Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Kristján Már Unnarsson skrifar 2. desember 2024 23:43 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, við móttöku Airbus-þotunnar í Hamborg í dag. Egill Aðalsteinsson Icelandair fékk í dag afhenta fyrstu Airbus-þotuna í sögu félagsins. Stefnt er að því að hún fljúgi yfir Reykjavík við komuna til Íslands í hádeginu á morgun, þriðjudag 3. desember. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá afhendingu flugvélarinnar í Airbus-verksmiðjunum í Hamborg í dag. Afhendingarathöfnin hófst með ræðum og undirskrift þjónustusamnings milli Airbus og Icelandair um viðhald og varahluti. Því næst var boðið upp á kynnisferð um Airbus-verksmiðjurnar þar sem sjá mátti samsetningu á A321-flugvélinni. En svo var komið að því að afhenda vélina til Icelandair. Það gerist aðeins tuttugu mánuðum eftir að félagið tilkynnti að það hefði valið Airbus fram yfir Boeing. Hópurinn frá Icelandair sem tók við þotunni frá Airbus-verksmiðjunum í Hamborg í dag.Egill Aðalsteinsson „Þetta er stór dagur fyrir Icelandair að taka við fyrstu Airbus-vélinni í 87 ára sögu félagsins,“ sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, við móttöku þotunnar. „Þessar vélar eru að taka við af 757-vélunum, sem hafa reynst okkur mjög vel. Það er búið að vera mikil vinna í undirbúningi. Nú er þetta að raungerast. Fyrsta flugið verður svo 10. desember til Stokkhólms,“ sagði Bogi. Icelandair á von á næstu Airbus-vél í febrúar, sú þriðja kemur í mars og sú fjórða fyrir næsta sumar. Ráðamenn Airbus sögðu þetta aðeins byrjunina á langtíma viðskiptasambandi við Icelandair. Kári Kárason flugstjóri flýgur nýju þotunni í fyrsta fluginu til Íslands.Egill Aðalsteinsson Áætlað er að flugvélin lendi í Keflavík í hádeginu á morgun en flugstjóri í þessu fyrsta flugi verður Kári Kárason. „Þetta er búið að vera gríðarlega skemmtilegt. Vélin er frábær. Ég flaug henni um síðustu helgi og prófaði allt sem þurfti að prófa. Og við hlökkum bara til flugsins á morgun.“ -Ætlið þið að fljúga yfir Reykjavík? „Já. Við ætlum að fljúga yfir Reykjavík og fara yfir Reykjavíkurflugvöll og sýna borgarbúum þennan glæsilega farkost,“ sagði Kári. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá þotuna fljúga í fyrsta sinn þann 19. nóvember síðastliðinn: Icelandair Airbus Þýskaland Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Fyrsta Airbus-þota Icelandair fór í sitt fyrsta reynsluflug í Hamborg í gær. Stefnt er að því að flugvélin komi til landsins 3. desember og hefji áætlunarflug viku síðar. 20. nóvember 2024 20:24 Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Fyrsta Airbus-þota Icelandair fór í sitt fyrsta reynsluflug frá Airbus-verksmiðjunum í Hamborg í Þýskalandi í dag. Flugvélin, af gerðinni Airbus A321neo, hóf sig til flugs laust eftir hádegi að staðartíma. 19. nóvember 2024 23:55 Þoturnar sem flytja Íslendinga yfir Atlantshafið næstu áratugi Flugvélakaup eru jafnan einhverjar stærstu ákvarðanir flugfélaga. Kaup Icelandair á allt að 25 Airbus-þotum gætu verið stærsti viðskiptasamningur í sögu Íslendinga. 29. september 2024 07:37 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fleiri fréttir „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá afhendingu flugvélarinnar í Airbus-verksmiðjunum í Hamborg í dag. Afhendingarathöfnin hófst með ræðum og undirskrift þjónustusamnings milli Airbus og Icelandair um viðhald og varahluti. Því næst var boðið upp á kynnisferð um Airbus-verksmiðjurnar þar sem sjá mátti samsetningu á A321-flugvélinni. En svo var komið að því að afhenda vélina til Icelandair. Það gerist aðeins tuttugu mánuðum eftir að félagið tilkynnti að það hefði valið Airbus fram yfir Boeing. Hópurinn frá Icelandair sem tók við þotunni frá Airbus-verksmiðjunum í Hamborg í dag.Egill Aðalsteinsson „Þetta er stór dagur fyrir Icelandair að taka við fyrstu Airbus-vélinni í 87 ára sögu félagsins,“ sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, við móttöku þotunnar. „Þessar vélar eru að taka við af 757-vélunum, sem hafa reynst okkur mjög vel. Það er búið að vera mikil vinna í undirbúningi. Nú er þetta að raungerast. Fyrsta flugið verður svo 10. desember til Stokkhólms,“ sagði Bogi. Icelandair á von á næstu Airbus-vél í febrúar, sú þriðja kemur í mars og sú fjórða fyrir næsta sumar. Ráðamenn Airbus sögðu þetta aðeins byrjunina á langtíma viðskiptasambandi við Icelandair. Kári Kárason flugstjóri flýgur nýju þotunni í fyrsta fluginu til Íslands.Egill Aðalsteinsson Áætlað er að flugvélin lendi í Keflavík í hádeginu á morgun en flugstjóri í þessu fyrsta flugi verður Kári Kárason. „Þetta er búið að vera gríðarlega skemmtilegt. Vélin er frábær. Ég flaug henni um síðustu helgi og prófaði allt sem þurfti að prófa. Og við hlökkum bara til flugsins á morgun.“ -Ætlið þið að fljúga yfir Reykjavík? „Já. Við ætlum að fljúga yfir Reykjavík og fara yfir Reykjavíkurflugvöll og sýna borgarbúum þennan glæsilega farkost,“ sagði Kári. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá þotuna fljúga í fyrsta sinn þann 19. nóvember síðastliðinn:
Icelandair Airbus Þýskaland Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Fyrsta Airbus-þota Icelandair fór í sitt fyrsta reynsluflug í Hamborg í gær. Stefnt er að því að flugvélin komi til landsins 3. desember og hefji áætlunarflug viku síðar. 20. nóvember 2024 20:24 Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Fyrsta Airbus-þota Icelandair fór í sitt fyrsta reynsluflug frá Airbus-verksmiðjunum í Hamborg í Þýskalandi í dag. Flugvélin, af gerðinni Airbus A321neo, hóf sig til flugs laust eftir hádegi að staðartíma. 19. nóvember 2024 23:55 Þoturnar sem flytja Íslendinga yfir Atlantshafið næstu áratugi Flugvélakaup eru jafnan einhverjar stærstu ákvarðanir flugfélaga. Kaup Icelandair á allt að 25 Airbus-þotum gætu verið stærsti viðskiptasamningur í sögu Íslendinga. 29. september 2024 07:37 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fleiri fréttir „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Sjá meira
Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Fyrsta Airbus-þota Icelandair fór í sitt fyrsta reynsluflug í Hamborg í gær. Stefnt er að því að flugvélin komi til landsins 3. desember og hefji áætlunarflug viku síðar. 20. nóvember 2024 20:24
Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Fyrsta Airbus-þota Icelandair fór í sitt fyrsta reynsluflug frá Airbus-verksmiðjunum í Hamborg í Þýskalandi í dag. Flugvélin, af gerðinni Airbus A321neo, hóf sig til flugs laust eftir hádegi að staðartíma. 19. nóvember 2024 23:55
Þoturnar sem flytja Íslendinga yfir Atlantshafið næstu áratugi Flugvélakaup eru jafnan einhverjar stærstu ákvarðanir flugfélaga. Kaup Icelandair á allt að 25 Airbus-þotum gætu verið stærsti viðskiptasamningur í sögu Íslendinga. 29. september 2024 07:37