Af mörgu er að taka. Óvænt tilkynning frá Bessastöðum á nýársdag hratt af stað óvæntri atburðarás í pólitíkinni, sem enn er ekki leidd til lykta, og náttúran kom okkur stöðugt á óvart. Úti í heimi sætti forsetaframbjóðandi banatilræðum og prinsessa uppljóstraði um veikindi sín eftir marga mánuði af dulúð.
Gjörið þið svo vel, hér er ítarleg yfirferð yfir óvæntustu uppákomur ársins 2024.
Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar rifjar upp fréttaárið 2024 í desember. Stærstu mistök ársins sem er að líða verða til umfjöllunar í næsta annál, sem birtist hér á Vísi á föstudag.