Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Atli Ísleifsson skrifar 17. desember 2024 14:31 Ráðgert er að nýja þjóðarhöllin verði allt að 19.000 fermetrar að stærð, taki 8.600 manns í sæti og allt að 12.000 manns á tónleikum. Reykjavíkurborg Þrjú teymi hafa verið valin til þátttöku í samkeppnisútboði um hönnun og byggingu nýrrar Þjóðarhallar fyrir innanhússíþróttir í Laugardal í Reykjavík. Frá þessu segir á vef Reykjavíkurborgar. Þar segir að teymin sem taki þátt í samkeppnisútboðinu séu: Eykt ásamt T.ark arkitektum, HKS Architects, Verkís, Maffeis Engineering, Landslagi og Brekke & Strand Akustikk. ÍAV ásamt ASK arkitektum, COWI, LPO arkitektum, Ísloft, EOH og Landhönnun. Ístak ásamt Eflu ehf., Nordic Office of Architecture og Populus. Að loknu samkeppnisútboði verði gerður verksamningur við eitt teymi um fullnaðarhönnun og byggingu mannvirkisins. Á vef borgarinnar segir að forval hafi verið auglýst í vor og liggi niðurstöður þess fyrir. Samkeppnisgögnin hafu nú verið afhent teymunum og sæe samkeppnin formlega hafin. „Samkeppnisgögn byggja á vinnu framkvæmdanefndar og síðar Þjóðarhallar ehf. frá miðju ári 2022 og síðan með aðkomu Framkvæmdasýslu - Ríkiseigna. Þjóðarhöll ehf. er í eigu ríkis og borgar, sem skipa stjórn Þjóðarhallar ehf. Kostnaðarskipting milli ríkis og borgar liggur fyrir og er framkvæmdin fjármögnuð á fjárlögum, í fjármálaáætlun 2025–2029 og í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar. Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir þetta mikilvægt skref fyrir Reykjavíkurborg. „Með tilkomu Þjóðarhallar fjölgar æfingatímum barnanna í hverfinu verulega og Reykjavík styrkir sig mjög sem borg sem leggur áherslu á öflugt íþróttastarf og lýðheilsu. Þjóðarhöll verður mikið notað samfélagshús með góða tengingu við almenningssamgöngur og brýnt að höllin rísi hratt og örugglega,“ er haft eftir Einari. Fyrirhuguð staðsetning nýrra Þjóðarhallar Fram kemur að í samkeppnisgögnum sé lögð áhersla á að tryggja framúrskarandi gæði í hönnun, byggingu og rekstri Þjóðarhallar með áherslu á notagildi, útlit, frágang, aðgengi, sjálfbærni og hagkvæmni. „Ný Þjóðarhöll mun umbylta umgjörð í kringum landsliðsfólk í fjölmörgum íþróttagreinum, stórbæta aðstöðu fyrir börn og ungmenni og aðra íþróttaiðkendur auk þess að vera fjölnota hús fyrir þjóðina alla. Ráðgert er að hún verði allt að 19.000m2 að stærð, taki 8.600 manns í sæti og allt að 12.000 manns á tónleikum. Þjóðarhöllin mun rísa í hjarta Laugardals, sunnan Laugardalshallar, með góðri tengingu við borgarlínu, göngu- og hjólaleiðir og fyrirliggjandi mannvirki; Laugardalshöll og Frjálsíþróttahöll. Notendur verða íþróttafélög, landsliðshópar sérsambanda fyrir æfingar og keppni, skólar í nágrenninu, háskólar fyrir íþróttakennslu og ýmsir viðburðahaldarar. Þá er ætlunin að höllin sé aðgengileg öllum, vettvangur lýðheilsuverkefna og samkomustaður íþróttafólks og almennings með tilheyrandi veitingarekstri sem tengist safnsvæði áhorfenda,“ segir í tilkynningunni. Ný þjóðarhöll Byggingariðnaður Reykjavík Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Frá þessu segir á vef Reykjavíkurborgar. Þar segir að teymin sem taki þátt í samkeppnisútboðinu séu: Eykt ásamt T.ark arkitektum, HKS Architects, Verkís, Maffeis Engineering, Landslagi og Brekke & Strand Akustikk. ÍAV ásamt ASK arkitektum, COWI, LPO arkitektum, Ísloft, EOH og Landhönnun. Ístak ásamt Eflu ehf., Nordic Office of Architecture og Populus. Að loknu samkeppnisútboði verði gerður verksamningur við eitt teymi um fullnaðarhönnun og byggingu mannvirkisins. Á vef borgarinnar segir að forval hafi verið auglýst í vor og liggi niðurstöður þess fyrir. Samkeppnisgögnin hafu nú verið afhent teymunum og sæe samkeppnin formlega hafin. „Samkeppnisgögn byggja á vinnu framkvæmdanefndar og síðar Þjóðarhallar ehf. frá miðju ári 2022 og síðan með aðkomu Framkvæmdasýslu - Ríkiseigna. Þjóðarhöll ehf. er í eigu ríkis og borgar, sem skipa stjórn Þjóðarhallar ehf. Kostnaðarskipting milli ríkis og borgar liggur fyrir og er framkvæmdin fjármögnuð á fjárlögum, í fjármálaáætlun 2025–2029 og í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar. Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir þetta mikilvægt skref fyrir Reykjavíkurborg. „Með tilkomu Þjóðarhallar fjölgar æfingatímum barnanna í hverfinu verulega og Reykjavík styrkir sig mjög sem borg sem leggur áherslu á öflugt íþróttastarf og lýðheilsu. Þjóðarhöll verður mikið notað samfélagshús með góða tengingu við almenningssamgöngur og brýnt að höllin rísi hratt og örugglega,“ er haft eftir Einari. Fyrirhuguð staðsetning nýrra Þjóðarhallar Fram kemur að í samkeppnisgögnum sé lögð áhersla á að tryggja framúrskarandi gæði í hönnun, byggingu og rekstri Þjóðarhallar með áherslu á notagildi, útlit, frágang, aðgengi, sjálfbærni og hagkvæmni. „Ný Þjóðarhöll mun umbylta umgjörð í kringum landsliðsfólk í fjölmörgum íþróttagreinum, stórbæta aðstöðu fyrir börn og ungmenni og aðra íþróttaiðkendur auk þess að vera fjölnota hús fyrir þjóðina alla. Ráðgert er að hún verði allt að 19.000m2 að stærð, taki 8.600 manns í sæti og allt að 12.000 manns á tónleikum. Þjóðarhöllin mun rísa í hjarta Laugardals, sunnan Laugardalshallar, með góðri tengingu við borgarlínu, göngu- og hjólaleiðir og fyrirliggjandi mannvirki; Laugardalshöll og Frjálsíþróttahöll. Notendur verða íþróttafélög, landsliðshópar sérsambanda fyrir æfingar og keppni, skólar í nágrenninu, háskólar fyrir íþróttakennslu og ýmsir viðburðahaldarar. Þá er ætlunin að höllin sé aðgengileg öllum, vettvangur lýðheilsuverkefna og samkomustaður íþróttafólks og almennings með tilheyrandi veitingarekstri sem tengist safnsvæði áhorfenda,“ segir í tilkynningunni.
Ný þjóðarhöll Byggingariðnaður Reykjavík Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira