Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar 9. desember 2024 14:31 Orkufyrirtækin stóðu fyrir nokkrum umræðufundum í aðdraganda kosninga. Meginefnið var hvernig tryggja mætti almenningi og litlum fyrirtækjum nóg rafmagn á viðráðanlegu verði. Samkeppni er frekar nýtilkomin á þessum markaði. Segja má að henni hafi verið þröngvað upp á okkur af Evrópusambandinu og henni var ekki vel tekið af öllum. Áður var rafmagn almannaþjónusta og selt í einkasölu og markaðurinn ber enn svip af því. Orkufyrirtæki eru enn flest í eigu ríkis og sveitarfélaga. Vandinn, sem nú blasir við, er að rafmagn gæti ,,lekið“ frá almennum markaði, sem kaupir núna innan við fimmtung framleiðslunnar, til stórnotenda, sem fá afganginn. Helst virðist hætta talin á að eini stóri framleiðandinn í einkaeigu, HS-Orka, taki upp á því að selja rafmagnið hæstbjóðanda. Að vísu er sennilega lítil hætta á að almenning skorti rafmagn á næstunni, en verð gæti hækkað. Stórnotendur eiga í harðri samkeppni á alþjóðamarkaði og þola yfirleitt ekki miklar verðhækkanir. Almenningur vill aftur á móti sitt rafmagn, þótt hann þurfi að borga meira fyrir það. Þess vegna er hæpið að halda því fram að almenningur megi sín lítils í samkeppni um rafmagn við stórnotendur. Ef rafmagnsverð hækkar á almennum markaði kemur að því að stórnotendur sjá sér hag í að bjóða ,,sitt rafmagn“ til sölu þar. Á fundi í Grósku 21. nóvember sagði starfsmaður HS-Orku að stórnotendum, sem keyptu rafmagn af fyrirtækinu, væri í sjálfsvald sett hvort þeir notuðu það sjálfir eða seldu það öðrum. Hann benti á, að þar sem stórnotendur keyptu 80% alls rafmagns hér á landi þýddi 1% samdráttur í kaupum þeirra 4% meira framboð á almennum markaði. Starfsmaður Elkems, sem vinnur málma í Hvalfirði, Noregi og víðar, sagði að móðurfyrirtækið væri mjög virkt á rafmagnsmarkaði í Noregi. Það setti hluta af sínu rafmagni á almennan markað þegar markaðsverð hækkaði þar í landi og keypti meira en venjulega þegar rafmagnið væri ódýrt. Á fulltrúa ríkisrisans á íslenskum rafmagnsmarkaði mátti aftur á móti skilja að slíkt framsal væri erfiðleikum bundið. Sveiflur í verði á rafmagni eru hvimleiðar, ekki síður en sveiflur í bensínverði. Skiljanlegt er að menn vilji vernda almenning fyrir þeim. En markmiðið með þeim inngripum sem nú eru ráðgerð virðist ekki vera að draga úr verðsveiflum, heldur að koma í veg fyrir að verð hækki á almennum markaði. Stöðva á ,,lekann“ með öllu og aðskilja rafmagnsmarkaði fyrir stórnotendur og almenning.[1] Rafmagn verður selt á markaðsverði til stórnotenda, en á almennum markaði verður boðið ,,viðráðanlegt verð“. Þetta þýðir að almennir notendur fá ekki rétt merki um raunverulegt verð orkunnar. Það hefur ýmsar afleiðingar. Ef rafmagnsverð á almennum markaði fær að hækka í takt við kröfur markaðsins er ekki ólíklegt að rafmagn til orkuskipta á komandi áratugum verði einkum sótt til stórnotenda, sem smám saman munu draga sig í hlé. Ef tengsl rofna milli markaða verður rafmagnið sennilega einkum sótt í nýjar virkjanir. Getur verið að viðhorf stjórnenda raforkufyrirtækja mótist af eignarhaldi fyrirtækjanna og fyrri skipan markaðsins? Skoðum annað dæmi um umskipti úr ríkiseinkasölu í samkeppnismarkað. Fram á tíunda áratug fyrri aldar var símaþjónusta í höndum eins ríkisfyrirtækis. Frumkvæði að samkeppni í símaþjónustu kom líka að utan, en breytingin tengdist aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu. Umskiptin voru ekki hnökralaus, en í stórum dráttum gengu þau vel. Ríkið seldi Símann og hætti að skipta sér af starfseminni, nema til þess að sjá um að farið væri að leikreglum. Ný símafyrirtæki spruttu upp og markaður með símaþjónustu varð með líflegri mörkuðum. Fáum dettur nú í hug að taka aftur upp fyrri hætti. Mikilvægt er að rafmagn til orkuskipta sé sótt þangað sem það er ódýrast - hvort sem það verða nýjar virkjanir eða stórnotendur sem nú nýta rafmagnið í sína starfsemi. Löng reynsla og niðurstöður fræðimanna sýna að ekki borgar sig að grípa inn í niðurstöður samkeppnismarkaða nema góðar ástæður séu til. Rask á náttúrunni, mengun eða áhrif á útsýni geta réttlætt sérstök gjöld á framkvæmdir. Það eru miklu hæpnari rök fyrir inngripum að það sé ,,í DNA Íslendinga að við viljum bara ódýra íslenska raforku“, svo að vitnað sé í ummæli ræðumanns á einum orkufundinum í haust. Höfundur er hagfræðingur. [1] Sjá til dæmis grein Tinnu Traustadóttur: Heimili eiga ekki að keppa við stórnotendur um örugga orku, 16.03.2023, sótt af https://www.landsvirkjun.is/frettir/heimili-eiga-ekki-ad-keppa-vid-stornotendur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Sjá meira
Orkufyrirtækin stóðu fyrir nokkrum umræðufundum í aðdraganda kosninga. Meginefnið var hvernig tryggja mætti almenningi og litlum fyrirtækjum nóg rafmagn á viðráðanlegu verði. Samkeppni er frekar nýtilkomin á þessum markaði. Segja má að henni hafi verið þröngvað upp á okkur af Evrópusambandinu og henni var ekki vel tekið af öllum. Áður var rafmagn almannaþjónusta og selt í einkasölu og markaðurinn ber enn svip af því. Orkufyrirtæki eru enn flest í eigu ríkis og sveitarfélaga. Vandinn, sem nú blasir við, er að rafmagn gæti ,,lekið“ frá almennum markaði, sem kaupir núna innan við fimmtung framleiðslunnar, til stórnotenda, sem fá afganginn. Helst virðist hætta talin á að eini stóri framleiðandinn í einkaeigu, HS-Orka, taki upp á því að selja rafmagnið hæstbjóðanda. Að vísu er sennilega lítil hætta á að almenning skorti rafmagn á næstunni, en verð gæti hækkað. Stórnotendur eiga í harðri samkeppni á alþjóðamarkaði og þola yfirleitt ekki miklar verðhækkanir. Almenningur vill aftur á móti sitt rafmagn, þótt hann þurfi að borga meira fyrir það. Þess vegna er hæpið að halda því fram að almenningur megi sín lítils í samkeppni um rafmagn við stórnotendur. Ef rafmagnsverð hækkar á almennum markaði kemur að því að stórnotendur sjá sér hag í að bjóða ,,sitt rafmagn“ til sölu þar. Á fundi í Grósku 21. nóvember sagði starfsmaður HS-Orku að stórnotendum, sem keyptu rafmagn af fyrirtækinu, væri í sjálfsvald sett hvort þeir notuðu það sjálfir eða seldu það öðrum. Hann benti á, að þar sem stórnotendur keyptu 80% alls rafmagns hér á landi þýddi 1% samdráttur í kaupum þeirra 4% meira framboð á almennum markaði. Starfsmaður Elkems, sem vinnur málma í Hvalfirði, Noregi og víðar, sagði að móðurfyrirtækið væri mjög virkt á rafmagnsmarkaði í Noregi. Það setti hluta af sínu rafmagni á almennan markað þegar markaðsverð hækkaði þar í landi og keypti meira en venjulega þegar rafmagnið væri ódýrt. Á fulltrúa ríkisrisans á íslenskum rafmagnsmarkaði mátti aftur á móti skilja að slíkt framsal væri erfiðleikum bundið. Sveiflur í verði á rafmagni eru hvimleiðar, ekki síður en sveiflur í bensínverði. Skiljanlegt er að menn vilji vernda almenning fyrir þeim. En markmiðið með þeim inngripum sem nú eru ráðgerð virðist ekki vera að draga úr verðsveiflum, heldur að koma í veg fyrir að verð hækki á almennum markaði. Stöðva á ,,lekann“ með öllu og aðskilja rafmagnsmarkaði fyrir stórnotendur og almenning.[1] Rafmagn verður selt á markaðsverði til stórnotenda, en á almennum markaði verður boðið ,,viðráðanlegt verð“. Þetta þýðir að almennir notendur fá ekki rétt merki um raunverulegt verð orkunnar. Það hefur ýmsar afleiðingar. Ef rafmagnsverð á almennum markaði fær að hækka í takt við kröfur markaðsins er ekki ólíklegt að rafmagn til orkuskipta á komandi áratugum verði einkum sótt til stórnotenda, sem smám saman munu draga sig í hlé. Ef tengsl rofna milli markaða verður rafmagnið sennilega einkum sótt í nýjar virkjanir. Getur verið að viðhorf stjórnenda raforkufyrirtækja mótist af eignarhaldi fyrirtækjanna og fyrri skipan markaðsins? Skoðum annað dæmi um umskipti úr ríkiseinkasölu í samkeppnismarkað. Fram á tíunda áratug fyrri aldar var símaþjónusta í höndum eins ríkisfyrirtækis. Frumkvæði að samkeppni í símaþjónustu kom líka að utan, en breytingin tengdist aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu. Umskiptin voru ekki hnökralaus, en í stórum dráttum gengu þau vel. Ríkið seldi Símann og hætti að skipta sér af starfseminni, nema til þess að sjá um að farið væri að leikreglum. Ný símafyrirtæki spruttu upp og markaður með símaþjónustu varð með líflegri mörkuðum. Fáum dettur nú í hug að taka aftur upp fyrri hætti. Mikilvægt er að rafmagn til orkuskipta sé sótt þangað sem það er ódýrast - hvort sem það verða nýjar virkjanir eða stórnotendur sem nú nýta rafmagnið í sína starfsemi. Löng reynsla og niðurstöður fræðimanna sýna að ekki borgar sig að grípa inn í niðurstöður samkeppnismarkaða nema góðar ástæður séu til. Rask á náttúrunni, mengun eða áhrif á útsýni geta réttlætt sérstök gjöld á framkvæmdir. Það eru miklu hæpnari rök fyrir inngripum að það sé ,,í DNA Íslendinga að við viljum bara ódýra íslenska raforku“, svo að vitnað sé í ummæli ræðumanns á einum orkufundinum í haust. Höfundur er hagfræðingur. [1] Sjá til dæmis grein Tinnu Traustadóttur: Heimili eiga ekki að keppa við stórnotendur um örugga orku, 16.03.2023, sótt af https://www.landsvirkjun.is/frettir/heimili-eiga-ekki-ad-keppa-vid-stornotendur
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar