Heitir því að klára kjörtímabilið og skammast út í þingmenn Samúel Karl Ólason skrifar 5. desember 2024 22:59 Emmanuel Macron, forseti Frakklands. EPA/TERESA SUAREZ Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segist ekki ætla að segja af sér og heitir því að sitja út kjörtímabil sitt til ársins 2027. Þá segist hann ætla að tilnefna nýjan forsætisráðherra á næstu dögum. Ríkisstjórn Michel Barnier, forsætisráðherra Frakklands, var felld með vantrauststillögu á franska þinginu í gær þegar bæði vinstri og hægri vængir þingsins tóku höndum saman. Var það eftir að Barnier þvingaði óvinsælt fjárlagafrumvarp gegnum þingið án atkvæðagreiðslu þar. Franskir þingmenn hafa í kjölfarið kallað eftir því að Macron segi af sér og boði til kosninga. Þannig sé best að binda enda á þá pólitísku óreiðu sem einkenni Frakkland þessa dagana. Sjá einnig: Franska ríkisstjórnin fallin Macron ávarpaði frönsku þjóðina í kvöld þar sem hann gagnrýndi þá þingmenn sem felldur ríkisstjórnina í gær slíkt hafði ekki gerst í Frakklandi frá 1968. Hann sakaði stjórnarandstöðuna um að hafa tekið markvissa ákvörðun um að valda óreiðu og sagði þingmenn hafa hagað sér með óábyrgum hætti, samkvæmt frétt France24. Þá sagði Macron að sérstakt frumvarp um skattheimtu yrði lagt fyrir þingið seinna í þessum mánuði til að koma í veg fyrir stöðvun ríkisrekstursins. Síðan yrði það verk nýrrar ríkisstjórnar að semja fjárlög fyrir næsta ár. Hver sem verður fyrir valinu mun hafa það verkefni að leiða minnihlutaríkisstjórn í Frakklandi þar sem enginn flokkur eða fylking hefur meirihluta. Það tók Macron tvo mánuði að velja Barnier eftir kosningarnar í júní, þar sem flokkur forsetans missti mikið fylgi. Macron sagðist ætla að funda með pólitískum leiðtogum Frakklands á morgun með því markmiði að finna leið framávið. Í lok ræðu sinnar kallaði hann eftir visku, samstöðu og von. Áhugasamir geta séð ræðu Macrons þar sem túlkur talar ensku, hér að neðan. Frakkland Kosningar í Frakklandi Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira
Ríkisstjórn Michel Barnier, forsætisráðherra Frakklands, var felld með vantrauststillögu á franska þinginu í gær þegar bæði vinstri og hægri vængir þingsins tóku höndum saman. Var það eftir að Barnier þvingaði óvinsælt fjárlagafrumvarp gegnum þingið án atkvæðagreiðslu þar. Franskir þingmenn hafa í kjölfarið kallað eftir því að Macron segi af sér og boði til kosninga. Þannig sé best að binda enda á þá pólitísku óreiðu sem einkenni Frakkland þessa dagana. Sjá einnig: Franska ríkisstjórnin fallin Macron ávarpaði frönsku þjóðina í kvöld þar sem hann gagnrýndi þá þingmenn sem felldur ríkisstjórnina í gær slíkt hafði ekki gerst í Frakklandi frá 1968. Hann sakaði stjórnarandstöðuna um að hafa tekið markvissa ákvörðun um að valda óreiðu og sagði þingmenn hafa hagað sér með óábyrgum hætti, samkvæmt frétt France24. Þá sagði Macron að sérstakt frumvarp um skattheimtu yrði lagt fyrir þingið seinna í þessum mánuði til að koma í veg fyrir stöðvun ríkisrekstursins. Síðan yrði það verk nýrrar ríkisstjórnar að semja fjárlög fyrir næsta ár. Hver sem verður fyrir valinu mun hafa það verkefni að leiða minnihlutaríkisstjórn í Frakklandi þar sem enginn flokkur eða fylking hefur meirihluta. Það tók Macron tvo mánuði að velja Barnier eftir kosningarnar í júní, þar sem flokkur forsetans missti mikið fylgi. Macron sagðist ætla að funda með pólitískum leiðtogum Frakklands á morgun með því markmiði að finna leið framávið. Í lok ræðu sinnar kallaði hann eftir visku, samstöðu og von. Áhugasamir geta séð ræðu Macrons þar sem túlkur talar ensku, hér að neðan.
Frakkland Kosningar í Frakklandi Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira