Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar 4. desember 2024 10:31 Nú er kosningum lokið og niðurstöður nokkuð ljósar, eftir stutta og skarpa kosningabaráttu, þar sem Vinstrið gall afhroð. Tveir flokkar þurrkuðust út og þurfa því að pakka saman hugmyndum sínum og setja í rykfallnar geymslur. Má því segja að hægrið hafi unnið stór sigur. En því miður virðist miðjan hafa komið sér þétt að borðinu, sú miðja, sem nú heldur um stjórnartaumana, virðist þó ætla að reyna að miðla málum með leiðum sem sennilega leiða til aukinna skatta, álaga og loftkenndra loforða. En hversu lengi er hægt að vegasalt og halda jafnvægi? Gullhúsið sem logar Einn af draumum tveggja flokkana af þeim þrem sem virðast líklegastir til að mynda næstkomandi ríkisstjórn, er innganga í ESB, hún sé töfralausnin á okkar vandamálum. Þessi hugmynd hljómar í huga þeirra eins og hún sé töfralyf sem muni losa Íslenskt samfélag úr fjötrum verðbólgu og vaxtaóreiðu. En hversu raunhæfur er þessi draumur? Hvað hagnast eða tapar Íslenskt samfélag með inngöngu í sambandið? Innganga í ESB væri sjálfsmorð á sjálfstæði Íslendinga, Ísland væri eins og lamb í kjafti úlfsins. Íslenska þjóðin hefur byggt upp sitt efnahagslíf með því að nýta auðlindir landsins. Með því að færa valdið til Brussel erum við í raun að afsala okkur sjálfstæðinu, fyrir þeim er Ísland litla gullgæsin. Þar sem við hefðum ekki lengur stjórn á eigin auðlindum, hvort sem það snýr að sjávarútvegi, landbúnaði eða raforku. Þeir sem tala fyrir ESB-aðild vilja ekki ræða hvað er í öllum pakkanum hvernig slík aðild muni þrengja að okkur undir stjórn ESB sem hefur gott sem enga innsýn í þarfir smáríkis eins og Íslands. Dýrkeypt hindrun Sú mýta er fyrir löngu orðin úrelt að sjálfstæði Íslendinga haldist í hönd við Íslensku krónuna. Við verðum að sætta okkur við það að Íslenska krónan er æxli sem þarf að fjarlægja, hagkerfið okkar er einfaldlega of lítið til að ráða við að halda úti sér Íslenskum gjaldmiðli. Íslenska krónan er handónýt og svo er hún einnig verðlaus á erlendri grundu. Íslenska krónan kostar Íslenska þjóðarbúið miklar fjárhæðir árlega. Áætlaður vaxtamunur milli krónu og evru er 3%, sem veldur auknum vaxtakostnaði upp á um 200 milljarða á ári. Þetta jafngildir byggingarkostnaði nýs Landspítala. Einnig stuðlar krónan að hærri verðbólgu, minni kaupmætti og auknum lánakostnaði. Seðlabankinn hefur að auki þurft að verja gengi krónunnar með gjaldeyrisforða, sem kostar yfir 20 milljarða árlega, ef miðað er við meðalverðbólgu upp á 4% á ári. Þegar þetta er allt saman tekið er heildarkostnaður Íslensku krónunnar yfir 600 milljónir á dag. Það sem þarf er að taka skref í átt að stöðugleika í efnahagskerfinu, ekki með því að afsala okkur sjálfstæði heldur með því að festa Íslensku krónuna við stöðugan gjaldmiðil eins og evru eða dollar. Þannig mætti draga úr þeirri óstjórn sem hefur einkennt Íslenskan efnahag áratugum saman. Þessi óstöðugleiki hefur verið leikvöllur fjármálaelítunnar, sem hefur notfært sér sveiflur krónunnar til eigin ávinnings, á kostnað almennings og heimila landsins. Með stöðugum gjaldmiðli yrði torveldara fyrir þessa elítu að hagnast á sveiflum krónunnar. Heimili landsins myndu þá loksins fá vernd gegn óeðlilegum vaxta- og verðbólguskotum, þetta gæti verið fyrsta skrefið í átt að því að leggja grunninn að nýju hag- og lánakerfi. Þetta myndi skapa umhverfi þar sem fólk gæti áætlað fjárhag sinn til lengri tíma, án þess að þurfa stöðugt að horfa á uppsprengdar afborganir vegna verðtryggingar eða óvæntra vaxtahækkana. Fjötrar fortíðarinnar Við getum ekki rætt stöðugleika án þess að nefna Íslensku verðtrygginguna sem er sér Íslenskt fyrirbæri. Hvernig má það vera að eitt af grunnkerfum lánamarkaðsins, „verðtrygging“ sé aðeins að finna á Íslandi? Verðtryggingin hefur lengi verið réttlætt til að vega niður verðbólgubálið, en raunveruleikinn er sá að húnheldur heimilum í vítahring skulda. Þetta fyrirbæri finnst hvergi á Norðurlöndum, og ef djúpt er kafað þá er skrítið hún sé ekki ólögleg, ef út í það er farið. Það að lántakandi viti ekki hvað hann eigi að greiða eftir ár, það myndi engin Norðurlandaþjóð sætta sig við þess lags viðskiptahætti, en hér á landi hefur þetta þrælahald verið réttlætt með efnahagslegum rökum sem standast ekki lengur tímans tönn. Þetta kerfi sem stjórnmálamenn hafa varið í áratugi er óskiljanlegt í ljósi þess að við viljum bera okkur saman við hin Norðurlöndin. Ef ný ríkisstjórn ætlar að gera eitthvað raunverulegt fyrir þjóðina, þá verður hún að leggja fram áætlun um að losa okkur undan þessum fjötrum. Það er engin afsökun fyrir því að halda áfram á þessari braut þegar aðrar lausnir eru fyrir hendi. Hvert stefnir Ísland? Nú þegar kosningarnar eru að baki og ný stjórn tekur við taumunum, stendur Ísland frammi fyrir mikilvægum spurningum um framtíð sína. Mun nýja ríkisstjórnin hafa hugrekki til að takast á við þessi rótgrónu vandamál? Eða mun hún sökkva sér í miðjumoð þar sem reynt er að gera öllum til hæfis, á kostnað raunverulegra lausna? Það er löngu orðið tímabært að leggja af dýrtíð óstöðugleikans sem fylgir krónunni, og hefur haldið Íslenskum skattgreiðendum í gíslingu í áratugi. Lausnin liggur ekki í því að ganga í Evrópusambandið og færa valdið til annarra. Hún liggur í því að taka stjórnina í eigin hendur. Við þurfum að hafa pólitíska forystu sem er tilbúin að kveðja gamla tímann, og horfa fram á veginn, axla ábyrgð og koma með lausnir sem þjóna þjóðinni í heild sinni, ekki aðeins fjármálakerfinu eða stjórnmálamönnum sjálfum. Ef ekki, þá mun sagan endurtaka sig og Íslenska þjóðin mun sitja uppi með krónu sem dansar í takt við ofbeldisfullan töfrasprota spillts auðvaldsins. Það er kominn tími til að stöðva leikvang krónunnar og byggja upp traust í Íslensku efnahagslífi. Spurningin er, mun ný ríkisstjórn taka þessa áskorun alvarlega, eða verða næstu fjögur ár aðeins framhald á sama sýkta leikritinu? Aðeins tíminn - mun leiða það í ljós. Höfundur er fangi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Skoðun Skoðun Skyndihjálp: Lykillinn að öruggara samfélagi Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Sjá meira
Nú er kosningum lokið og niðurstöður nokkuð ljósar, eftir stutta og skarpa kosningabaráttu, þar sem Vinstrið gall afhroð. Tveir flokkar þurrkuðust út og þurfa því að pakka saman hugmyndum sínum og setja í rykfallnar geymslur. Má því segja að hægrið hafi unnið stór sigur. En því miður virðist miðjan hafa komið sér þétt að borðinu, sú miðja, sem nú heldur um stjórnartaumana, virðist þó ætla að reyna að miðla málum með leiðum sem sennilega leiða til aukinna skatta, álaga og loftkenndra loforða. En hversu lengi er hægt að vegasalt og halda jafnvægi? Gullhúsið sem logar Einn af draumum tveggja flokkana af þeim þrem sem virðast líklegastir til að mynda næstkomandi ríkisstjórn, er innganga í ESB, hún sé töfralausnin á okkar vandamálum. Þessi hugmynd hljómar í huga þeirra eins og hún sé töfralyf sem muni losa Íslenskt samfélag úr fjötrum verðbólgu og vaxtaóreiðu. En hversu raunhæfur er þessi draumur? Hvað hagnast eða tapar Íslenskt samfélag með inngöngu í sambandið? Innganga í ESB væri sjálfsmorð á sjálfstæði Íslendinga, Ísland væri eins og lamb í kjafti úlfsins. Íslenska þjóðin hefur byggt upp sitt efnahagslíf með því að nýta auðlindir landsins. Með því að færa valdið til Brussel erum við í raun að afsala okkur sjálfstæðinu, fyrir þeim er Ísland litla gullgæsin. Þar sem við hefðum ekki lengur stjórn á eigin auðlindum, hvort sem það snýr að sjávarútvegi, landbúnaði eða raforku. Þeir sem tala fyrir ESB-aðild vilja ekki ræða hvað er í öllum pakkanum hvernig slík aðild muni þrengja að okkur undir stjórn ESB sem hefur gott sem enga innsýn í þarfir smáríkis eins og Íslands. Dýrkeypt hindrun Sú mýta er fyrir löngu orðin úrelt að sjálfstæði Íslendinga haldist í hönd við Íslensku krónuna. Við verðum að sætta okkur við það að Íslenska krónan er æxli sem þarf að fjarlægja, hagkerfið okkar er einfaldlega of lítið til að ráða við að halda úti sér Íslenskum gjaldmiðli. Íslenska krónan er handónýt og svo er hún einnig verðlaus á erlendri grundu. Íslenska krónan kostar Íslenska þjóðarbúið miklar fjárhæðir árlega. Áætlaður vaxtamunur milli krónu og evru er 3%, sem veldur auknum vaxtakostnaði upp á um 200 milljarða á ári. Þetta jafngildir byggingarkostnaði nýs Landspítala. Einnig stuðlar krónan að hærri verðbólgu, minni kaupmætti og auknum lánakostnaði. Seðlabankinn hefur að auki þurft að verja gengi krónunnar með gjaldeyrisforða, sem kostar yfir 20 milljarða árlega, ef miðað er við meðalverðbólgu upp á 4% á ári. Þegar þetta er allt saman tekið er heildarkostnaður Íslensku krónunnar yfir 600 milljónir á dag. Það sem þarf er að taka skref í átt að stöðugleika í efnahagskerfinu, ekki með því að afsala okkur sjálfstæði heldur með því að festa Íslensku krónuna við stöðugan gjaldmiðil eins og evru eða dollar. Þannig mætti draga úr þeirri óstjórn sem hefur einkennt Íslenskan efnahag áratugum saman. Þessi óstöðugleiki hefur verið leikvöllur fjármálaelítunnar, sem hefur notfært sér sveiflur krónunnar til eigin ávinnings, á kostnað almennings og heimila landsins. Með stöðugum gjaldmiðli yrði torveldara fyrir þessa elítu að hagnast á sveiflum krónunnar. Heimili landsins myndu þá loksins fá vernd gegn óeðlilegum vaxta- og verðbólguskotum, þetta gæti verið fyrsta skrefið í átt að því að leggja grunninn að nýju hag- og lánakerfi. Þetta myndi skapa umhverfi þar sem fólk gæti áætlað fjárhag sinn til lengri tíma, án þess að þurfa stöðugt að horfa á uppsprengdar afborganir vegna verðtryggingar eða óvæntra vaxtahækkana. Fjötrar fortíðarinnar Við getum ekki rætt stöðugleika án þess að nefna Íslensku verðtrygginguna sem er sér Íslenskt fyrirbæri. Hvernig má það vera að eitt af grunnkerfum lánamarkaðsins, „verðtrygging“ sé aðeins að finna á Íslandi? Verðtryggingin hefur lengi verið réttlætt til að vega niður verðbólgubálið, en raunveruleikinn er sá að húnheldur heimilum í vítahring skulda. Þetta fyrirbæri finnst hvergi á Norðurlöndum, og ef djúpt er kafað þá er skrítið hún sé ekki ólögleg, ef út í það er farið. Það að lántakandi viti ekki hvað hann eigi að greiða eftir ár, það myndi engin Norðurlandaþjóð sætta sig við þess lags viðskiptahætti, en hér á landi hefur þetta þrælahald verið réttlætt með efnahagslegum rökum sem standast ekki lengur tímans tönn. Þetta kerfi sem stjórnmálamenn hafa varið í áratugi er óskiljanlegt í ljósi þess að við viljum bera okkur saman við hin Norðurlöndin. Ef ný ríkisstjórn ætlar að gera eitthvað raunverulegt fyrir þjóðina, þá verður hún að leggja fram áætlun um að losa okkur undan þessum fjötrum. Það er engin afsökun fyrir því að halda áfram á þessari braut þegar aðrar lausnir eru fyrir hendi. Hvert stefnir Ísland? Nú þegar kosningarnar eru að baki og ný stjórn tekur við taumunum, stendur Ísland frammi fyrir mikilvægum spurningum um framtíð sína. Mun nýja ríkisstjórnin hafa hugrekki til að takast á við þessi rótgrónu vandamál? Eða mun hún sökkva sér í miðjumoð þar sem reynt er að gera öllum til hæfis, á kostnað raunverulegra lausna? Það er löngu orðið tímabært að leggja af dýrtíð óstöðugleikans sem fylgir krónunni, og hefur haldið Íslenskum skattgreiðendum í gíslingu í áratugi. Lausnin liggur ekki í því að ganga í Evrópusambandið og færa valdið til annarra. Hún liggur í því að taka stjórnina í eigin hendur. Við þurfum að hafa pólitíska forystu sem er tilbúin að kveðja gamla tímann, og horfa fram á veginn, axla ábyrgð og koma með lausnir sem þjóna þjóðinni í heild sinni, ekki aðeins fjármálakerfinu eða stjórnmálamönnum sjálfum. Ef ekki, þá mun sagan endurtaka sig og Íslenska þjóðin mun sitja uppi með krónu sem dansar í takt við ofbeldisfullan töfrasprota spillts auðvaldsins. Það er kominn tími til að stöðva leikvang krónunnar og byggja upp traust í Íslensku efnahagslífi. Spurningin er, mun ný ríkisstjórn taka þessa áskorun alvarlega, eða verða næstu fjögur ár aðeins framhald á sama sýkta leikritinu? Aðeins tíminn - mun leiða það í ljós. Höfundur er fangi.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun