„Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Siggeir Ævarsson skrifar 3. desember 2024 21:27 Brynjar er laus við hækjurnar en mætti til leiks í kvöld með myndarlega spelku á hnénu Vísir/Anton Brink Nýliðar Aþenu máttu sætta sig við nokkuð stórt tap í Keflavík í kvöld, 74-59. Leikurinn var nokkuð sveiflukenndur en eftir að Aþenu tókst að minnka muninn í tvö stig, 57-55, hrundi leikur liðsins algerlega. Brynjar Karl Sigurðsson, þjálfari Aþenu, var mjög ósáttur með sínar konur í leikslok og var tíðrætt um að þær skorti hjarta, og velti í kjölfarið upp stórum heimspekilegum spurningum því tengdu. „Þetta er bara svona uppskrift hjá okkur. Alltaf svona að „tease-a“ þetta en svo er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona. Eða bara skora meira en tíu stig í síðustu tveimur leikhlutunum.“ Aðspurður um hvað þyrfti að gera til að breyta svona frammistöðu og knýja fram sigur í jöfnum leik var Brynjar djúpt hugsi í drykklanga stund. „Ja, það er góð spurning. Það er bara tilboð. Það er búið að henda út tilboðinu, það þarf bara að taka það.“ Brynjar datt í klassíska frasa þegar blaðamaður spurði hann hvar væri hægt að finna hjartað, og var fullkomlega meðviðtaður um það eftir því sem hann komst dýpra í svarið. „Áhugavert að þú skulir nefna það því ég var einmitt að tala um þetta inn í búningklefa. Það er rosalegur frasi að labba inn og tala bara um að það þurfi að vera meira „toughness“ og meira hjarta og eitthvað svona. Þetta er lengri tíma pæling. Við þurfum bara að pikka út endalaust af einhverjum hlutum og byggja þetta eitt skref í einu og bla bla bla. Er þetta ekki gott svar hjá mér?“ Eigum við að trúa á þann óumdeilanlega hæfileika mannsins að upphefja líf sitt á meðvitað hátt? „Ég er með eina góða pælingu. Er þetta meðfætt eða er þetta áunnið? Eigum við að taka bara „managerinn“ á þetta og kaupa bara leikmenn fyrir tombólupeninga sem við erum með eða eigum við að trúa á þann óumdeilanlega hæfileika mannsins að upphefja líf sitt á meðvitað hátt? Þetta er stóra spurningin. Við þurfum að velta þessu fyrir okkur. Ég þarf þá að reyna að átta mig á því, eða stelpurnar þurfa að átta sig á því. Er þetta meðfætt, „nurture or nature“. Jada Smith, annar af bandarísku leikmönnum Aþenu var ekki með í kvöld sökum meiðsla. „Hún náttúrulega bara næstum því hálsbrotnaði, hún snéri sig svo illa áður en hún kom. Hún er að þjálfa hjá okkur í yngri flokkunum og ég hef bara alltaf litið á allt sem hún gerir sem rosa plús. Hún er með hjarta sko, það er algerlega á hreinu en hjartað hefur keyrt hana í ógöngur núna. Þannig að hún þarf að jafna sig og við sjáum hvað gerist.“ Síðast þegar blaðamaður tók viðtal eftir leik við Brynjar datt hann í djúpar pælingar um hasarmyndir sem hann ætlaði að horfa á með liðinu til að reyna að innræta í þær drápseðli. Það var því ekki hægt að loka þessu viðtali öðruvísi en á kvikmyndanótum. Hver skildi vera uppáhalds jólamynd Brynjars? „Hérna hvað heitir hún aftur, þarna með fulla jólasveininum?“ Ertu að tala um Bad Santa? „Já, Bad Santa! Algjörlega mín mynd!“ Bónus-deild kvenna Körfubolti Aþena Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Sjá meira
Brynjar Karl Sigurðsson, þjálfari Aþenu, var mjög ósáttur með sínar konur í leikslok og var tíðrætt um að þær skorti hjarta, og velti í kjölfarið upp stórum heimspekilegum spurningum því tengdu. „Þetta er bara svona uppskrift hjá okkur. Alltaf svona að „tease-a“ þetta en svo er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona. Eða bara skora meira en tíu stig í síðustu tveimur leikhlutunum.“ Aðspurður um hvað þyrfti að gera til að breyta svona frammistöðu og knýja fram sigur í jöfnum leik var Brynjar djúpt hugsi í drykklanga stund. „Ja, það er góð spurning. Það er bara tilboð. Það er búið að henda út tilboðinu, það þarf bara að taka það.“ Brynjar datt í klassíska frasa þegar blaðamaður spurði hann hvar væri hægt að finna hjartað, og var fullkomlega meðviðtaður um það eftir því sem hann komst dýpra í svarið. „Áhugavert að þú skulir nefna það því ég var einmitt að tala um þetta inn í búningklefa. Það er rosalegur frasi að labba inn og tala bara um að það þurfi að vera meira „toughness“ og meira hjarta og eitthvað svona. Þetta er lengri tíma pæling. Við þurfum bara að pikka út endalaust af einhverjum hlutum og byggja þetta eitt skref í einu og bla bla bla. Er þetta ekki gott svar hjá mér?“ Eigum við að trúa á þann óumdeilanlega hæfileika mannsins að upphefja líf sitt á meðvitað hátt? „Ég er með eina góða pælingu. Er þetta meðfætt eða er þetta áunnið? Eigum við að taka bara „managerinn“ á þetta og kaupa bara leikmenn fyrir tombólupeninga sem við erum með eða eigum við að trúa á þann óumdeilanlega hæfileika mannsins að upphefja líf sitt á meðvitað hátt? Þetta er stóra spurningin. Við þurfum að velta þessu fyrir okkur. Ég þarf þá að reyna að átta mig á því, eða stelpurnar þurfa að átta sig á því. Er þetta meðfætt, „nurture or nature“. Jada Smith, annar af bandarísku leikmönnum Aþenu var ekki með í kvöld sökum meiðsla. „Hún náttúrulega bara næstum því hálsbrotnaði, hún snéri sig svo illa áður en hún kom. Hún er að þjálfa hjá okkur í yngri flokkunum og ég hef bara alltaf litið á allt sem hún gerir sem rosa plús. Hún er með hjarta sko, það er algerlega á hreinu en hjartað hefur keyrt hana í ógöngur núna. Þannig að hún þarf að jafna sig og við sjáum hvað gerist.“ Síðast þegar blaðamaður tók viðtal eftir leik við Brynjar datt hann í djúpar pælingar um hasarmyndir sem hann ætlaði að horfa á með liðinu til að reyna að innræta í þær drápseðli. Það var því ekki hægt að loka þessu viðtali öðruvísi en á kvikmyndanótum. Hver skildi vera uppáhalds jólamynd Brynjars? „Hérna hvað heitir hún aftur, þarna með fulla jólasveininum?“ Ertu að tala um Bad Santa? „Já, Bad Santa! Algjörlega mín mynd!“
Bónus-deild kvenna Körfubolti Aþena Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik