„Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ Kári Mímisson skrifar 12. desember 2024 22:34 Jakob Örn Sigurðarson stýrði sínum mönnum til sigurs á Ásvöllum í kvöld. Vísir/Anton Brink Jakob Örn Sigurðarson, þjálfari KR, var að vonum sáttur með sigur síns liðs gegn Haukum nú í kvöld. KR-ingar léku við hvern sinn fingur í fyrri hálfleik en áttu afleitan kafla í þriðja leikhluta þar sem Haukum tókst að saxa vel á forskot KR. „Ég er mjög ánægður með sigurinn. Þetta var alvöru leikur hér í seinni hálfleik. Mér fannst við eða við vorum bara frábærir í fyrri hálfleik. Spiluðum rosalega vel, sérstaklega sóknarlega þar sem við vorum að finna mjög góð skot, vorum að skjóta með sjálfstrausti og spiluðum vel saman. Á sama tíma þá fannst mér við detta allt of mikið niður í seinni hálfleik sérstaklega varnarlega. Ákefðin og orkan var ekki góð og við vorum bara ekki nógu physical. Við leyfðum þeim að komast þangað sem þeir vildu, þeir fóru inn í teig og skoruðu auðveldar körfur. Þetta er eitthvað sem við verðum að laga,“ sagði Jakob. Er þessi byrjun á seinni hálfleiknum eitthvað sem þarf að hafa áhyggjur af? „Það er það af því að þetta er ekki í fyrsta skiptið sem þetta gerist í vetur hjá okkur. Þetta hefur gerst ítrekið í vetur að við erum mjög flottir í fyrri hálfleik, spilum vel en svo gerist eitthvað í hálfleik þar sem við erum ekki á sama stað eftir hálfleikinn. Við þurfum að skoða þetta betur og reyna að finna eitthvað til að kveikja í okkur í hálfleik,“ sagði Jakob. Aðspurður út í það hvort það hafi eitthvað farið um hann í þriðja leikhluta þegar lið Hauka tókst að minnka forskot KR verulega segir Jakob það sannarlega hafa gert það. Á sama tíma segir hann að liðið hafi náð að bregðast vel við og halda út eftir gott áhlaup heimamanna. „Að sjálfsögðu fór um mann, líka af því að þetta gerðist svo hratt. Þeir ná þessu strax úr 23 stigum í hálfleik niður í fimm og rosalega mikið eftir af leiknum. Að sjálfsögðu fór þá um mann. Ég var búinn að taka leikhlé og búinn að prófa ýmsa hluti en sem betur fer þá náðum við okkur í lok þriðja leikhluta og náðum smá dampi og flæði aftur. Við náðum svo að halda ágætri forystu fyrir fjórða leikhluta sem var mjög sterkt og mikilvægt fyrir okkur,“ sagði Jakob. KR hefur nú unnið fimm af fyrstu tíu leikjum sínum og eru en með í bikarnum. Jakob segist vera sáttur með hvernig liðið sé að spila en vill þó meira. Þetta hafi verið í fyrsta sinn í vetur þar sem liðið sigri tvo leiki í röð sem sé eitthvað sem hann og hans menn geti byggt ofan á. „Eins og leikirnir hafa spilast í vetur þá finnst mér að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Ég sé allavega tvo leiki sem við töpuðum sem mér þykir að við hefðum átt að vinna. Á sama tíma erum að reyna að finna okkar leik líka og það hefur verið ágætis stígandi hjá okkur en það sem er að angra mig mest er hversu óstöðugir við erum. Við erum frábærir í einum leik en svo komum við í næsta leik og náum ekki að halda dampi. Ég held samt að þetta sé í fyrsta skiptið í vetur þar sem okkur tekst að vinna tvo leiki í röð, unnum í bikarnum og svo nú í kvöld þannig að vonandi er það eitthvað sem við getum byggt ofan á.,“ sagði Jakob. Bónus-deild karla KR Haukar Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Sjá meira
„Ég er mjög ánægður með sigurinn. Þetta var alvöru leikur hér í seinni hálfleik. Mér fannst við eða við vorum bara frábærir í fyrri hálfleik. Spiluðum rosalega vel, sérstaklega sóknarlega þar sem við vorum að finna mjög góð skot, vorum að skjóta með sjálfstrausti og spiluðum vel saman. Á sama tíma þá fannst mér við detta allt of mikið niður í seinni hálfleik sérstaklega varnarlega. Ákefðin og orkan var ekki góð og við vorum bara ekki nógu physical. Við leyfðum þeim að komast þangað sem þeir vildu, þeir fóru inn í teig og skoruðu auðveldar körfur. Þetta er eitthvað sem við verðum að laga,“ sagði Jakob. Er þessi byrjun á seinni hálfleiknum eitthvað sem þarf að hafa áhyggjur af? „Það er það af því að þetta er ekki í fyrsta skiptið sem þetta gerist í vetur hjá okkur. Þetta hefur gerst ítrekið í vetur að við erum mjög flottir í fyrri hálfleik, spilum vel en svo gerist eitthvað í hálfleik þar sem við erum ekki á sama stað eftir hálfleikinn. Við þurfum að skoða þetta betur og reyna að finna eitthvað til að kveikja í okkur í hálfleik,“ sagði Jakob. Aðspurður út í það hvort það hafi eitthvað farið um hann í þriðja leikhluta þegar lið Hauka tókst að minnka forskot KR verulega segir Jakob það sannarlega hafa gert það. Á sama tíma segir hann að liðið hafi náð að bregðast vel við og halda út eftir gott áhlaup heimamanna. „Að sjálfsögðu fór um mann, líka af því að þetta gerðist svo hratt. Þeir ná þessu strax úr 23 stigum í hálfleik niður í fimm og rosalega mikið eftir af leiknum. Að sjálfsögðu fór þá um mann. Ég var búinn að taka leikhlé og búinn að prófa ýmsa hluti en sem betur fer þá náðum við okkur í lok þriðja leikhluta og náðum smá dampi og flæði aftur. Við náðum svo að halda ágætri forystu fyrir fjórða leikhluta sem var mjög sterkt og mikilvægt fyrir okkur,“ sagði Jakob. KR hefur nú unnið fimm af fyrstu tíu leikjum sínum og eru en með í bikarnum. Jakob segist vera sáttur með hvernig liðið sé að spila en vill þó meira. Þetta hafi verið í fyrsta sinn í vetur þar sem liðið sigri tvo leiki í röð sem sé eitthvað sem hann og hans menn geti byggt ofan á. „Eins og leikirnir hafa spilast í vetur þá finnst mér að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Ég sé allavega tvo leiki sem við töpuðum sem mér þykir að við hefðum átt að vinna. Á sama tíma erum að reyna að finna okkar leik líka og það hefur verið ágætis stígandi hjá okkur en það sem er að angra mig mest er hversu óstöðugir við erum. Við erum frábærir í einum leik en svo komum við í næsta leik og náum ekki að halda dampi. Ég held samt að þetta sé í fyrsta skiptið í vetur þar sem okkur tekst að vinna tvo leiki í röð, unnum í bikarnum og svo nú í kvöld þannig að vonandi er það eitthvað sem við getum byggt ofan á.,“ sagði Jakob.
Bónus-deild karla KR Haukar Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Sjá meira