Innlent

Loka­tölur úr Reykja­vík norður: Stór­sigur Sam­fylkingarinnar

Jón Þór Stefánsson skrifar
Þessi eru kjördæmakjörnir í Reykjavík norður.
Þessi eru kjördæmakjörnir í Reykjavík norður. Vísir/Hjalti

Loktölur hafa borist úr Reykjavíkurkjördæmi norður. Samfylkingin vann stórsigur í kjördæminu og er með 26,1 prósent. Í síðustu kosningum var flokkurinn með 12,6 prósent.

Samfylking fær þrjá þingmenn í kjördæminu. Þar er formaður flokksins, Kristrún Frostadóttir, og Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri.

Ásamt þeim kemst Þórður Snær Júlíusson inn, en hann hefur gefið út að hann ætli ekki að taka sæti á þingi, og því má gera ráð fyrir að Dagbjört Hákonardóttir komi inn í hans stað. Þegar þetta er skrifað er einhver möguleiki á því að Dagbjört komi inn sem jöfnunarþingmaður, og þá myndi Sigmundur Ernir Rúnarsson fjölmiðlamaður snúa aftur á þing, en hann sat á þingi fyrir Samfylkinguna frá 2009 til 2013.

Sjálfstæðisflokkurinn er næst stærstur með 17,4 prósent, og nær tveimur kjördæmakjörnum þingmönnum inn. Það eru Guðlaugur Þór Þórðarson og Diljá Mist Einarsdóttir. Síðast var Sjálfstæðisflokkurinn með 20,9 prósent fylgi.

Viðreisn kemur fast á hæla Sjálfstæðisflokksins með 16,3 prósent. Flokkurinn er líka með tvo kjördæmakjörna þingmenn. Það eru Hanna Katrín Friðrikssin og Pawel Bartoszek.

Flokkur fólksins fær 11,9 prósent og er líka með einn kjördæmakjörinn mann. Það er Ragnar Þór Ingólfsson.

Miðflokkurinn er með 8,9 prósent og fær einn þingmann. Það er Sigríður Á Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×