Viðskipti innlent

Bein út­sending: Nýsköpunar­verð­laun Samorku

Atli Ísleifsson skrifar
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra afhendir Nýsköpunarverðlaun Samorku í dag.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra afhendir Nýsköpunarverðlaun Samorku í dag. Vísir/Vilhelm

Nýsköpunarverðlaun Samorku verða afhent í fjórða sinn á opnum fundi í Grósku klukkan 15. Hægt verður að fylgjast með útsendingunni í beinu streymi. 

Í tilkynningu frá Samorku segir að nýsköpun í orku- og veitugeiranum skipti sköpum þegar heimurinn standi frammi fyrir áskorunum sem loftslagsbreytingar hafi í för með sér.

Nýsköpun leiðir til betri nýtingar á auðlindum, meiri skilvirkni og sjálfvirkni, en einnig til nýrra lausna og nýrrar tækni sem nauðsynlegar eru fyrir þá umbyltingu sem framundan er á orku- og veitukerfum heimsins.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra afhendir Nýsköpunarverðlaun Samorku í Grósku fimmtudaginn 12. desember. Með verðlaununum, sem nú eru afhent í fjórða sinn, vill Samorka vekja athygli á framúrskarandi íslensku hugviti á sviði orku- og veitumála sem getur nýst um allan heim, dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda og skapað verðmæti fyrir þjóðarbúið,“ segir í tilkynningunni.

Dagskrá:

Erindi flytja

  • Ríkarður Ríkarðsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaþróunar og nýsköpunar hjá Landsvirkjun
  • Marta Rós Karlsdóttir - framkvæmdastjóri Baseload Power
  • Rósbjörg Jónsdóttir - framkvæmdastjóri Orkuklasans

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir afhendir Nýsköpunarverðlaun Samorku 2024.

Fulltrúar verðlaunahafa segja nokkur orð.

Fundarstjóri er Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×