Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar 29. nóvember 2024 14:12 Á undanförnum árum hefur Evrópusambandsaðild dúkkað upp í umræðu íslenskra stjórnmála með reglulegu millibili, aðallega hjá Viðreisn og Samfylkingunni. Það virðist enginn hafa áhuga á þessari aðild nema þegar gengur illa á Íslandi og birtast þessir flokkar með innantóm loforð um gull og græna skóga. Íslendingar hafa þó sýnt ESB lítinn áhuga og hefur helsta andstaðan gegn ESB-aðild verið tengd áhrifum hennar á tvær grunnstoðir íslensks atvinnulífs: Sjávarútveg og landbúnað. Þessar greinar njóta nú þegar sérstöðu undir samningi Íslands um EES (Evrópska efnahagssvæðið) sem veitir undanþágu frá reglum ESB, sérstaklega er áhyggjuefni hvernig aðild gæti ógnað sjálfstæði og sjálfbærni íslensks sjávarútvegs. Sjávarútvegurinn og Evrópusambandið Við inngöngu í Evrópusambandið myndi Ísland verða aðili að sameiginlegri sjávarútvegsstefnu ESB (CFP). Þessi stefna hefur verið umdeild og víða gagnrýnd, þar sem stór hluti fiskistofna innan ESB er ofveiddur. Hjá Íslandi hefur stjórnkerfi fiskveiða byggt á vísindalegum ráðleggingum, takmörkun á erlendu eignarhaldi og einstaklingsbundnum kvótum. Þetta hefur tryggt sjálfbærni og komið í veg fyrir að útlendingar stýri veiðum í íslenskri lögsögu. Evrópu-flokkar Íslands, Viðreisn og Samfylkingin, hafa auðvitað haldið því fram að við myndum fara fram á að viðhalda þessum sérstöku þáttum ef við færum í ESB. Reynslan frá öðrum aðildarríkjum sýnir þó að slíkar sérlausnir eru erfiðar í framkvæmd og geta breyst með dómum Evrópudómstólsins eða breytingum á reglugerðum ESB. Það væri virkilega sorglegt fyrir Ísland að gefa upp fiskimiðin í ljósi sögunnar. Frá árinu 1952 hefur Ísland í fjórgang stækkað fiskveiðilögsögu sína og þurft að berjast fyrir því m.a. í þorskastríðunum. Þessar deilur sýna skýrt hversu lífsnauðsynlegt það er fyrir Ísland að halda óskertu forræði yfir sínum veiðislóðum. Við inngöngu í Evrópusambandið væri slíkt forræði í hættu, þar sem ákvarðanir um fiskveiðistefnu yrðu teknar í Brussel. Þar hafa stærri aðildarríki, með fjölmennari og sterkari hagsmunahópa, meiri áhrif, sem gæti ógnað stöðu Íslands sem sjálfstæðrar fiskveiðiþjóðar. „Kvótaflakk“ er annað áhyggjuefni. Það lýsir sér í því að skip skrá sig í öðru aðildarríki ESB til að nýta sér kvóta þess ríkis. Fyrir Ísland gæti þetta þýtt að erlend skip, t.d. frá Spáni, fái aðgang að íslenskri lögsögu í gegnum slíkar leiðir. Þetta vandamál er sérstaklega mikilvægt vegna þess að sum aðildarríki veita fiskiskipum sínum ríkulegar niðurgreiðslur, sem setur Ísland í ósanngjarna samkeppnisstöðu. Fulltrúahlutverk á alþjóðavettvangi Í dag hefur Ísland sjálfstæða rödd á alþjóðavettvangi þegar kemur að fiskveiðum. Ef Ísland gengur í ESB myndi Evrópusambandið taka yfir það hlutverk og ákvarðanir yrðu teknar fyrir hönd Íslands í Brussel. Þetta væri álitamál, ekki síst þar sem Ísland hefur verið leiðandi í sjálfbærum fiskveiðum og gæti misst áhrif sín í þessum málaflokki. Reynslan frá Írlandi, þar sem sjávarútvegurinn hefur orðið fyrir verulegum skaða í kjölfar aðildar að Evrópusambandinu, ætti að vera víti til varnaðar fyrir Ísland. Íslendingar hafa byggt afkomu sína á sjálfstæðri stjórn og skynsamlegri nýtingu náttúruauðlinda, þetta þarf að íhuga af fullri alvöru þegar kemur að aðild að Evrópusambandinu. Sjálfstæði í sjávarútvegsmálum er ekki aðeins spurning um efnahagslega sjálfbærni, heldur einnig um þjóðarlegt fullveldi. Að ganga í ESB væri stórt skref til baka fyrir Ísland í þessu samhengi og eru hetjur okkar úr þorskastríðunum að velta sér í gröfunum yfir því að barátta þeirra hafi hugsanlega verið til einskis. Höfundur er varaformaður Guttorms, Ungliðahreyfingu Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hefur Evrópusambandsaðild dúkkað upp í umræðu íslenskra stjórnmála með reglulegu millibili, aðallega hjá Viðreisn og Samfylkingunni. Það virðist enginn hafa áhuga á þessari aðild nema þegar gengur illa á Íslandi og birtast þessir flokkar með innantóm loforð um gull og græna skóga. Íslendingar hafa þó sýnt ESB lítinn áhuga og hefur helsta andstaðan gegn ESB-aðild verið tengd áhrifum hennar á tvær grunnstoðir íslensks atvinnulífs: Sjávarútveg og landbúnað. Þessar greinar njóta nú þegar sérstöðu undir samningi Íslands um EES (Evrópska efnahagssvæðið) sem veitir undanþágu frá reglum ESB, sérstaklega er áhyggjuefni hvernig aðild gæti ógnað sjálfstæði og sjálfbærni íslensks sjávarútvegs. Sjávarútvegurinn og Evrópusambandið Við inngöngu í Evrópusambandið myndi Ísland verða aðili að sameiginlegri sjávarútvegsstefnu ESB (CFP). Þessi stefna hefur verið umdeild og víða gagnrýnd, þar sem stór hluti fiskistofna innan ESB er ofveiddur. Hjá Íslandi hefur stjórnkerfi fiskveiða byggt á vísindalegum ráðleggingum, takmörkun á erlendu eignarhaldi og einstaklingsbundnum kvótum. Þetta hefur tryggt sjálfbærni og komið í veg fyrir að útlendingar stýri veiðum í íslenskri lögsögu. Evrópu-flokkar Íslands, Viðreisn og Samfylkingin, hafa auðvitað haldið því fram að við myndum fara fram á að viðhalda þessum sérstöku þáttum ef við færum í ESB. Reynslan frá öðrum aðildarríkjum sýnir þó að slíkar sérlausnir eru erfiðar í framkvæmd og geta breyst með dómum Evrópudómstólsins eða breytingum á reglugerðum ESB. Það væri virkilega sorglegt fyrir Ísland að gefa upp fiskimiðin í ljósi sögunnar. Frá árinu 1952 hefur Ísland í fjórgang stækkað fiskveiðilögsögu sína og þurft að berjast fyrir því m.a. í þorskastríðunum. Þessar deilur sýna skýrt hversu lífsnauðsynlegt það er fyrir Ísland að halda óskertu forræði yfir sínum veiðislóðum. Við inngöngu í Evrópusambandið væri slíkt forræði í hættu, þar sem ákvarðanir um fiskveiðistefnu yrðu teknar í Brussel. Þar hafa stærri aðildarríki, með fjölmennari og sterkari hagsmunahópa, meiri áhrif, sem gæti ógnað stöðu Íslands sem sjálfstæðrar fiskveiðiþjóðar. „Kvótaflakk“ er annað áhyggjuefni. Það lýsir sér í því að skip skrá sig í öðru aðildarríki ESB til að nýta sér kvóta þess ríkis. Fyrir Ísland gæti þetta þýtt að erlend skip, t.d. frá Spáni, fái aðgang að íslenskri lögsögu í gegnum slíkar leiðir. Þetta vandamál er sérstaklega mikilvægt vegna þess að sum aðildarríki veita fiskiskipum sínum ríkulegar niðurgreiðslur, sem setur Ísland í ósanngjarna samkeppnisstöðu. Fulltrúahlutverk á alþjóðavettvangi Í dag hefur Ísland sjálfstæða rödd á alþjóðavettvangi þegar kemur að fiskveiðum. Ef Ísland gengur í ESB myndi Evrópusambandið taka yfir það hlutverk og ákvarðanir yrðu teknar fyrir hönd Íslands í Brussel. Þetta væri álitamál, ekki síst þar sem Ísland hefur verið leiðandi í sjálfbærum fiskveiðum og gæti misst áhrif sín í þessum málaflokki. Reynslan frá Írlandi, þar sem sjávarútvegurinn hefur orðið fyrir verulegum skaða í kjölfar aðildar að Evrópusambandinu, ætti að vera víti til varnaðar fyrir Ísland. Íslendingar hafa byggt afkomu sína á sjálfstæðri stjórn og skynsamlegri nýtingu náttúruauðlinda, þetta þarf að íhuga af fullri alvöru þegar kemur að aðild að Evrópusambandinu. Sjálfstæði í sjávarútvegsmálum er ekki aðeins spurning um efnahagslega sjálfbærni, heldur einnig um þjóðarlegt fullveldi. Að ganga í ESB væri stórt skref til baka fyrir Ísland í þessu samhengi og eru hetjur okkar úr þorskastríðunum að velta sér í gröfunum yfir því að barátta þeirra hafi hugsanlega verið til einskis. Höfundur er varaformaður Guttorms, Ungliðahreyfingu Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmum.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar