Fótbolti

Albert með mark og stoðsendingu í stór­sigri Fiorentina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Albert Guðmundsson fagnar marki sínu fyrir Fiorentina í kvöld.
Albert Guðmundsson fagnar marki sínu fyrir Fiorentina í kvöld. Getty/Image Photo Agency

Albert Guðmundsson er mættur á ný eftir meiðsli og farinn að minna á sig hjá Fiorentina.

Ítalska liðið  ekki í miklum vandræðum með austurríska liðið LASK í Sambandsdeildinni í kvöld. Fiorentina vann leikinn 7-0 eftir að hafa komist í 3-0 á fyrstu fjörutíu mínútum leiksins. Albert kom inn á sem varamaður á 61. mínútu en þá var staðan orðin 4-0. 

Albert var búinn að leggja upp mark fyrir Rolando Mandragora aðeins átta mínútum síðar. Albert skoraði síðan sjöunda markið úr vítaspyrnu. Frábær innkoma hjá landsliðsmanninum en mótstaðan var ekki mikil fyrir Ítalana í kvöld.

Riccardo Sottil, Jonathan Ikoné og Amir Richardson komu Fiorentina í 3-0 forystu í fyrri hálfleiknum en fjórða markið skoraði Sottil á 58. mínútu. Sottil var með tvö mörk og eina stoðsendingu í leiknum.

Sjötta markið var sjálfsmark á 82. mínútu en Albert skoraði úr vítinu á 85. mínútu.

Fiorentina er í öðru sæti með tólf stig, þremur stigum á eftir toppliði Chelsea. Liðið er því komið langleiðina með að tryggja sig áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×