Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Jakob Bjarnar skrifar 12. desember 2024 14:47 Katrín í sínu fyrsta viðtali eftir forseta- og alþingiskosningar. Henni þykir Vinstri græn, sú hreyfing sem hún leiddi um árabil, verða býsna hart dæmd í nýliðnum alþingiskosningum. vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra og forsetaframbjóðandi veitti sitt fyrsta viðtal eftir forseta- og alþingiskosningar í Samtalinu hjá Heimi Má í dag sem sýnt verður á Stöð 2 klukkan 19:05 í kvöld. Hún segist hafa upplifað djúpa sorg þegar úrslit nýafstaðinna alþingiskosninga lágu fyrir. Katrín var lengi vinsælasti stjórnmálamaður landsins og 2016 var þrýst á hana að gefa kost á sér í forsetaframboð. Hún lét hins vegar slag standa á þessu ári, sagði af sér sem forsætisráðherra óvinsællrar ríkisstjórnar en tapaði fyrir Höllu Tómasdóttur. Segir Vinstri græn hart dæmd Heimir Már spurði Katrínu hvort það hlyti ekki að vera sárt fyrir hana að sjá hvernig komið væri fyrir þeirri hreyfingu sem hún fór fyrir í ellefu ár; þegar Vinstri græn féllu af þingi. „Ég ætla ekkert að ljúga neinu um það að sunnudaginn eftir kosningar upplifði ég verulega djúpa og mikla sorg. Ég ætla líka að segja að mér fannst við hart dæmd, satt að segja.“ Katrín segist standa á því fastar en fótunum að 25 ár sem Vinstri hreyfingin grænt framboð var á þingi hafi sá flokkur haft alveg ótrúleg áhrif á landsmálin. „Bæði í stjórnarandstöðu fyrir hrun, í ríkisstjórninni sem sinnti endurreisnarstarfi eftir hrun, sem flokkur í stjórnarandstöðu sem ávallt var á vaktinni bæði hvað varðar ýmis mannréttindamál og umhverfisvernd og auðvitað fyrir gildi félagshyggjunnar. Og svo á síðustu sjö árum í ríkisstjórn þar sem ég tel að við höfum náð miklum árangri þó auðvitað hafi ekki allt náðst í gegn,“ sagði Katrín. Katrín segir það athyglisvert að rótttækir flokkar á borð við Vinstri græn, Sósíalista og Pírata hafi ekki náð inn á þing. En það væri tilhneiging um alla Evrópu. Synirnir höfnuðu því að Katrín setti upp ráðuneyti heima Katrín, sem nú starfar meðal annars sem sérlegur sendifulltrúi Hringborðs norðurslóða, sagði það vera spennandi verkefni. Hún væri fegin að vera komin úr hringiðu stjórnmálanna. Hinu pólitíska argaþrasi. Henni þætti vissulega ýmislegt um menn og málefni og það væri nokkuð um að fjölmiðlafólk óskaði eftir því að hún gæfi álit sitt. En hún hafi sagt að þeir væru margir fyrrverandi stjórmálamennirnir sem væru örugglega til í að veita sitt álit. Hún hefði gefið allt sitt og fundið undir lokin að það væri að minnka á tankinum. Klippa: Upplifði djúpa sorg eftir kosningarnar „Mér finnst alls konar en er sátt við að þurfa ekki að taka afstöðu til þess,“ sagði Katrín. Hún hafi áður en forsetakosningarnar komu til verið ákveðin í að bjóða sig ekki aftur fram til Alþingis. Katrin sagðist hafa orðið grautfúl að tapa forsetakosningunum, hún hafi vitanlega stefnt á sigur í þeim kosningum. Hún hafi tekið þá afstöðu að vera heima en orðið um og ó þegar synir hennar voru farnir að spyrja hvort hún þyrfti ekki að fara að fá sér vinnu. Hún hafi verið búin að setja upp hálfgildings ráðuneyti heima fyrir og var farin að skipa þeim fyrir. „Ráðuneytinu heima var hafnað,“ sagði Katrín. Samtalið er í opinni dagskrá að loknum fréttum og annál á Stöð 2 klukkan 19:10 í kvöld. Samtalið Alþingiskosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Hringborð norðurslóða Vinstri græn Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Sjá meira
Katrín var lengi vinsælasti stjórnmálamaður landsins og 2016 var þrýst á hana að gefa kost á sér í forsetaframboð. Hún lét hins vegar slag standa á þessu ári, sagði af sér sem forsætisráðherra óvinsællrar ríkisstjórnar en tapaði fyrir Höllu Tómasdóttur. Segir Vinstri græn hart dæmd Heimir Már spurði Katrínu hvort það hlyti ekki að vera sárt fyrir hana að sjá hvernig komið væri fyrir þeirri hreyfingu sem hún fór fyrir í ellefu ár; þegar Vinstri græn féllu af þingi. „Ég ætla ekkert að ljúga neinu um það að sunnudaginn eftir kosningar upplifði ég verulega djúpa og mikla sorg. Ég ætla líka að segja að mér fannst við hart dæmd, satt að segja.“ Katrín segist standa á því fastar en fótunum að 25 ár sem Vinstri hreyfingin grænt framboð var á þingi hafi sá flokkur haft alveg ótrúleg áhrif á landsmálin. „Bæði í stjórnarandstöðu fyrir hrun, í ríkisstjórninni sem sinnti endurreisnarstarfi eftir hrun, sem flokkur í stjórnarandstöðu sem ávallt var á vaktinni bæði hvað varðar ýmis mannréttindamál og umhverfisvernd og auðvitað fyrir gildi félagshyggjunnar. Og svo á síðustu sjö árum í ríkisstjórn þar sem ég tel að við höfum náð miklum árangri þó auðvitað hafi ekki allt náðst í gegn,“ sagði Katrín. Katrín segir það athyglisvert að rótttækir flokkar á borð við Vinstri græn, Sósíalista og Pírata hafi ekki náð inn á þing. En það væri tilhneiging um alla Evrópu. Synirnir höfnuðu því að Katrín setti upp ráðuneyti heima Katrín, sem nú starfar meðal annars sem sérlegur sendifulltrúi Hringborðs norðurslóða, sagði það vera spennandi verkefni. Hún væri fegin að vera komin úr hringiðu stjórnmálanna. Hinu pólitíska argaþrasi. Henni þætti vissulega ýmislegt um menn og málefni og það væri nokkuð um að fjölmiðlafólk óskaði eftir því að hún gæfi álit sitt. En hún hafi sagt að þeir væru margir fyrrverandi stjórmálamennirnir sem væru örugglega til í að veita sitt álit. Hún hefði gefið allt sitt og fundið undir lokin að það væri að minnka á tankinum. Klippa: Upplifði djúpa sorg eftir kosningarnar „Mér finnst alls konar en er sátt við að þurfa ekki að taka afstöðu til þess,“ sagði Katrín. Hún hafi áður en forsetakosningarnar komu til verið ákveðin í að bjóða sig ekki aftur fram til Alþingis. Katrin sagðist hafa orðið grautfúl að tapa forsetakosningunum, hún hafi vitanlega stefnt á sigur í þeim kosningum. Hún hafi tekið þá afstöðu að vera heima en orðið um og ó þegar synir hennar voru farnir að spyrja hvort hún þyrfti ekki að fara að fá sér vinnu. Hún hafi verið búin að setja upp hálfgildings ráðuneyti heima fyrir og var farin að skipa þeim fyrir. „Ráðuneytinu heima var hafnað,“ sagði Katrín. Samtalið er í opinni dagskrá að loknum fréttum og annál á Stöð 2 klukkan 19:10 í kvöld.
Samtalið Alþingiskosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Hringborð norðurslóða Vinstri græn Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Sjá meira