Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Árni Sæberg skrifar 2. desember 2024 16:58 Málið var höfðað af Lögreglustjóranum í Vestmannaeyjum. Vísir/Egill Karlmaður hefur verið sýknaður af ákæru fyrir kynferðisbrot gegn barni með því að afla sér kynferðislegrar ljósmyndar af fimmtán ára stúlku. Dómurinn taldi sannað að hann hefði framið brotið en miðað við þágildandi hegningarlög hefði hann aðeins fengið sekt fyrir athæfi sitt. Brot sem aðeins sekt liggur við fyrnast á tveimur árum og fyrningarfrestur rann út í málinu. Í dómi Héraðsdóms Suðurlands segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir að hafa fengið stúlkuna, sem þá var fimmtán ára, til að senda honum kynferðislega ljósmynd af henni sjálfri í gegnum samfélagsmiðilinn Snapchat gegn greiðslum í gegnum Aur appið til tveggja vinkvenna hennar, samtals fimm þúsund krónur. Um hafi verið að ræða mynd af bringu stúlkunnar, frá hálsi og niður að rifbeinum, en hún hafi verið klædd brjóstahaldara. Kannaðist ekkert við málið Í dóminum segir að maðurinn hafi sagst ekki kannast við að hafa átt í samskiptum við stúlkuna, beðið hana um myndina, eða greitt vinkonum hennar fyrir myndina. Hann hafi þó kannast við að símanúmerið sem greiðslurnar voru framkvæmdar í gegnum hafi verið hans. Hann hafi neitað sök alfarið. Ekki óhjákvæmilegt að mynd af stúlku á brjóstahaldara sé kynferðisleg Í niðurstöðukafla dómsins segir að sannað hafi verið að maðurinn hafi beðið um myndina, greitt fyrir hana og vitað að um mynd af barni væri að ræða. Stúlkan hafi látið hann vita af því að hún væri aðeins fimmtán ára. Þá segir að að mati dómsins væri ekki óhjákvæmilegt að ljósmynd af stúlku í brjóstahaldara sé af kynferðislegum toga „En þegar myndin er þannig að einungis sést í stúlkuna frá hálsi og niður að rifbeinum þá er ljóst að áherslan er á brjóst viðkomandi og þar með augljóst að myndin er af kynferðislegum toga. Er þannig hafið yfir skynsamlegan vafa að umrædd mynd var kynferðisleg.“ Brotið fyrnt Loks segir að brot mannsins hafi verið framið sumarið 2021, fyrir gildistöku breytinga á almennum hegningarlögum, sem lögðu þyngri refsingu við því að afla sér kynferðislegra mynda af börnum. Í þágildandi lögum hafi slíkt brot aðeins varðað allt að tveggja ára fangelsisvist væri þau stórfelld, annars sektum. Ljóst væri að brot mannsins teldist ekki stórfellt og vörðuðu því aðeins sektum. Samkvæmt hegningarlögum fyrnist sök á tveimur árum, þegar ekki liggur þyngri refsing við broti en eins árs fangelsi eða refsing sú, sem til er unnið, fer ekki fram úr sektum. Þar sem brotið hafi verið framið árið 2021 og rannsókn lögreglu á málinu hafi ekki rofið fyrningarfrest svo að máli skipti væri brot mannsins fyrt. Hann væri því sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins. Allur sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þar með talið þóknun verjanda upp á 1,2 milljónir króna og þóknun réttargæslumanns, 320 þúsund krónur. Vestmannaeyjar Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Fleiri fréttir Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Suðurlands segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir að hafa fengið stúlkuna, sem þá var fimmtán ára, til að senda honum kynferðislega ljósmynd af henni sjálfri í gegnum samfélagsmiðilinn Snapchat gegn greiðslum í gegnum Aur appið til tveggja vinkvenna hennar, samtals fimm þúsund krónur. Um hafi verið að ræða mynd af bringu stúlkunnar, frá hálsi og niður að rifbeinum, en hún hafi verið klædd brjóstahaldara. Kannaðist ekkert við málið Í dóminum segir að maðurinn hafi sagst ekki kannast við að hafa átt í samskiptum við stúlkuna, beðið hana um myndina, eða greitt vinkonum hennar fyrir myndina. Hann hafi þó kannast við að símanúmerið sem greiðslurnar voru framkvæmdar í gegnum hafi verið hans. Hann hafi neitað sök alfarið. Ekki óhjákvæmilegt að mynd af stúlku á brjóstahaldara sé kynferðisleg Í niðurstöðukafla dómsins segir að sannað hafi verið að maðurinn hafi beðið um myndina, greitt fyrir hana og vitað að um mynd af barni væri að ræða. Stúlkan hafi látið hann vita af því að hún væri aðeins fimmtán ára. Þá segir að að mati dómsins væri ekki óhjákvæmilegt að ljósmynd af stúlku í brjóstahaldara sé af kynferðislegum toga „En þegar myndin er þannig að einungis sést í stúlkuna frá hálsi og niður að rifbeinum þá er ljóst að áherslan er á brjóst viðkomandi og þar með augljóst að myndin er af kynferðislegum toga. Er þannig hafið yfir skynsamlegan vafa að umrædd mynd var kynferðisleg.“ Brotið fyrnt Loks segir að brot mannsins hafi verið framið sumarið 2021, fyrir gildistöku breytinga á almennum hegningarlögum, sem lögðu þyngri refsingu við því að afla sér kynferðislegra mynda af börnum. Í þágildandi lögum hafi slíkt brot aðeins varðað allt að tveggja ára fangelsisvist væri þau stórfelld, annars sektum. Ljóst væri að brot mannsins teldist ekki stórfellt og vörðuðu því aðeins sektum. Samkvæmt hegningarlögum fyrnist sök á tveimur árum, þegar ekki liggur þyngri refsing við broti en eins árs fangelsi eða refsing sú, sem til er unnið, fer ekki fram úr sektum. Þar sem brotið hafi verið framið árið 2021 og rannsókn lögreglu á málinu hafi ekki rofið fyrningarfrest svo að máli skipti væri brot mannsins fyrt. Hann væri því sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins. Allur sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þar með talið þóknun verjanda upp á 1,2 milljónir króna og þóknun réttargæslumanns, 320 þúsund krónur.
Vestmannaeyjar Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Fleiri fréttir Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Sjá meira