó, Malí og Níger vísað frönskum og bandarískum hermönnum á brott og þess í stað bætt samskipti við Rússland og ráðið rússneska málaliða á vegum varnarmálaráðuneytis Rússlands. Öryggisástand þessara ríkja hefur síðan þá versnað töluvert og á það sérstaklega við Malí og Búrkína Fasó. Vígahópum hefur vaxið mjög ásmegin á öllu Sahel-svæðinu og víðar í Afríku. Líta meira til Rússlands Tjad hefur spilað stóra rullu í baráttunni gegn þessum vígahópum, sem bandalagsríki Vesturlanda en að undanförnu hefur ríkið færst nær Rússlandi, eins og fleiri ríki á svæðinu, samkvæmt frétt Reuters. Ríkisstjórn Tjad vísaði bandarískum sérsveitarmönnum úr landi fyrr á þessu ári en viðræður um endurkomu þeirra munu hafa átt sér stað á undanförnum mánuðum. Mahamat Deby Itno, forseti Tjad, tók völd eftir að faðir hans, sem stjórnað hafði landinu í rúma þrjá áratugi, var felldur í átökum við uppreisnarmenn árið 2021. AP fréttaveitan hefur eftir sérfræðingum í málefnum Afríku að ákvörðun hans muni líklega reynast tækifæri fyrir Rússa, Tyrki og ráðamenn í Sameinuðu arabísku furstadæmunum en þessi þrjú ríki hafa verið að auka umsvif sín á Sahelsvæðinu.
Tjad Senegal Hryðjuverkastarfsemi Frakkland Hernaður Mest lesið Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent Aukin harka að færast í undirheimana Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Fleiri fréttir Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan Útskrifast á morgun og þarf að læra að tala upp á nýtt Sammála JD Vance um innflytjendastefnu Evrópu Íhuga að sleppa taumnum á NATO lausum Heathrow aftur starfandi eftir brunann Sjá meira