Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar 3. desember 2024 11:01 „Hvað gerum við þegar við getum sagt með vissu að heildar hamingja samfélags muni aukast við að gera 10% af íbúunum að þrælum hinna?“ Þetta er minnisstæðasta setningin sem ég heyrði á minni skólagöngu. Ég man heilt yfir ekki eftir einstökum setningum eða fyrirlestrum úr skóla og ég efast um að ég geti yfir höfuð farið með eitt einasta ljóð úr skólaljóðunum, þótt ég hafi lært þetta allt utanbókar í grunnskóla. En ég man þessa. Þetta er vissulega fáránleg setning sem á sér ekki stoð í raunveruleikanum og engum dettur í hug að gera fólk að þrælum, þótt það þjóni hagsmunum heildarinnar. En þetta er enga síður stærri spurning en svo. Þetta er grundvallarspurning um lýðræðið. Hvað er raunverulegt lýðræði. Er lýðræði þeirra sterku sem vilja að meirihlutinn fái allt og minnihlutinn ekkert, raunverulegt lýðræði? Frá því byrjaði að fylgjast með alþingiskosningum af alvöru hef ég heyrt umræðuna um jöfnun þingsæta. Fjölga ætti þingmönnum á höfuðborgarsvæðinu og fækka á landsbyggðinni. Það sé lýðræðislegt og helst eigi að gera landið að einu kjördæmi. Ein manneskja, eitt atkvæði. Það væri vond niðurstaða fyrir Ísland. Höfuðborgarsvæðið þarf ekki meiri völd, Það hefur nægileg völd. Á Höfuðborgarsvæðinu er svo gott sem öll stjórnsýsla landsins. Miðstöð fjármála, flutninga, fjölmiðla og dómsvaldsins svo fátt eitt sé nefnt. Það gerist ekkert á Íslandi, án þess að það sé ákveðið á höfuðborgarsvæðinu á einn eða annan hátt. Ekkert land í Evrópu er með sterkara höfuðborgarsvæði en Ísland. Það búa hlutfallslega margfalt fleiri á höfuðborgarsvæðinu hér á landi miðað við önnur lönd, t.d. í Skandinavíu. Það er hinsvegar lífsnauðsynlegt fyrir Ísland og höfuðborgarsvæðið að til staðar sé blómlegt mannlíf á landsbyggðinni. Því án fólksins sem býr á landsbyggðinni, þá koma engir ferðamenn, engin matvæli verða framleidd, sjávarútvegur og fiskeldi, svo fátt eitt sé nefnt. Það eru hagsmunir Íslands að til séu staðar landsbyggðarþingmenn til að tryggja að til staðar séu nauðsynlegir innviðir á landsbyggðinni, samgöngur, heilbrigðisþjónusta, skólar og nýsköpun. Því þannig byggjum við upp samfélag á landsbyggðinni, með fólki sem býr til verðmæti fyrir Ísland. Árið 2010 var landið eitt kjördæmi í kosningum stjórnlagaþings. Ein manneskja, eitt atkvæði. Af 25 fulltrúm, voru tveir af landsbyggðinni. 92% voru frá höfuðborgarsvæðinu. Umræða um kosningarkerfi er góð. Umræðan um lýðræðið er enn betri. En það er ekki raunveruleg lýðræði að meirihlutinn ráði. Það er lýðræði hinna sterku, sem er eitthvað allt annað. Höfundur er bæjarstjóri Bolungarvíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjördæmaskipan Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
„Hvað gerum við þegar við getum sagt með vissu að heildar hamingja samfélags muni aukast við að gera 10% af íbúunum að þrælum hinna?“ Þetta er minnisstæðasta setningin sem ég heyrði á minni skólagöngu. Ég man heilt yfir ekki eftir einstökum setningum eða fyrirlestrum úr skóla og ég efast um að ég geti yfir höfuð farið með eitt einasta ljóð úr skólaljóðunum, þótt ég hafi lært þetta allt utanbókar í grunnskóla. En ég man þessa. Þetta er vissulega fáránleg setning sem á sér ekki stoð í raunveruleikanum og engum dettur í hug að gera fólk að þrælum, þótt það þjóni hagsmunum heildarinnar. En þetta er enga síður stærri spurning en svo. Þetta er grundvallarspurning um lýðræðið. Hvað er raunverulegt lýðræði. Er lýðræði þeirra sterku sem vilja að meirihlutinn fái allt og minnihlutinn ekkert, raunverulegt lýðræði? Frá því byrjaði að fylgjast með alþingiskosningum af alvöru hef ég heyrt umræðuna um jöfnun þingsæta. Fjölga ætti þingmönnum á höfuðborgarsvæðinu og fækka á landsbyggðinni. Það sé lýðræðislegt og helst eigi að gera landið að einu kjördæmi. Ein manneskja, eitt atkvæði. Það væri vond niðurstaða fyrir Ísland. Höfuðborgarsvæðið þarf ekki meiri völd, Það hefur nægileg völd. Á Höfuðborgarsvæðinu er svo gott sem öll stjórnsýsla landsins. Miðstöð fjármála, flutninga, fjölmiðla og dómsvaldsins svo fátt eitt sé nefnt. Það gerist ekkert á Íslandi, án þess að það sé ákveðið á höfuðborgarsvæðinu á einn eða annan hátt. Ekkert land í Evrópu er með sterkara höfuðborgarsvæði en Ísland. Það búa hlutfallslega margfalt fleiri á höfuðborgarsvæðinu hér á landi miðað við önnur lönd, t.d. í Skandinavíu. Það er hinsvegar lífsnauðsynlegt fyrir Ísland og höfuðborgarsvæðið að til staðar sé blómlegt mannlíf á landsbyggðinni. Því án fólksins sem býr á landsbyggðinni, þá koma engir ferðamenn, engin matvæli verða framleidd, sjávarútvegur og fiskeldi, svo fátt eitt sé nefnt. Það eru hagsmunir Íslands að til séu staðar landsbyggðarþingmenn til að tryggja að til staðar séu nauðsynlegir innviðir á landsbyggðinni, samgöngur, heilbrigðisþjónusta, skólar og nýsköpun. Því þannig byggjum við upp samfélag á landsbyggðinni, með fólki sem býr til verðmæti fyrir Ísland. Árið 2010 var landið eitt kjördæmi í kosningum stjórnlagaþings. Ein manneskja, eitt atkvæði. Af 25 fulltrúm, voru tveir af landsbyggðinni. 92% voru frá höfuðborgarsvæðinu. Umræða um kosningarkerfi er góð. Umræðan um lýðræðið er enn betri. En það er ekki raunveruleg lýðræði að meirihlutinn ráði. Það er lýðræði hinna sterku, sem er eitthvað allt annað. Höfundur er bæjarstjóri Bolungarvíkur.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun
Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun
Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun