Bove hneig niður fyrir framan varamannabekk Fiorentina snemma í leik Fiorentina og Internazionale í Seríu A. Leikurinn var fyrst stöðvaður og seinna aflýst.
Íslenski landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson er leikmaður Fiorentina og var á varamannabekk liðsins þegar atvikið gerðist.
Bove var fluttur í skyndi á sjúkrahús og á gjörgæslu. Þar tókst að koma hjartslætti hans í lag og bjarga lífi hans.
Bove er aðeins 22 ára gamall og á láni hjá Fiorentina frá Roma út þetta tímabil.
Fyrir bikarleik Fiorentina á móti Empoli í gær þá staðfesti Alessandro Ferrari, framkvæmdastjóri liðsins, að Bove hafi verið fluttur af gjörgæslu og inn á á hjartadeild spítalans. ESPN segir frá.
„Edoardo stendur sig vel, hann er að ná sér og við erum ánægð. Við verðum að vera þolinmóð og sýna honum virðingu. Hann fór á milli deilda á sjúkrahúsinu þannig að þetta lítur betur út hjá honum,“ sagði við Mediaset sjónvarpsstöðina.