Viðskipti innlent

At­vinnu­leysi dróst saman milli mánaða

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Atvinnuleysi mældist þrjú prósent, en telst skör hærra þegar leiðrétt er fyrir árstíma.
Atvinnuleysi mældist þrjú prósent, en telst skör hærra þegar leiðrétt er fyrir árstíma. Vísir/Vilhelm

Í október síðastliðnum voru 7.900 manns án atvinnu, samkvæmt árstíðaleiðréttum niðurstöðum vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofunnar. Atvinnuleysi dróst saman um eitt og hálft prósentustig milli mánaða.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Hagstofunnar. Þar segir að árstíðaleiðrétt hlutfall atvinnulausra hafi verið 3,3 prósent, hlutfall starfandi hafi verið 79,4 prósent og atvinnuþátttaka 82,1 prósent. 

„Árstíðaleiðrétt atvinnuleysi dróst saman um eitt og hálft prósentustig á milli mánaða en þess ber að geta að mæling fyrir september var óvanalega há ef horft er til síðustu mánaða. Hlutfall starfandi stóð nánast í stað og atvinnuþátttaka minnkaði um eitt prósentustig,“ segir í tilkynningunni.

Mælt atvinnuleysi í október var 3 prósent, árstíðaleiðrétt var það 3,3 prósent og leitni 3,4 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×