Erlendir fjárfestar með nærri helminginn í um fimm milljarða útboði Amaroq

Hlutabréfaverð Amaroq hefur hækkað nokkuð á markaði eftir að félagið sótti sér jafnvirði nærri fimm milljarða króna í nýtt hlutafé, meira en upphaflega var áformað vegna umframeftirspurnar fjárfesta, aðeins nokkrum dögum eftir að það hóf framleiðslu á gulli í Suður-Grænlandi. Erlendir sjóðir voru umsvifamiklir þátttakendur í útboðinu, með tæplega helminginn af heildarstærð þess, en Amaroq hefur núna sett stefnuna á aðalmarkað í London.
Tengdar fréttir

Hækkar verðmat Amaroq sem er 38 prósent yfir markaðsverði
Bandaríska fjármálafyrirtækið Stifel hefur hækkað markgengi sitt á auðlindafyrirtækinu Amaroq Minerals um tólf prósent frá því í febrúar. Meðal annars er bent að verð á gulli hafi hækkað um 15 prósent og að styttra sé að í að fyrirtækið fari að afla tekna. Í verðmatinu er gert ráð fyrir að það hagnist um tvo milljarða á næsta ári en fyrirtækið afli ekki tekna í ár.