Innlent

Síðasti séns að senda inn til­nefningar til manns ársins

Boði Logason skrifar
Lesendur Vísis geta sent inn tilnefningar til manns ársins til klukkan tólf á hádegi á morgun.
Lesendur Vísis geta sent inn tilnefningar til manns ársins til klukkan tólf á hádegi á morgun. Vilhelm

Lesendum Vísis og hlustendum Bylgjunnar gefst færi á að útnefna mann ársins 2024 nú um áramótin. Rúmlega fjögur þúsund nöfn hafa borist frá því að opnað var tilnefningar 2. desember síðastliðinn. 

Fresturinn til að senda inn tilnefningar rennur út klukkan tólf á hádegi á morgun, föstudag.

Tilnefndu þína manneskju eða hóp hér að neðan. Best er að tilnefningunni fylgi einnig rökstuðningur.

Ritstjórn Vísis og Reykjavík síðdegis fara sameiginlega yfir innsendar tilnefningar og í kjölfarið hefst atkvæðagreiðsla. Manneskjan sem verður fyrir valinu verða heiðruð í árlegum áramótaþætti Reykjavík árdegis á gamlársdag.

Farið verður yfir tilnefningar með tilliti til rökstuðnings og fjölda tilnefninga sem hver og einn fær.

Atkvæðagreiðsla fer svo fram á Vísi yfir jólin.


Tengdar fréttir

Tilnefningum til manns ársins rignir inn

Lesendum Vísis og hlustendum Bylgjunnar gefst færi á að útnefna mann ársins 2024 nú um áramótin. Rúmlega þrjú þúsund tilnefningar hafa borist síðan opnað var fyrir tilnefningar á mánudag.

Til­nefningum til manns ársins rignir inn

Lesendum Vísis og hlustendum Bylgjunnar gefst færi á að útnefna mann ársins 2024 nú um áramótin. Rúmlega þrjú þúsund tilnefningar hafa borist síðan opnað var fyrir tilnefningar á mánudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×