Lamine Yamal aftur meiddur og nú frá í margar vikur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2024 20:17 Lamine Yamal liggur hér sárþjáður í grasinu eftir að hann meiddist á ökkla í tapleik Barcelona á móti Leganes um helgina. Getty/Pedro Salado Lamine Yamal hefur verið óheppinn með meiðsli á þessu tímabili og er nú enn á ný kominn á meiðslalistann. Hinn sautján ára gamli Yamal meiddist á ökkla í tapinu á móti Leganés í gær. Hann fór af velli eftir 75 mínútur. Hann meiddist samt í fyrri hálfleik og bað þá um skiptingu. Yamal var samt ekki tekinn af velli og spilaði í hálftíma til viðbótar. Hann verður nú frá í þrjár til fjórar vikur vegna meiðslanna. Barcelona sagði það vera niðurstöðuna eftir nákvæma rannsókn á alvarleika þeirra. Tapleikurinn á móti Leganés varð fyrir vikið enn verri því hann kostaði Barcelona liðið líka einn sinn besta leikmann. Ökklinn hjá Yamal var líka til vandræða í byrjun nóvember og hann missti þá af þremur leikjum Barcelona og tveimur leikjum spænska landsliðsins. Yamal missir því af stórleiknum á móti Atlético Madrid um næstu helgi en þar mætast tvö efstu lið deildarinnar. Það kemur sér vel að spænska deildin er á leiðinni í jólafrí eftir leikina um næstu helgi og fyrsti leikur á nýju ári er síðan á móti D-deildarliði Barbastro í bikarnum 4. janúar. Barcelona ferðast síðan til Sádí-Arabíu til að taka þátt í spænska Ofurbikarnum en það er ólíklegt að hann verði með í þeim tveimur leikjum. Hann gæti aftur á móti náð deildarleik á móti Getafe 18. janúar. MEDICAL NEWS ❗️The first team player Lamine Yamal received a blow to the right ankle during the game against CD Leganés on Sunday. Tests carried out on Monday have revealed that the player has a grade 1 injury to a ligament in the ankle. The player is expected to be out for 3… pic.twitter.com/IAFD0pWFSS— FC Barcelona (@FCBarcelona) December 16, 2024 Spænski boltinn Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Fleiri fréttir Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Sjá meira
Hinn sautján ára gamli Yamal meiddist á ökkla í tapinu á móti Leganés í gær. Hann fór af velli eftir 75 mínútur. Hann meiddist samt í fyrri hálfleik og bað þá um skiptingu. Yamal var samt ekki tekinn af velli og spilaði í hálftíma til viðbótar. Hann verður nú frá í þrjár til fjórar vikur vegna meiðslanna. Barcelona sagði það vera niðurstöðuna eftir nákvæma rannsókn á alvarleika þeirra. Tapleikurinn á móti Leganés varð fyrir vikið enn verri því hann kostaði Barcelona liðið líka einn sinn besta leikmann. Ökklinn hjá Yamal var líka til vandræða í byrjun nóvember og hann missti þá af þremur leikjum Barcelona og tveimur leikjum spænska landsliðsins. Yamal missir því af stórleiknum á móti Atlético Madrid um næstu helgi en þar mætast tvö efstu lið deildarinnar. Það kemur sér vel að spænska deildin er á leiðinni í jólafrí eftir leikina um næstu helgi og fyrsti leikur á nýju ári er síðan á móti D-deildarliði Barbastro í bikarnum 4. janúar. Barcelona ferðast síðan til Sádí-Arabíu til að taka þátt í spænska Ofurbikarnum en það er ólíklegt að hann verði með í þeim tveimur leikjum. Hann gæti aftur á móti náð deildarleik á móti Getafe 18. janúar. MEDICAL NEWS ❗️The first team player Lamine Yamal received a blow to the right ankle during the game against CD Leganés on Sunday. Tests carried out on Monday have revealed that the player has a grade 1 injury to a ligament in the ankle. The player is expected to be out for 3… pic.twitter.com/IAFD0pWFSS— FC Barcelona (@FCBarcelona) December 16, 2024
Spænski boltinn Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Fleiri fréttir Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Sjá meira